Erlent

Slanga át krókódíl

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
VÍSIR/AFP
Slanga hafði betur í bardaga við krókódíl í norðurhluta Queensland í Ástralíu. Slangan barðist af hörku en bar sigur úr býtum og át krókódílinn. BBC greinir frá þessu.

Baráttan hófst ofan í Mondoora vatni og atkvikaðist hún þannig að slangan, sem eru þrír metrar að lengd, hringaði sig utan um krókódílinn, dró hann svo að landi og að lokum át hann.

„Þetta var ótrúlegt. Við sáum slönguna berjast við krókódílinn og sáum hvernig hún hringaði sig utan um hann,“ segir Tiffany Corlis, íbúi á svæðinu. Hún tók einnig meðfylgjandi myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×