Það kvað vera fallegt í Sotsjí Illugi Jökulsson skrifar 25. janúar 2014 11:00 Rússum tókst að bæla niður mótspyrnu íbúa þegar höfðingjar eins og hinn virti og dáði Kazbech Tugozhoko féllu í valinn, hann dó 1840. Eftir tvær vikur hefjast Vetrarólympíuleikarnir í borginni Sotsjí við Svartahafið, sú borg tilheyrir Rússlandi. Fimm íslenskir keppendur verða viðstaddir leikana og tveir íslenskir ráðherrar. Ferðalag ráðherranna hefur vakið athygli, ekki aðeins vegna þess kostnaðar sem af hlýst, heldur einnig og ekki síður vegna þess hvernig sífellt er þrengt að mannréttindum í Rússlandi og þarf ekki annað en að minna á ömurleg lög sem þar hafa nú nýlega verið sett til höfuðs samkynhneigðum. Og ekki nóg með það, heldur er ljóst að Pútin Rússlandsforseti ætlar beinlínis að nota leikana til að varpa ljóma á eigin ríkisstjórn. Og þá er spurningin hvort nærvera útlenskra ráðherra við hátíðahöldin muni ekki í augum Pútins og manna hans fela í sér þegjandi og þó kannski öllu heldur himinhrópandi samþykki þeirra við öllum herlegheitunum, stjórninni í Rússlandi, mannréttindabrotunum, hinni vaxandi kúgun. Þarna er á ferð hinn eilífi vandi sem við stöndum frammi fyrir í umgengni við einræðisherra, á að virða þá viðlits eður ei? Stundum verður að gera fleira en gott þykir, en það er nú einmitt mergurinn málsins. För ráðherranna til Sotsjí virðist algjör óþarfi, lítið annað en skemmtiferð, hvað sem þau færa sér til afbötunar, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Skemmtiferð um hinn rómaða sumarleyfisstað við Svartahafið þótt nú sé vissulega vetur, já, skemmtiferð um þann stað þar sem einræðisherrann Stalín var tíður gestur og hans viðurstyggilegi glæpahundur og nauðgari Lavrentí Bería sleiktu sólina saman. Því Sotsjí var uppáhald þeirra tveggja, enda báðir upprunnir úr nágrenninu, Stalín Georgíumaður en Bería var Mingreli frá Abkasíu.Miðpunktur ægilegra atburða En það er fleira sem orkar tvímælis við að íslenskir ráðherrar heiðri borgina Sotsjí sérstaklega með nærveru sinni. Þessi borg er nefnilega miðpunktur ægilegra atburða sem gerðust á 19. öld og sumir fræðimenn hafa kallað fyrsta þjóðarmorð sögunnar, eða altént þjóðernishreinsanir. Ef hinir íslensku ráðherrar, sem ætla til Sotsjí, leggðu nú stundarkorn eyra við jörð, þá er ekki útilokað að heyra megi þjáningarstunur Kirkassa djúpt úr iðrum jarðar, þess fólks sem var rekið á brott, eða jafnvel er enn þá blóðlykt af moldinni, blóð þess fólks sem var myrt svo þeir kæmust að. Hinir hrokafullu Stór-Rússar sem síðan hafa baðað sig í sólinni og volgu Svartahafinu í Sotsjí og eru nú að halda þarna hátíð til dýrðar keisara sínum Pútin. Sotsjí var fram yfir miðja 19. öld ekki annað en syfjulegur lítill bær sem taldist þó einn helsti miðpunktur Kirkassíu en svo er nefnt svæðið norðvestur af Kákasusfjöllum. Í þeim fjöllum og dölunum og sléttunum norður af höfðu frá fornu fari búið margar þjóðir, sem voru ekkert endilega neitt skyldar. Þar á meðal voru Kirkassar, en þeir skiptust raunar í nokkrar undirþjóðir, en látum þær flækjur liggja milli hluta, köllum þá bara alla Kirkassa. Þeir voru múslímar og höfðu verið í einhver 2-300 ár, eða síðan Ottóman-Tyrkir komu sunnan yfir fjöllin og lögðu svæðið undir sig. Í byrjun 19. aldar var stórveldi Ottómana hins vegar farið að linast heldur betur, en nýtt stórveldi kom norðan að og vildi nýlendur í Kákasus og víðar. Þetta voru Rússar.Lutu yfirráðum Rússakeisara Sagan um yfirgang og stríð Rússa í Kákasuslöndum er bæði löng og flókin, enda stóðu þau stríð áratugum saman en enduðu loks með því að hinir stoltu fjallamenn urðu að lúta yfirráðum Rússakeisara – en með neinni gleði þó, og þau hryðjuverk sem ýmsir óttast að muni fylgja Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí eiga rót sína í því að ýmsar múslímskar þjóðir í Kákasusfjöllum eru ekki enn búnar að sætta sig við yfirráð Rússa. En hvað Kirkassíu snertir, þá tókst Rússum loks að bæla niður mótspyrnu íbúa þar þegar höfðingjar eins og hinn virti og dáði Kazbech Tugozhoko féllu í valinn, hann dó 1840. Rétt tveim áratugum seinna náðu svo Rússar hættulegasta fjanda sínum í Kákasus, Shamil ímam, sem leitt hafði baráttu þjóðanna norðanaustantil í fjöllunum, þar sem heita Téténía og Dagestan. Þá varð kyrrara í fjöllunum en verið hafði um langt skeið, Rússar töldu nú ástæðu til að fara að nýta sér nýlendur sínar og um leið losa sig við öfl sem þeir óttuðust að yrðu til vandræða í framtíðinni. Og þá staðnæmdust herforingjar þeirra fljótt við Kirkassíu.Kirkassar gáfust aldrei upp Kirkassar voru, eins og reyndar flestir fjallamenn í Kákasus, rómaðir hermenn, gáfust seint eða aldrei upp og höfðu gætt frelsisins af sannkölluðum eldmóði (Það má svo fylgja sögunni að kirkassískar konur voru almennt viðurkenndar bæði í Evrópu og Miðausturlöndum sem hinar allra fegurstu í heimi, dökkleitar, blóðheitar dísir, þungbrýndar gjarnan). Nú þegar tekist hafði að svipta Kirkassa frelsinu, ákvað Dímítri Miljutín, einn æðsti herforingi Rússa, að ganga lengra og svipta Kirkassa bæði landi sínu og lífsviðurværi og helst bara lífinu sjálfu í leiðinni. Hann setti á blað áætlun þar sem hann hvatti til þess að Kirkassar yrðu einfaldlega reknir burt af sínum frjósömu heimalöndum og rússneskir settir þar niður í staðinn, en bætti við orðrétt að „útrýming Kirkassa væri markmið í sjálfu sér – að hreinsa landið af óvinveittum aðilum“. Ég veit hvaða orð eru nú farin að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið í huga lesenda, þýsk orð bæði og skelfileg í ljósi sögunnar: Lebensraum og Endlösung. Fyrra orðið þýðir „lífsrými“ og það notuðu þýskir nasistar um þá stefnu að leggja undir sig löndin í austri, þar á meðal Rússland, og byggja þau þýskum bændum en reka burt íbúana sem fyrir voru eða hneppa þá í þrældóm – seinna orðið þýðir „lokalausn“ og merkir hvað átti að gera við Gyðinga, drepa þá bara alla saman. Það var eins konar sambland af þessu tvennu sem Miljutín ætlaðist fyrir og keisarinn Alexander II samþykkti áætlun hans. Alexander þessi er í rússneskri sögu talinn með bestu mönnum, já, hann er kallaður „Alexander frelsari“ af því hann nam úr gildi gömul lög sem gert höfðu rússneska bændastétt ánauðuga þræla landeigendanna. En þessi „frelsari“ virti Kirkassa einskis, og nú var hafist handa um að framkvæma áætlun Miljutíns.Fólki hlaðið í „fljótandi líkkistur“ Rússar höfðu alltaf gengið fram í Kákasus af skefjalausri grimmd. Rithöfundurinn Leo Tolstoj, sá gegnumspillti hræsnari sem þóttist seinna heilagur maður, hann var um tíma í her keisara síns í fjöllunum og lýsti því sem fyrir augu bar, eða réttara sagt hikaði við það. Hann skrifaði: „Það var siður [rússnesku hermannanna] að ráðast inn í fjallaþorpin að næturlagi til að koma íbúunum á óvart og svo konur og börn hefðu engan tíma til að flýja, og sá hryllingur sem nú átti sér stað undir hulu næturinnar þegar rússnesku hermennirnir ruddust tveir eða þrír saman inn í húsin, hann var slíkur að enginn opinber talsmaður myndi þora að greina frá því.“ Rússar fóru ekkert í felur með hvað þeir ætluðust fyrir. Þeir höfðu meira að segja samband við Ottómana og spurðu hvort þeir vildu ekki taka við Kirkössum þeim sem nú ætti að vísa af hinni nýju rússnesku jörð, og jú, Ottómanar lýstu sig reiðubúna til og nú hófust Rússar handa um að flytja alla kirkassísku þjóðina nauðungarflutningum yfir Svartahafið til tyrknesku borganna Istanbúl, Samsun og Trabzon. Það var gengið fram af gríðarlegum ruddaskap, og fólkinu var hlaðið í þúsundatali um borð í manndrápsfleytur sem héldust varla ofansjávar stundinni lengur. Kæmust þær á leiðarenda, þá var segin saga að drepsóttir brytust út um borð, eða það væri ekkert að drekka, svo fólk dó unnvörpum úr þorsta eða hungri. „Fljótandi líkkistur“ voru þessi skip kölluð.Hjuggu á hendur í Sotsjí Og þegar hægt gekk að losna við fólkið svona, þá var það einfaldlega brytjað niður. Rússnesku dátarnir gengu um með sverð sína og hjuggu á báðar hendur, líka í Sotsjí – gamalt fólk, hinar rómuðu fegurðardísir, börn, bara alla sem fyrir urðu. Það er erfitt að segja hversu margir létu lífið – einn heimildarmaður sem rannsakað hefur málið telur 600.000 hafa týnt lífi, það munu hafa verið þrír fjórðu kirkassísku þjóðarinnar. Og afgangurinn flæktist landlaus um Tyrkjaveldi. En á Svartahafsströnd Kirkassíu var brátt allt með friði og spekt, enda allir dauðir eða burtreknir sem þar höfðu búið. Hinn syfjulegi og friðsæli bær Sotsjí auður og yfirgefinn, þó kannski blóðkleprar djúpt ofan í grasinu. En rússneskir embættismenn sem áttu þarna leið um að skipuleggja landið sem þeir höfðu stolið, þeim leist vel á, hér væri hægt að byggja huggulegan sumarleyfisstað. Og sextíu árum seinna menguðu Stalín og Bería loftið með andardrætti sínum. Og 150 árum seinna…Vetrarólympíuleikar, Pútin… Menning Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Eftir tvær vikur hefjast Vetrarólympíuleikarnir í borginni Sotsjí við Svartahafið, sú borg tilheyrir Rússlandi. Fimm íslenskir keppendur verða viðstaddir leikana og tveir íslenskir ráðherrar. Ferðalag ráðherranna hefur vakið athygli, ekki aðeins vegna þess kostnaðar sem af hlýst, heldur einnig og ekki síður vegna þess hvernig sífellt er þrengt að mannréttindum í Rússlandi og þarf ekki annað en að minna á ömurleg lög sem þar hafa nú nýlega verið sett til höfuðs samkynhneigðum. Og ekki nóg með það, heldur er ljóst að Pútin Rússlandsforseti ætlar beinlínis að nota leikana til að varpa ljóma á eigin ríkisstjórn. Og þá er spurningin hvort nærvera útlenskra ráðherra við hátíðahöldin muni ekki í augum Pútins og manna hans fela í sér þegjandi og þó kannski öllu heldur himinhrópandi samþykki þeirra við öllum herlegheitunum, stjórninni í Rússlandi, mannréttindabrotunum, hinni vaxandi kúgun. Þarna er á ferð hinn eilífi vandi sem við stöndum frammi fyrir í umgengni við einræðisherra, á að virða þá viðlits eður ei? Stundum verður að gera fleira en gott þykir, en það er nú einmitt mergurinn málsins. För ráðherranna til Sotsjí virðist algjör óþarfi, lítið annað en skemmtiferð, hvað sem þau færa sér til afbötunar, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Skemmtiferð um hinn rómaða sumarleyfisstað við Svartahafið þótt nú sé vissulega vetur, já, skemmtiferð um þann stað þar sem einræðisherrann Stalín var tíður gestur og hans viðurstyggilegi glæpahundur og nauðgari Lavrentí Bería sleiktu sólina saman. Því Sotsjí var uppáhald þeirra tveggja, enda báðir upprunnir úr nágrenninu, Stalín Georgíumaður en Bería var