Erlent

Vilja útrýma ebólu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá leiðtogana í Ástralíu.
Hér má sjá leiðtogana í Ástralíu. vísir/getty
Leiðtogar G20-ríkjanna hafa tekið höndum saman til að reyna stöðva útbreiðslu ebólufaraldursins. Einnig er markmiðið að útrýma sjúkdómnum.

Leiðtogafundur ríkjanna stendur nú yfir í Brisbane í Ástralíu og er Ebóla eitt af umræðuefnunum.

Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna segir að ríkin skuldbindi sig til að takast á við afleiðingar ebólu og verður það gert með efnahagslegri aðstoð sem og mannúðaraðstoð.

Um 13.700 hafa smitast af veirunni í ár. Þar af hafa tæplega 5.000 orðið faraldrinum að bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×