Umboðsmaður barna: Hafið yfir skynsamlegan vafa að ómálga barn var beitt ofbeldi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. september 2014 13:33 Umboðsmaður barna gagnrýnir niðurstöðu ákæruvaldsins um að fella niður mál sem varðar ofbeldi gegn barni á ungbarnaleikskólanum 101. Í áliti sem embættið hefur sent lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara segir að umboðsmaður hafi áhyggjur af því að vinnubrögð lögreglunnar í málinu hafi ekki verið nægilega vönduð.Myndband sýndi kennara slá barn Málið komst í hámæli á síðasta ári en þá var greint frá því að starfsmenn á ungbarnaleikskólanum hefðu beitt ómálga börn harðræði. Ýmis gögn lágu því til stuðnings, meðal annars myndskeið þar sem starfsmaður sást slá barn á rassinn, auk þess sem þrjú vitni staðfestu að starfsmaðurinn hafi oft rasskellt börn í skólanum. Foreldrar barnsins sem sást slegið á myndbandinu kærðu málið til lögreglu. Það var síðan fellt niður með vísan til þess að það teldist ekki líklegt til sakfellis. Sú ákvörðun var kærð til saksóknara sem staðfesti hana.Umboðsmaður gagnrýnir lögreglu og saksóknara Í álitinu gagnrýnir umboðsmaður harðlega þá niðurstöðu að sú háttsemi að slá barn á rass teljist ekki refsiverð samkvæmt almennum hegningarlögum og barnaverndarlögum. „Í núgildandi ákvæði 99. gr. barnaverndarlaga kemur skýrt fram að hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skuli sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum,“ segir umboðsmaður í álitinu.Ekki líkamleg refsing að slá barn Umboðsmaður gerir sérstakar athugasemdir við það mat ríkissaksóknara að það teljist ekki brot á barnaverndarlögum að slá barn á rassinn. „Virðist ríkissaksóknari líta svo á að umrædd háttsemi falli ekki undir hugtakið „líkamleg refsing“ í skilningi 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.“ „Í umræddu máli er til staðar myndskeið þar sem starfsmaður leikskólans sést slá rass barns og sýna því harkalega og vanvirðandi framkomu. Starfsmaðurinn viðurkennir einnig að hafa „danglað“ í barnið vegna þess að það var óþekkt og neitaði að hætta,“ segir í álitinu. „Virðist það því hafið yfir skynsamlegan vafa að umræddur starfsmaður notaði ítrekað þá aðferð að slá á rass barna í þeim tilgangi að halda uppi aga – sem telst að mati umboðsmanns barna ótvírætt líkamleg refsing í skilningi barnaverndarlaga.“Hættuleg skilaboð í niðurstöðu ákæruvaldsins Umboðsmaður segir ennfremur að hættuleg skilaboð séu send með niðurstöðu lögreglu og ríkissaksóknara. „Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af þeim skilaboðum sem þessi niðurstaða sendir,“ segir umboðsmaður og bætir við: „Börn á leikskólum eru háð umönnun og vernd starfsfólks og sett undir yfirburðarstöðu þess. Ung börn hafa ekki getu til þess að segja frá ofbeldi eða tjá sig um þau áhrif sem það hefur á líðan þeirra.“ Tengdar fréttir Sumarstarfsmenn tilkynntu um ofbeldi á leikskóla Barnavernd Reykjavíkur rannsakar hvort starfsmenn leikskólans 101 í Reykjavík hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Þetta kemur fram á ruv.is. þar segir að málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum sýndu barnavernd myndbönd í morgun og tilkynntu málið formlega. 20. ágúst 2013 21:51 Leikskólamálið ekki á borði lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. 22. ágúst 2013 07:00 Verða sjálfir að finna lausnir Foreldrar ungbarna á 101 leikskóla á Bræðraborgarstíg verða sjálfir að finna lausnir sem henta þeim varðandi dagvistun. Borgin mun þó leita allra leiða til að aðstoða foreldra í leit þeirra að dagvistunarúrræðum. 28. ágúst 2013 10:00 Ófremdarástand í dagvistun barna Dagforeldrum fer fækkandi og segja dagmæður að ófremdarástand ríki í dagvistarmálum í Vesturbæ Reykjavíkur. Foreldrar þurfa að leita í önnur hverfi. 12. ágúst 2006 07:30 Máli 101 leikskóla vísað til lögreglu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvort starfsmenn ungbarnaleikskólans 101 Reykjavík hafi brotið gegn barnaverndarlögum. 23. ágúst 2013 12:56 Leikskólinn 101: Foreldrar krefjast forgangs á aðra leikskóla Fram kom hjá foreldrum að neyðarástand ríkti. Lítið um laus leikskólapláss segja borgaryfirvöld. 27. ágúst 2013 12:30 Leikskóli 101 opnar ekki í dag Leikskóli 101 var ekki opnaður á ný í morgun eins og stefnt hafði verið að. Leikskólastjóri segist hafa tekið ákvörðun í gær um að opna ekki skólann á ný á meðan rannsókn stendur yfir. Málið er á dagskrá borgarráðs í dag. 29. ágúst 2013 10:19 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Umboðsmaður barna gagnrýnir niðurstöðu ákæruvaldsins um að fella niður mál sem varðar ofbeldi gegn barni á ungbarnaleikskólanum 101. Í áliti sem embættið hefur sent lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara segir að umboðsmaður hafi áhyggjur af því að vinnubrögð lögreglunnar í málinu hafi ekki verið nægilega vönduð.Myndband sýndi kennara slá barn Málið komst í hámæli á síðasta ári en þá var greint frá því að starfsmenn á ungbarnaleikskólanum hefðu beitt ómálga börn harðræði. Ýmis gögn lágu því til stuðnings, meðal annars myndskeið þar sem starfsmaður sást slá barn á rassinn, auk þess sem þrjú vitni staðfestu að starfsmaðurinn hafi oft rasskellt börn í skólanum. Foreldrar barnsins sem sást slegið á myndbandinu kærðu málið til lögreglu. Það var síðan fellt niður með vísan til þess að það teldist ekki líklegt til sakfellis. Sú ákvörðun var kærð til saksóknara sem staðfesti hana.Umboðsmaður gagnrýnir lögreglu og saksóknara Í álitinu gagnrýnir umboðsmaður harðlega þá niðurstöðu að sú háttsemi að slá barn á rass teljist ekki refsiverð samkvæmt almennum hegningarlögum og barnaverndarlögum. „Í núgildandi ákvæði 99. gr. barnaverndarlaga kemur skýrt fram að hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skuli sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum,“ segir umboðsmaður í álitinu.Ekki líkamleg refsing að slá barn Umboðsmaður gerir sérstakar athugasemdir við það mat ríkissaksóknara að það teljist ekki brot á barnaverndarlögum að slá barn á rassinn. „Virðist ríkissaksóknari líta svo á að umrædd háttsemi falli ekki undir hugtakið „líkamleg refsing“ í skilningi 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga.“ „Í umræddu máli er til staðar myndskeið þar sem starfsmaður leikskólans sést slá rass barns og sýna því harkalega og vanvirðandi framkomu. Starfsmaðurinn viðurkennir einnig að hafa „danglað“ í barnið vegna þess að það var óþekkt og neitaði að hætta,“ segir í álitinu. „Virðist það því hafið yfir skynsamlegan vafa að umræddur starfsmaður notaði ítrekað þá aðferð að slá á rass barna í þeim tilgangi að halda uppi aga – sem telst að mati umboðsmanns barna ótvírætt líkamleg refsing í skilningi barnaverndarlaga.“Hættuleg skilaboð í niðurstöðu ákæruvaldsins Umboðsmaður segir ennfremur að hættuleg skilaboð séu send með niðurstöðu lögreglu og ríkissaksóknara. „Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af þeim skilaboðum sem þessi niðurstaða sendir,“ segir umboðsmaður og bætir við: „Börn á leikskólum eru háð umönnun og vernd starfsfólks og sett undir yfirburðarstöðu þess. Ung börn hafa ekki getu til þess að segja frá ofbeldi eða tjá sig um þau áhrif sem það hefur á líðan þeirra.“
Tengdar fréttir Sumarstarfsmenn tilkynntu um ofbeldi á leikskóla Barnavernd Reykjavíkur rannsakar hvort starfsmenn leikskólans 101 í Reykjavík hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Þetta kemur fram á ruv.is. þar segir að málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum sýndu barnavernd myndbönd í morgun og tilkynntu málið formlega. 20. ágúst 2013 21:51 Leikskólamálið ekki á borði lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. 22. ágúst 2013 07:00 Verða sjálfir að finna lausnir Foreldrar ungbarna á 101 leikskóla á Bræðraborgarstíg verða sjálfir að finna lausnir sem henta þeim varðandi dagvistun. Borgin mun þó leita allra leiða til að aðstoða foreldra í leit þeirra að dagvistunarúrræðum. 28. ágúst 2013 10:00 Ófremdarástand í dagvistun barna Dagforeldrum fer fækkandi og segja dagmæður að ófremdarástand ríki í dagvistarmálum í Vesturbæ Reykjavíkur. Foreldrar þurfa að leita í önnur hverfi. 12. ágúst 2006 07:30 Máli 101 leikskóla vísað til lögreglu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvort starfsmenn ungbarnaleikskólans 101 Reykjavík hafi brotið gegn barnaverndarlögum. 23. ágúst 2013 12:56 Leikskólinn 101: Foreldrar krefjast forgangs á aðra leikskóla Fram kom hjá foreldrum að neyðarástand ríkti. Lítið um laus leikskólapláss segja borgaryfirvöld. 27. ágúst 2013 12:30 Leikskóli 101 opnar ekki í dag Leikskóli 101 var ekki opnaður á ný í morgun eins og stefnt hafði verið að. Leikskólastjóri segist hafa tekið ákvörðun í gær um að opna ekki skólann á ný á meðan rannsókn stendur yfir. Málið er á dagskrá borgarráðs í dag. 29. ágúst 2013 10:19 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Sumarstarfsmenn tilkynntu um ofbeldi á leikskóla Barnavernd Reykjavíkur rannsakar hvort starfsmenn leikskólans 101 í Reykjavík hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Þetta kemur fram á ruv.is. þar segir að málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum sýndu barnavernd myndbönd í morgun og tilkynntu málið formlega. 20. ágúst 2013 21:51
Leikskólamálið ekki á borði lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. 22. ágúst 2013 07:00
Verða sjálfir að finna lausnir Foreldrar ungbarna á 101 leikskóla á Bræðraborgarstíg verða sjálfir að finna lausnir sem henta þeim varðandi dagvistun. Borgin mun þó leita allra leiða til að aðstoða foreldra í leit þeirra að dagvistunarúrræðum. 28. ágúst 2013 10:00
Ófremdarástand í dagvistun barna Dagforeldrum fer fækkandi og segja dagmæður að ófremdarástand ríki í dagvistarmálum í Vesturbæ Reykjavíkur. Foreldrar þurfa að leita í önnur hverfi. 12. ágúst 2006 07:30
Máli 101 leikskóla vísað til lögreglu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvort starfsmenn ungbarnaleikskólans 101 Reykjavík hafi brotið gegn barnaverndarlögum. 23. ágúst 2013 12:56
Leikskólinn 101: Foreldrar krefjast forgangs á aðra leikskóla Fram kom hjá foreldrum að neyðarástand ríkti. Lítið um laus leikskólapláss segja borgaryfirvöld. 27. ágúst 2013 12:30
Leikskóli 101 opnar ekki í dag Leikskóli 101 var ekki opnaður á ný í morgun eins og stefnt hafði verið að. Leikskólastjóri segist hafa tekið ákvörðun í gær um að opna ekki skólann á ný á meðan rannsókn stendur yfir. Málið er á dagskrá borgarráðs í dag. 29. ágúst 2013 10:19