Mingreli frá Abkasíu.Miðpunktur ægilegra atburða En það er fleira sem orkar tvímælis við að íslenskir ráðherrar heiðri borgina Sotsjí sérstaklega með nærveru sinni. Þessi borg er nefnilega miðpunktur ægilegra atburða sem gerðust á 19. öld og sumir fræðimenn hafa kallað fyrsta þjóðarmorð sögunnar, eða altént þjóðernishreinsanir. Ef hinir íslensku ráðherrar, sem ætla til Sotsjí, leggðu nú stundarkorn eyra við jörð, þá er ekki útilokað að heyra megi þjáningarstunur Kirkassa djúpt úr iðrum jarðar, þess fólks sem var rekið á brott, eða jafnvel er enn þá blóðlykt af moldinni, blóð þess fólks sem var myrt svo þeir kæmust að. Hinir hrokafullu Stór-Rússar sem síðan hafa baðað sig í sólinni og volgu Svartahafinu í Sotsjí og eru nú að halda þarna hátíð til dýrðar keisara sínum Pútin. Sotsjí var fram yfir miðja 19. öld ekki annað en syfjulegur lítill bær sem taldist þó einn helsti miðpunktur Kirkassíu en svo er nefnt svæðið norðvestur af Kákasusfjöllum. Í þeim fjöllum og dölunum og sléttunum norður af höfðu frá fornu fari búið margar þjóðir, sem voru ekkert endilega neitt skyldar. Þar á meðal voru Kirkassar, en þeir skiptust raunar í nokkrar undirþjóðir, en látum þær flækjur liggja milli hluta, köllum þá bara alla Kirkassa. Þeir voru múslímar og höfðu verið í einhver 2-300 ár, eða síðan Ottóman-Tyrkir komu sunnan yfir fjöllin og lögðu svæðið undir sig. Í byrjun 19. aldar var stórveldi Ottómana hins vegar farið að linast heldur betur, en nýtt stórveldi kom norðan að og vildi nýlendur í Kákasus og víðar. Þetta voru Rússar.Lutu yfirráðum Rússakeisara Sagan um yfirgang og stríð Rússa í Kákasuslöndum er bæði löng og flókin, enda stóðu þau stríð áratugum saman en enduðu loks með því að hinir stoltu fjallamenn urðu að lúta yfirráðum Rússakeisara – en með neinni gleði þó, og þau hryðjuverk sem ýmsir óttast að muni fylgja Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí eiga rót sína í því að ýmsar múslímskar þjóðir í Kákasusfjöllum eru ekki enn búnar að sætta sig við yfirráð Rússa. En hvað Kirkassíu snertir, þá tókst Rússum loks að bæla niður mótspyrnu íbúa þar þegar höfðingjar eins og hinn virti og dáði Kazbech Tugozhoko féllu í valinn, hann dó 1840. Rétt tveim áratugum seinna náðu svo Rússar hættulegasta fjanda sínum í Kákasus, Shamil ímam, sem leitt hafði baráttu þjóðanna norðanaustantil í fjöllunum, þar sem heita Téténía og Dagestan. Þá varð kyrrara í fjöllunum en verið hafði um langt skeið, Rússar töldu nú ástæðu til að fara að nýta sér nýlendur sínar og um leið losa sig við öfl sem þeir óttuðust að yrðu til vandræða í framtíðinni. Og þá staðnæmdust herforingjar þeirra fljótt við Kirkassíu.Kirkassar gáfust aldrei upp Kirkassar voru, eins og reyndar flestir fjallamenn í Kákasus, rómaðir hermenn, gáfust seint eða aldrei upp og höfðu gætt frelsisins af sannkölluðum eldmóði (Það má svo fylgja sögunni að kirkassískar konur voru almennt viðurkenndar bæði í Evrópu og Miðausturlöndum sem hinar allra fegurstu í heimi, dökkleitar, blóðheitar dísir, þungbrýndar gjarnan). Nú þegar tekist hafði að svipta Kirkassa frelsinu, ákvað Dímítri Miljutín, einn æðsti herforingi Rússa, að ganga lengra og svipta Kirkassa bæði landi sínu og lífsviðurværi og helst bara lífinu sjálfu í leiðinni. Hann setti á blað áætlun þar sem hann hvatti til þess að Kirkassar yrðu einfaldlega reknir burt af sínum frjósömu heimalöndum og rússneskir settir þar niður í staðinn, en bætti við orðrétt að „útrýming Kirkassa væri markmið í sjálfu sér – að hreinsa landið af óvinveittum aðilum“. Ég veit hvaða orð eru nú farin að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið í huga lesenda, þýsk orð bæði og skelfileg í ljósi sögunnar: Lebensraum og Endlösung. Fyrra orðið þýðir „lífsrými“ og það notuðu þýskir nasistar um þá stefnu að leggja undir sig löndin í austri, þar á meðal Rússland, og byggja þau þýskum bændum en reka burt íbúana sem fyrir voru eða hneppa þá í þrældóm – seinna orðið þýðir „lokalausn“ og merkir hvað átti að gera við Gyðinga, drepa þá bara alla saman. Það var eins konar sambland af þessu tvennu sem Miljutín ætlaðist fyrir og keisarinn Alexander II samþykkti áætlun hans. Alexander þessi er í rússneskri sögu talinn með bestu mönnum, já, hann er kallaður „Alexander frelsari“ af því hann nam úr gildi gömul lög sem gert höfðu rússneska bændastétt ánauðuga þræla landeigendanna. En þessi „frelsari“ virti Kirkassa einskis, og nú var hafist handa um að framkvæma áætlun Miljutíns.Fólki hlaðið í „fljótandi líkkistur“ Rússar höfðu alltaf gengið fram í Kákasus af skefjalausri grimmd. Rithöfundurinn Leo Tolstoj, sá gegnumspillti hræsnari sem þóttist seinna heilagur maður, hann var um tíma í her keisara síns í fjöllunum og lýsti því sem fyrir augu bar, eða réttara sagt hikaði við það. Hann skrifaði: „Það var siður [rússnesku hermannanna] að ráðast inn í fjallaþorpin að næturlagi til að koma íbúunum á óvart og svo konur og börn hefðu engan tíma til að flýja, og sá hryllingur sem nú átti sér stað undir hulu næturinnar þegar rússnesku hermennirnir ruddust tveir eða þrír saman inn í húsin, hann var slíkur að enginn opinber talsmaður myndi þora að greina frá því.“ Rússar fóru ekkert í felur með hvað þeir ætluðust fyrir. Þeir höfðu meira að segja samband við Ottómana og spurðu hvort þeir vildu ekki taka við Kirkössum þeim sem nú ætti að vísa af hinni nýju rússnesku jörð, og jú, Ottómanar lýstu sig reiðubúna til og nú hófust Rússar handa um að flytja alla kirkassísku þjóðina nauðungarflutningum yfir Svartahafið til tyrknesku borganna Istanbúl, Samsun og Trabzon. Það var gengið fram af gríðarlegum ruddaskap, og fólkinu var hlaðið í þúsundatali um borð í manndrápsfleytur sem héldust varla ofansjávar stundinni lengur. Kæmust þær á leiðarenda, þá var segin saga að drepsóttir brytust út um borð, eða það væri ekkert að drekka, svo fólk dó unnvörpum úr þorsta eða hungri. „Fljótandi líkkistur“ voru þessi skip kölluð.Hjuggu á hendur í Sotsjí Og þegar hægt gekk að losna við fólkið svona, þá var það einfaldlega brytjað niður. Rússnesku dátarnir gengu um með sverð sína og hjuggu á báðar hendur, líka í Sotsjí – gamalt fólk, hinar rómuðu fegurðardísir, börn, bara alla sem fyrir urðu. Það er erfitt að segja hversu margir létu lífið – einn heimildarmaður sem rannsakað hefur málið telur 600.000 hafa týnt lífi, það munu hafa verið þrír fjórðu kirkassísku þjóðarinnar. Og afgangurinn flæktist landlaus um Tyrkjaveldi. En á Svartahafsströnd Kirkassíu var brátt allt með friði og spekt, enda allir dauðir eða burtreknir sem þar höfðu búið. Hinn syfjulegi og friðsæli bær Sotsjí auður og yfirgefinn, þó kannski blóðkleprar djúpt ofan í grasinu. En rússneskir embættismenn sem áttu þarna leið um að skipuleggja landið sem þeir höfðu stolið, þeim leist vel á, hér væri hægt að byggja huggulegan sumarleyfisstað. Og sextíu árum seinna menguðu Stalín og Bería loftið með andardrætti sínum. Og 150 árum seinna…Vetrarólympíuleikar, Pútin…
Menning Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira