Ekki sáttur við hvernig fréttamenn klippa viðtöl Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. mars 2014 18:28 Gunnar Bragi er ósáttur við vinnubrögð RÚV og neitaði fréttamanni því um viðtal í dag. vísir/stefán/gva Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tjáð sig um hvers vegna hann veitti RÚV ekki viðtal að loknum fundi í utanríkismálanefnd í dag. Fréttamenn frá RÚV og Stöð 2 voru mættir á vettvang og fór svo að Gunnar Bragi ræddi aðeins við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2.Á Facebook-síðu sinni segir Gunnar Bragi að það sé ástæða fyrir því að hann ákvað að veita ekki Ríkisútvarpinu viðtöl í dag nema í beinni útsendingu eða þá gegn því að fá afrit af viðtalinu. „Til hvers veitir maður viðtöl? Jú, til að svara spurningum fréttamanna sem leita upplýsinga og til að veita upplýsingar. Ég hef ekki alltaf verið sáttur við það hvernig fréttamenn klippa til viðtöl og sleppa mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning,“ skrifar Gunnar Bragi. Hann segir steininn hafa tekið úr síðasta föstudag. „Og það sem verra er að þegar falast var eftir óklipptri upptöku af viðtalinu frá RÚV, var því neitað. Þegar álitamál eru um hvort rétt sé eftir manni haft er eðlilegt að minnsta kosti að hægt sé að hlusta á viðtalið í upprunalegri mynd eða fá í hendurnar. Við teljum flest að RÚV beri sérstaka ábyrgð og eigi að vera miðill allra og því er eðlilegt að gera kröfur til þeirra. Það eiga ekki allir fréttamenn skilið þessa gagnrýni, ég treysti mörgum hja RÚV til að skila vandaðri vinnu.“ En hvað sagði Gunnar Bragi á föstudaginn sem hann er ósáttur við að hafi verið klippt út? „Jú, ég kom því á framfæri að vitanlega gæti utanríkismálanefnd komið með niðurstöðu, tillögu varðandi þá gagnrýni sem komið hefur fram varðandi þingsályktun um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Fréttamanni þótti það ekki fréttaefni að ráðherra opni á slíkt. En hvernig er hægt að reyna að tryggja að öll skilaboðin komist til almennings? Hvað er til ráða? Að taka sjálfur upp viðtölin samhliða RÚV? Hví ekki.“ Post by Gunnar Bragi Sveinsson. Samskipti Gunnars Braga við RÚV í dag Tengdar fréttir „Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30 Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55 Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tjáð sig um hvers vegna hann veitti RÚV ekki viðtal að loknum fundi í utanríkismálanefnd í dag. Fréttamenn frá RÚV og Stöð 2 voru mættir á vettvang og fór svo að Gunnar Bragi ræddi aðeins við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2.Á Facebook-síðu sinni segir Gunnar Bragi að það sé ástæða fyrir því að hann ákvað að veita ekki Ríkisútvarpinu viðtöl í dag nema í beinni útsendingu eða þá gegn því að fá afrit af viðtalinu. „Til hvers veitir maður viðtöl? Jú, til að svara spurningum fréttamanna sem leita upplýsinga og til að veita upplýsingar. Ég hef ekki alltaf verið sáttur við það hvernig fréttamenn klippa til viðtöl og sleppa mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning,“ skrifar Gunnar Bragi. Hann segir steininn hafa tekið úr síðasta föstudag. „Og það sem verra er að þegar falast var eftir óklipptri upptöku af viðtalinu frá RÚV, var því neitað. Þegar álitamál eru um hvort rétt sé eftir manni haft er eðlilegt að minnsta kosti að hægt sé að hlusta á viðtalið í upprunalegri mynd eða fá í hendurnar. Við teljum flest að RÚV beri sérstaka ábyrgð og eigi að vera miðill allra og því er eðlilegt að gera kröfur til þeirra. Það eiga ekki allir fréttamenn skilið þessa gagnrýni, ég treysti mörgum hja RÚV til að skila vandaðri vinnu.“ En hvað sagði Gunnar Bragi á föstudaginn sem hann er ósáttur við að hafi verið klippt út? „Jú, ég kom því á framfæri að vitanlega gæti utanríkismálanefnd komið með niðurstöðu, tillögu varðandi þá gagnrýni sem komið hefur fram varðandi þingsályktun um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Fréttamanni þótti það ekki fréttaefni að ráðherra opni á slíkt. En hvernig er hægt að reyna að tryggja að öll skilaboðin komist til almennings? Hvað er til ráða? Að taka sjálfur upp viðtölin samhliða RÚV? Hví ekki.“ Post by Gunnar Bragi Sveinsson. Samskipti Gunnars Braga við RÚV í dag
Tengdar fréttir „Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30 Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55 Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Sjá meira
„Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30
Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55
Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54