Tók við liðinu í fallsæti og skila því af mér í fallsæti Daníel Rúnarsson á Kópavogsvelli skrifar 2. júní 2014 23:14 Ólafur kvaddi í kvöld. Hann er hér á hliðarlínunni í sínum síðasta leik með Blika. vísir/stefán Kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar með Breiðabliksliðið fór ekki eins vel og hann hefði vafalaust óskað. En var tilfinningaþrungin stund inni í klefa að leik loknum? „Ekki beint þrungin. Margir hlutir í lífinu eru meira tilfinningaþrungnir en þetta, en þetta kemur þó við viðkvæmar sálir, eins og ég er. Nú er maður svona að átta sig á því að þessu tímabili er lokið. " En hvað fannst Ólafi um leikinn í kvöld? „Ég er hundfúll með að hafa ekki náð að skila sigri og fleiri stigum. Mér fannst menn vera að reyna. Fyrri hálfleikur einkenndist af því að við erum lið sem er búið að vera í vandræðum í upphafi móts, ákveðin vandræði á okkur. En ég er ánægður með að við komum til baka eftir að hafa lent undir. Það er það sem ég hef viljað sjá og vil sjá í framtíðinni hjá Breiðabliksliðinu, að gefast aldrei upp. Ég er sannfærður um að ef menn hafa það hugarfar þá munu fleiri stig koma í hús." Fjögur stig eftir sex leiki er rýr uppskera hjá Breiðablik. Hvað hefur helst vantað í leik liðsins? „Það hefur helst vantað upp á bæði að skapa færi og svo nýta þau færi sem hafa gefist. En oft hefur bara vantað herslumuninn uppá til að hala inn fleiri stig." „Ég tók við liðinu í fallsæti á sínum tíma og skila því af mér í fallsæti, þannig að hringnum er lokað. En auðvitað er það hundfúlt að vera ekki með fleiri stig. Það er enginn svekktari með það en ég og ég ber fulla ábyrgð á því - eins og velgengninni þegar hún kom." Ólafur samdi við FC Nordsjælland fyrir tímabilið en stýrði liðinu samt sem áður í fyrstu sex leikjunum í deildinni. Hafði það áhrif að hans mati og vildi hann hætta fyrr? „Ég hafði ekkert val um það. Ég er með samning og ég uppfylli bara mínar skyldur með glöðu gleði. En ef þú spyrð mig þá tengist gengi liðsins ekkert því að ég sé að fara út. Ef þú spyrð mig þá tengist þetta [gengi liðsins] ekkert því að ég sé að fara út. Ef liðið hefði verið með fjögur stig og ég ekki með liðið þessa sex leiki og Gummi hefði staðið hérna þá hefði spurningin sennilega verið hvort það hefði ekki verið rangt að hann hafi tekið við liðinu strax." Guðmundur Benediktsson tekur nú við Breiðabliksliðinu. Hvaða möguleika telur Ólafur liðið eiga það sem eftir lifir tímabils? „Liðið á hellings möguleika. Leiðin getur bara legið uppá við. Fallsæti í byrjun júní þarf ekki að þýða fallsæti í lok móts. Það býr mikið í liðinu og það verður spennandi að sjá Guðmund glíma við verkefnið sem er framundan." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar með Breiðabliksliðið fór ekki eins vel og hann hefði vafalaust óskað. En var tilfinningaþrungin stund inni í klefa að leik loknum? „Ekki beint þrungin. Margir hlutir í lífinu eru meira tilfinningaþrungnir en þetta, en þetta kemur þó við viðkvæmar sálir, eins og ég er. Nú er maður svona að átta sig á því að þessu tímabili er lokið. " En hvað fannst Ólafi um leikinn í kvöld? „Ég er hundfúll með að hafa ekki náð að skila sigri og fleiri stigum. Mér fannst menn vera að reyna. Fyrri hálfleikur einkenndist af því að við erum lið sem er búið að vera í vandræðum í upphafi móts, ákveðin vandræði á okkur. En ég er ánægður með að við komum til baka eftir að hafa lent undir. Það er það sem ég hef viljað sjá og vil sjá í framtíðinni hjá Breiðabliksliðinu, að gefast aldrei upp. Ég er sannfærður um að ef menn hafa það hugarfar þá munu fleiri stig koma í hús." Fjögur stig eftir sex leiki er rýr uppskera hjá Breiðablik. Hvað hefur helst vantað í leik liðsins? „Það hefur helst vantað upp á bæði að skapa færi og svo nýta þau færi sem hafa gefist. En oft hefur bara vantað herslumuninn uppá til að hala inn fleiri stig." „Ég tók við liðinu í fallsæti á sínum tíma og skila því af mér í fallsæti, þannig að hringnum er lokað. En auðvitað er það hundfúlt að vera ekki með fleiri stig. Það er enginn svekktari með það en ég og ég ber fulla ábyrgð á því - eins og velgengninni þegar hún kom." Ólafur samdi við FC Nordsjælland fyrir tímabilið en stýrði liðinu samt sem áður í fyrstu sex leikjunum í deildinni. Hafði það áhrif að hans mati og vildi hann hætta fyrr? „Ég hafði ekkert val um það. Ég er með samning og ég uppfylli bara mínar skyldur með glöðu gleði. En ef þú spyrð mig þá tengist gengi liðsins ekkert því að ég sé að fara út. Ef þú spyrð mig þá tengist þetta [gengi liðsins] ekkert því að ég sé að fara út. Ef liðið hefði verið með fjögur stig og ég ekki með liðið þessa sex leiki og Gummi hefði staðið hérna þá hefði spurningin sennilega verið hvort það hefði ekki verið rangt að hann hafi tekið við liðinu strax." Guðmundur Benediktsson tekur nú við Breiðabliksliðinu. Hvaða möguleika telur Ólafur liðið eiga það sem eftir lifir tímabils? „Liðið á hellings möguleika. Leiðin getur bara legið uppá við. Fallsæti í byrjun júní þarf ekki að þýða fallsæti í lok móts. Það býr mikið í liðinu og það verður spennandi að sjá Guðmund glíma við verkefnið sem er framundan."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira