Ekki sáttur við hvernig fréttamenn klippa viðtöl Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. mars 2014 18:28 Gunnar Bragi er ósáttur við vinnubrögð RÚV og neitaði fréttamanni því um viðtal í dag. vísir/stefán/gva Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tjáð sig um hvers vegna hann veitti RÚV ekki viðtal að loknum fundi í utanríkismálanefnd í dag. Fréttamenn frá RÚV og Stöð 2 voru mættir á vettvang og fór svo að Gunnar Bragi ræddi aðeins við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2.Á Facebook-síðu sinni segir Gunnar Bragi að það sé ástæða fyrir því að hann ákvað að veita ekki Ríkisútvarpinu viðtöl í dag nema í beinni útsendingu eða þá gegn því að fá afrit af viðtalinu. „Til hvers veitir maður viðtöl? Jú, til að svara spurningum fréttamanna sem leita upplýsinga og til að veita upplýsingar. Ég hef ekki alltaf verið sáttur við það hvernig fréttamenn klippa til viðtöl og sleppa mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning,“ skrifar Gunnar Bragi. Hann segir steininn hafa tekið úr síðasta föstudag. „Og það sem verra er að þegar falast var eftir óklipptri upptöku af viðtalinu frá RÚV, var því neitað. Þegar álitamál eru um hvort rétt sé eftir manni haft er eðlilegt að minnsta kosti að hægt sé að hlusta á viðtalið í upprunalegri mynd eða fá í hendurnar. Við teljum flest að RÚV beri sérstaka ábyrgð og eigi að vera miðill allra og því er eðlilegt að gera kröfur til þeirra. Það eiga ekki allir fréttamenn skilið þessa gagnrýni, ég treysti mörgum hja RÚV til að skila vandaðri vinnu.“ En hvað sagði Gunnar Bragi á föstudaginn sem hann er ósáttur við að hafi verið klippt út? „Jú, ég kom því á framfæri að vitanlega gæti utanríkismálanefnd komið með niðurstöðu, tillögu varðandi þá gagnrýni sem komið hefur fram varðandi þingsályktun um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Fréttamanni þótti það ekki fréttaefni að ráðherra opni á slíkt. En hvernig er hægt að reyna að tryggja að öll skilaboðin komist til almennings? Hvað er til ráða? Að taka sjálfur upp viðtölin samhliða RÚV? Hví ekki.“ Post by Gunnar Bragi Sveinsson. Samskipti Gunnars Braga við RÚV í dag Tengdar fréttir „Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30 Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55 Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tjáð sig um hvers vegna hann veitti RÚV ekki viðtal að loknum fundi í utanríkismálanefnd í dag. Fréttamenn frá RÚV og Stöð 2 voru mættir á vettvang og fór svo að Gunnar Bragi ræddi aðeins við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2.Á Facebook-síðu sinni segir Gunnar Bragi að það sé ástæða fyrir því að hann ákvað að veita ekki Ríkisútvarpinu viðtöl í dag nema í beinni útsendingu eða þá gegn því að fá afrit af viðtalinu. „Til hvers veitir maður viðtöl? Jú, til að svara spurningum fréttamanna sem leita upplýsinga og til að veita upplýsingar. Ég hef ekki alltaf verið sáttur við það hvernig fréttamenn klippa til viðtöl og sleppa mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning,“ skrifar Gunnar Bragi. Hann segir steininn hafa tekið úr síðasta föstudag. „Og það sem verra er að þegar falast var eftir óklipptri upptöku af viðtalinu frá RÚV, var því neitað. Þegar álitamál eru um hvort rétt sé eftir manni haft er eðlilegt að minnsta kosti að hægt sé að hlusta á viðtalið í upprunalegri mynd eða fá í hendurnar. Við teljum flest að RÚV beri sérstaka ábyrgð og eigi að vera miðill allra og því er eðlilegt að gera kröfur til þeirra. Það eiga ekki allir fréttamenn skilið þessa gagnrýni, ég treysti mörgum hja RÚV til að skila vandaðri vinnu.“ En hvað sagði Gunnar Bragi á föstudaginn sem hann er ósáttur við að hafi verið klippt út? „Jú, ég kom því á framfæri að vitanlega gæti utanríkismálanefnd komið með niðurstöðu, tillögu varðandi þá gagnrýni sem komið hefur fram varðandi þingsályktun um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Fréttamanni þótti það ekki fréttaefni að ráðherra opni á slíkt. En hvernig er hægt að reyna að tryggja að öll skilaboðin komist til almennings? Hvað er til ráða? Að taka sjálfur upp viðtölin samhliða RÚV? Hví ekki.“ Post by Gunnar Bragi Sveinsson. Samskipti Gunnars Braga við RÚV í dag
Tengdar fréttir „Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30 Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55 Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
„Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30
Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55
Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54