Mikilvægt að spyrja spurninga um stefnuna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. mars 2014 11:00 Jón Páll Eyjólfsson: "Er þetta vandamál í dag?“ Vísir/GVA Að mínu mati er nauðsynlegt að finna út í hvaða rými umræðan á að eiga sér stað,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri, einn frummælenda á Málþingi sem Leiklistarsamband Íslands stendur fyrir í samvinnu við sviðslistadeild LHÍ í Tjarnarbíói í kvöld. „Hún þarf að eiga sér stað í þannig rými að þegar henni er lokið viti menn hvar breytingin á að verða. Það er ekki nóg að ræða hlutina og senda síðan jákvæða strauma út í kosmosið, það breytir engu.“ Yfirskrift málþingsins er Samræða um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa og tilefnið er sú staða sem ráðning nýs leikhússtjóra Borgarleikhússins og að síðar á þessu ári verður staða Þjóðleikhússtjóra auglýst laus til umsóknar skapar í íslensku leikhúslífi. „Allur geirinn tók þátt í umræðu í sambandi við sviðslistalögin sem lögð voru fram á síðasta þingi en ekki afgreidd. Það þarf að breyta sviðslistalögunum og lögunum um Þjóðleikhúsið ef það á breyta stefnu þess,“ segir Jón Páll. „Nálgun mín er einfaldlega þessi: Er þetta vandamál í dag? Og ef þetta er vandamál hver er ástæðan fyrir því? Ég held að menn séu almennt mjög sáttir við rekstur Þjóðleikhússins eins og leiklistarlögin eru í dag og ef við göngum út frá þeim er ekkert vandamál til staðar. Ef við viljum hins vegar hafa áhrif á stefnu opinberu leikhúsanna þá annað hvort vinnum við að lagabreytingu varðandi Þjóðleikhúsið eða göngum í Leikfélag Reykjavíkur til að hafa áhrif á stefnu Borgarleikhússins.“ Jón Páll segir grunninn að erindi sínu vera sóttan í þær ræður sem fluttar voru við opnun Þjóðleikhússins á sínum tíma. „Þar liggja sterkar vísbendingar um hverjir órarnir varðandi leikhúsið voru upphaflega, hvert hlutverk þess átti að vera og hver sýnin á það var. Þar eru færð rök fyrir því hvers vegna það er nauðsynlegt að eiga Þjóðleikhús og upp úr þessu þarf að semja einhvers konar stefnuskrá leikhússins. Það er að segja ef löngunin til þess er fyrir hendi.“Eva Rún Snorradóttir: „Mikilvægt að tala saman og hrista upp í málunum.“Fréttablaðið/StefánAnnar frummælandi á málþinginu, Eva Rún Snorradóttir úr framandverkaflokknum Kviss Búmm Bang, segist fagna þessu framtaki mjög. „Mér finnst þetta alveg frábært og finnst að það ætti að halda svona málþing fimm sinnum á ári,“ segir hún. „Ég held að allir í bransanum séu að átta sig á því hvað það eru mikil tækifæri framundan og hversu mikilvægt það er að við tölum saman um þetta og hristum svolítið upp í málunum.“ Eva Rún er á svipuðum nótum og Jón Páll og segist fyrst og fremst ætla að setja fram alls konar spurningarmerki. „Mér finnst það mjög mikilvægt að við skoðum alla starfsemi leikhúsanna með spurningarformerkjum.“ Auk þeirra Jóns Páls og Evu Rúnar eru frummælendur þær Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og fv. leikhússtjóri og Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar LHÍ. Fundarstjóri er Magnús Þór Þorbergsson, lektor í leiklistarfræðum við LHÍ.Málþingið hefst klukkan átta í kvöld í Tjarnarbíói. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Að mínu mati er nauðsynlegt að finna út í hvaða rými umræðan á að eiga sér stað,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri, einn frummælenda á Málþingi sem Leiklistarsamband Íslands stendur fyrir í samvinnu við sviðslistadeild LHÍ í Tjarnarbíói í kvöld. „Hún þarf að eiga sér stað í þannig rými að þegar henni er lokið viti menn hvar breytingin á að verða. Það er ekki nóg að ræða hlutina og senda síðan jákvæða strauma út í kosmosið, það breytir engu.“ Yfirskrift málþingsins er Samræða um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa og tilefnið er sú staða sem ráðning nýs leikhússtjóra Borgarleikhússins og að síðar á þessu ári verður staða Þjóðleikhússtjóra auglýst laus til umsóknar skapar í íslensku leikhúslífi. „Allur geirinn tók þátt í umræðu í sambandi við sviðslistalögin sem lögð voru fram á síðasta þingi en ekki afgreidd. Það þarf að breyta sviðslistalögunum og lögunum um Þjóðleikhúsið ef það á breyta stefnu þess,“ segir Jón Páll. „Nálgun mín er einfaldlega þessi: Er þetta vandamál í dag? Og ef þetta er vandamál hver er ástæðan fyrir því? Ég held að menn séu almennt mjög sáttir við rekstur Þjóðleikhússins eins og leiklistarlögin eru í dag og ef við göngum út frá þeim er ekkert vandamál til staðar. Ef við viljum hins vegar hafa áhrif á stefnu opinberu leikhúsanna þá annað hvort vinnum við að lagabreytingu varðandi Þjóðleikhúsið eða göngum í Leikfélag Reykjavíkur til að hafa áhrif á stefnu Borgarleikhússins.“ Jón Páll segir grunninn að erindi sínu vera sóttan í þær ræður sem fluttar voru við opnun Þjóðleikhússins á sínum tíma. „Þar liggja sterkar vísbendingar um hverjir órarnir varðandi leikhúsið voru upphaflega, hvert hlutverk þess átti að vera og hver sýnin á það var. Þar eru færð rök fyrir því hvers vegna það er nauðsynlegt að eiga Þjóðleikhús og upp úr þessu þarf að semja einhvers konar stefnuskrá leikhússins. Það er að segja ef löngunin til þess er fyrir hendi.“Eva Rún Snorradóttir: „Mikilvægt að tala saman og hrista upp í málunum.“Fréttablaðið/StefánAnnar frummælandi á málþinginu, Eva Rún Snorradóttir úr framandverkaflokknum Kviss Búmm Bang, segist fagna þessu framtaki mjög. „Mér finnst þetta alveg frábært og finnst að það ætti að halda svona málþing fimm sinnum á ári,“ segir hún. „Ég held að allir í bransanum séu að átta sig á því hvað það eru mikil tækifæri framundan og hversu mikilvægt það er að við tölum saman um þetta og hristum svolítið upp í málunum.“ Eva Rún er á svipuðum nótum og Jón Páll og segist fyrst og fremst ætla að setja fram alls konar spurningarmerki. „Mér finnst það mjög mikilvægt að við skoðum alla starfsemi leikhúsanna með spurningarformerkjum.“ Auk þeirra Jóns Páls og Evu Rúnar eru frummælendur þær Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og fv. leikhússtjóri og Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar LHÍ. Fundarstjóri er Magnús Þór Þorbergsson, lektor í leiklistarfræðum við LHÍ.Málþingið hefst klukkan átta í kvöld í Tjarnarbíói. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira