Hvalkjöt ekki lengur eftirsótt í japan Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. mars 2014 10:00 Salan í Japan er nú orðið að mestu bundin við sérverslanir eða sérhæfða veitingastaði. Vísir/AP Á seinni árum hefur sala á hvalkjöti verið treg í Japan. Það hefur safnast fyrir í frystigeymslum við hafnir landsins. Fyrir nokkrum áratugum var hvalkjöt ein helsta uppistaðan í fæðu Japana. Nú er svo komið að það selst varla nema á sérhæfðum veitingastöðum og í sérverslunum, og er þar nokkru dýrara en annað kjötmeti. Í sumum sjávarplássum, sem hafa leyfi til strandveiða í smærri stíl, er hvalur að vísu oftar á borðum en almennt tíðkast annars staðar í landinu. Þá hefur hvalkjöt verið notað í stórum stíl í skólamáltíðir, en sú notkun þess hefur verið gagnrýnd. Birgðir af hvalkjöti í frystigeymslum landsins voru 4.600 tonn í lok ársins 2012, en voru 2.500 tonn árið 2002. Þrátt fyrir þetta stefna Japanar á að veiða um 1.300 hrefnur á ári hverju, auk þess sem Íslendingar gera sér vonir um að þeir taki við allt að 2.000 tonnum af kjöti sem verið er að flytja þangað þessa dagana. Á mánudaginn kemur kveður Alþjóðadómstóllinn í Haag upp endanlegan úrskurð í deilu Ástrala og Japana um hvalveiðar. Ástralar fara fram á að svonefndar vísindaveiðar Japana við Suðurskautsland verði úrskurðaðar ólöglegar, en Japanar segja dómstólinn ekki hafa lögsögu í þessari deilu og vilja að hann viðurkenni það. Úrskurðurinn nær eingöngu til hvalveiða Japana við Suðurskautsland, en þar hafa þeir veitt um þúsund dýr árlega. Jafnvel þótt úrskurðurinn falli Áströlum í vil, þá breytir það engu um aðrar hvalveiðar Japana, en þeir stunda einnig hvalveiðar í Norður-Kyrrahafi og heima við, út af ströndum Japans. Í skýrslu sérfræðinga árið 2011 var nefnt að líklega myndu strandveiðar í smáum stíl duga til þess að anna þeirri litlu eftirspurn, sem enn er eftir hvalkjöti í Japan. Yfirlýst markmið vísindaveiðanna, sem Japanar hafa stundað allt frá árinu 1987, er að kanna hvort hvalveiðar í hagnaðarskyni geti verið sjálfbærar í þeim skilningi að hvalastofnarnir þoli þær, en spurningin virðist nú fremur snúast um það hvort þær borgi sig. „Það er ekki raunhæft að hefja hvalveiðar í hagnaðarskyni á ný. Þetta markmið er ekki lengur neitt annað en réttlæting þess að halda áfram vísindaveiðum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Ayako Okubo, sem er haffræðingur við háskólann í Tokai. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Á seinni árum hefur sala á hvalkjöti verið treg í Japan. Það hefur safnast fyrir í frystigeymslum við hafnir landsins. Fyrir nokkrum áratugum var hvalkjöt ein helsta uppistaðan í fæðu Japana. Nú er svo komið að það selst varla nema á sérhæfðum veitingastöðum og í sérverslunum, og er þar nokkru dýrara en annað kjötmeti. Í sumum sjávarplássum, sem hafa leyfi til strandveiða í smærri stíl, er hvalur að vísu oftar á borðum en almennt tíðkast annars staðar í landinu. Þá hefur hvalkjöt verið notað í stórum stíl í skólamáltíðir, en sú notkun þess hefur verið gagnrýnd. Birgðir af hvalkjöti í frystigeymslum landsins voru 4.600 tonn í lok ársins 2012, en voru 2.500 tonn árið 2002. Þrátt fyrir þetta stefna Japanar á að veiða um 1.300 hrefnur á ári hverju, auk þess sem Íslendingar gera sér vonir um að þeir taki við allt að 2.000 tonnum af kjöti sem verið er að flytja þangað þessa dagana. Á mánudaginn kemur kveður Alþjóðadómstóllinn í Haag upp endanlegan úrskurð í deilu Ástrala og Japana um hvalveiðar. Ástralar fara fram á að svonefndar vísindaveiðar Japana við Suðurskautsland verði úrskurðaðar ólöglegar, en Japanar segja dómstólinn ekki hafa lögsögu í þessari deilu og vilja að hann viðurkenni það. Úrskurðurinn nær eingöngu til hvalveiða Japana við Suðurskautsland, en þar hafa þeir veitt um þúsund dýr árlega. Jafnvel þótt úrskurðurinn falli Áströlum í vil, þá breytir það engu um aðrar hvalveiðar Japana, en þeir stunda einnig hvalveiðar í Norður-Kyrrahafi og heima við, út af ströndum Japans. Í skýrslu sérfræðinga árið 2011 var nefnt að líklega myndu strandveiðar í smáum stíl duga til þess að anna þeirri litlu eftirspurn, sem enn er eftir hvalkjöti í Japan. Yfirlýst markmið vísindaveiðanna, sem Japanar hafa stundað allt frá árinu 1987, er að kanna hvort hvalveiðar í hagnaðarskyni geti verið sjálfbærar í þeim skilningi að hvalastofnarnir þoli þær, en spurningin virðist nú fremur snúast um það hvort þær borgi sig. „Það er ekki raunhæft að hefja hvalveiðar í hagnaðarskyni á ný. Þetta markmið er ekki lengur neitt annað en réttlæting þess að halda áfram vísindaveiðum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Ayako Okubo, sem er haffræðingur við háskólann í Tokai.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent