Deilt um réttarfarssekt lögmanna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. maí 2014 12:32 Lögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar Hall. Vísir/Pjetur Málflutningur fór fram í Hæstarétti í morgun máli ákæruvaldsins gegn lögmönnunum Gesti Jónssyni og Ragnari Hall sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá Al-Thani málinu í apríl í fyrra af tilefnislausu. Þeir voru fengu eina milljón króna í réttarfarssekt frá Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að misbjóða virðingu dómsins en báðir áfrýjuðu þeir refsingum sínum til Hæstaréttar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta sagði: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“Mbl.is hefur eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að það sé með öllu óásættanlegt og andstætt lögum um meðferð sakamála ef verjendur gætu komist upp með það að gefa dómstólum langt nef og mæta ekki í fyrirfram ákveðið þinghald telji þeir það eiga að vera á öðrum tíma en ákveðið hafi verið af dómara. Það væri óásættanleg og afleit niðurstaða. Í samtali við Vísi í desember sagði Gestur Jónsson að honum þætti þessi orð óskiljanleg. „Ég held að það standist enga skoðun að það sé hægt að gera mönnum refsingu eins og þetta klárlega er án þess að viðkomandi einstaklingur sem fyrir refsingunni verður komi fyrir þann sem dæmir í málinu og geri honum grein fyrir sínum sjónarmiðum,“ sagði Gestur. Ragnar Hall sagðist á sínum tíma vera mjög óhress með réttarfarssektina. Í skriflegu svari til fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis gagnrýnir Ragnar niðurstöðuna. „Í röksemdum dómsins kemur fram að tími fyrir aðalmeðferð hafi verið ákveðinn löngu áður og að við höfum samþykkt það. Þetta síðastnefnda er rangt. Ég hafði strax samband við dómarann og lét vita að ég teldi að ótímabært væri að ákveða tíma fyrir aðalmeðferðina löngu áður en gagnaöflun væri lokið í málinu. Við vorum aldrei í verjendahlutverkum í þessu máli eftir að þeir dómarar tóku við meðferð þess sem kváðu upp þennan dóm. Sá dómari sem hafði málið til meðferðar þegar við eigum að hafa sýnt dóminum vanvirðingu taldi ekki ástæðu til beitingar réttarfarssektar og kvað þess vegna ekki upp úrskurð þar að lútandi. Okkur var aldrei gert viðvart um að til álita gæti komið að beita okkur réttarfarssekt. Við vorum heldur ekki boðaðir til að hlýða á uppsögu dómsins,“ sagði Ragnar. Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Málflutningur fór fram í Hæstarétti í morgun máli ákæruvaldsins gegn lögmönnunum Gesti Jónssyni og Ragnari Hall sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá Al-Thani málinu í apríl í fyrra af tilefnislausu. Þeir voru fengu eina milljón króna í réttarfarssekt frá Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að misbjóða virðingu dómsins en báðir áfrýjuðu þeir refsingum sínum til Hæstaréttar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta sagði: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“Mbl.is hefur eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að það sé með öllu óásættanlegt og andstætt lögum um meðferð sakamála ef verjendur gætu komist upp með það að gefa dómstólum langt nef og mæta ekki í fyrirfram ákveðið þinghald telji þeir það eiga að vera á öðrum tíma en ákveðið hafi verið af dómara. Það væri óásættanleg og afleit niðurstaða. Í samtali við Vísi í desember sagði Gestur Jónsson að honum þætti þessi orð óskiljanleg. „Ég held að það standist enga skoðun að það sé hægt að gera mönnum refsingu eins og þetta klárlega er án þess að viðkomandi einstaklingur sem fyrir refsingunni verður komi fyrir þann sem dæmir í málinu og geri honum grein fyrir sínum sjónarmiðum,“ sagði Gestur. Ragnar Hall sagðist á sínum tíma vera mjög óhress með réttarfarssektina. Í skriflegu svari til fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis gagnrýnir Ragnar niðurstöðuna. „Í röksemdum dómsins kemur fram að tími fyrir aðalmeðferð hafi verið ákveðinn löngu áður og að við höfum samþykkt það. Þetta síðastnefnda er rangt. Ég hafði strax samband við dómarann og lét vita að ég teldi að ótímabært væri að ákveða tíma fyrir aðalmeðferðina löngu áður en gagnaöflun væri lokið í málinu. Við vorum aldrei í verjendahlutverkum í þessu máli eftir að þeir dómarar tóku við meðferð þess sem kváðu upp þennan dóm. Sá dómari sem hafði málið til meðferðar þegar við eigum að hafa sýnt dóminum vanvirðingu taldi ekki ástæðu til beitingar réttarfarssektar og kvað þess vegna ekki upp úrskurð þar að lútandi. Okkur var aldrei gert viðvart um að til álita gæti komið að beita okkur réttarfarssekt. Við vorum heldur ekki boðaðir til að hlýða á uppsögu dómsins,“ sagði Ragnar.
Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira