„Ég veit að verðmiðinn er hár“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 23:00 Mata ásamt David Moyes, knattspyrnustjóra Manchester United. Mynd/Twittersíða United Spánverjinn Juan Mata skrifaði í kvöld undir samning við Englandsmeistara Manchester United. Hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. „Þetta er stór dagur fyrir mig. Þetta er afar merkilegt félag og ég er stoltur að vera kominn hingað,“ sagði Mata í sínu fyrsta viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United. Mata er 25 ára og hefur leikið 32 landsleiki fyrir Spánverja. Hann getur spilað með United gegn Cardiff í deildinni í vikunni en hann getur þó ekki leikið með liðinu í Meistaradeildinni þar sem hann hefur þegar spilað með Chelsea í þeirri keppni. Mata sagðist hafa verið upp með sér að heyra af áhuga félagsins á sér. „Ég hugsaði bara vá! Þetta er lið sem hefur unnið marga bikara á Englandi og það er stórkostlegt að heyra að félag eins og Manchester United hafi áhuga á þér,“ sagði Mata sem kostar United 37,1 milljón punda. Félagið hefur aldrei greitt hærri upphæð fyrir leikmann. „Ég veit að verðmiðinn er hár en ég hef sjálfstraustið. Ég mun gera mitt besta og tel að allt fari vel enda góðir leikmenn, þjálfari og stórkostlegir stuðningsmenn.“ Juan Mata skrifaði stuðningsmönnum Chelsea bréf og þakkaði þeim fyrir árin á Stamford Bridge. Bréfið má lesa hér. „Ég er þakklátur Chelsea, eigandanum og starfsmönnum en sérstaklega stuðningsmönnum sem hafa kosið mig þann besta síðastliðin tvö ár. Síðustu sex mánuðir hafa verið erfiðir því ég hef ekki spilað jafnmikið og ég vil,“ sagði Mata. Spánverjinn sagðist þó skilja að fótbolti væri liðsíþrótt og því hefði hann borið virðingu fyrir ákvörðun stjóra Chelsea, Jose Mourinho. Mata og David de Gea, markverði United, er vel til vina. „Hann hefur sent mér sms síðustu fimm til sex daga og spurt hvenær ég komi og hvort ég kæmi með þyrlu eða á reiðhjóli. Hann var mikilvægur þáttur í að ég ákvað að koma hingað.“ Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Spánverjinn Juan Mata skrifaði í kvöld undir samning við Englandsmeistara Manchester United. Hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. „Þetta er stór dagur fyrir mig. Þetta er afar merkilegt félag og ég er stoltur að vera kominn hingað,“ sagði Mata í sínu fyrsta viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United. Mata er 25 ára og hefur leikið 32 landsleiki fyrir Spánverja. Hann getur spilað með United gegn Cardiff í deildinni í vikunni en hann getur þó ekki leikið með liðinu í Meistaradeildinni þar sem hann hefur þegar spilað með Chelsea í þeirri keppni. Mata sagðist hafa verið upp með sér að heyra af áhuga félagsins á sér. „Ég hugsaði bara vá! Þetta er lið sem hefur unnið marga bikara á Englandi og það er stórkostlegt að heyra að félag eins og Manchester United hafi áhuga á þér,“ sagði Mata sem kostar United 37,1 milljón punda. Félagið hefur aldrei greitt hærri upphæð fyrir leikmann. „Ég veit að verðmiðinn er hár en ég hef sjálfstraustið. Ég mun gera mitt besta og tel að allt fari vel enda góðir leikmenn, þjálfari og stórkostlegir stuðningsmenn.“ Juan Mata skrifaði stuðningsmönnum Chelsea bréf og þakkaði þeim fyrir árin á Stamford Bridge. Bréfið má lesa hér. „Ég er þakklátur Chelsea, eigandanum og starfsmönnum en sérstaklega stuðningsmönnum sem hafa kosið mig þann besta síðastliðin tvö ár. Síðustu sex mánuðir hafa verið erfiðir því ég hef ekki spilað jafnmikið og ég vil,“ sagði Mata. Spánverjinn sagðist þó skilja að fótbolti væri liðsíþrótt og því hefði hann borið virðingu fyrir ákvörðun stjóra Chelsea, Jose Mourinho. Mata og David de Gea, markverði United, er vel til vina. „Hann hefur sent mér sms síðustu fimm til sex daga og spurt hvenær ég komi og hvort ég kæmi með þyrlu eða á reiðhjóli. Hann var mikilvægur þáttur í að ég ákvað að koma hingað.“
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira