Tíu ár frá því að synjunarvaldi forsetans var fyrst beitt Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júní 2014 19:30 Í dag eru tíu ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði lögum um fjölmiðla staðfestingar. Málið setti stjórnmálaumræðuna á Íslandi á annan endann og sitt sýndist hverjum um að forsetinn skyldi í fyrsta sinn beita synjunarvaldi embættisins. Í grófum dráttum fól fjölmiðlafrumvarpið í sér að takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, 24.mars, 2004 en skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að allt að 77 prósent landsmanna voru því andsnúin. Þegar kom að því að staðfesta lögin sagði forsetinn þetta á Bessastöðum, 2.júní, 2004:„Ég hef því ákveðið í samræmi við 26.grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki um lagabreytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum.“Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra efaðist um að forseti lýðveldisins gæti talist sameiningartákn lengur. „Ég hef ekki heyrt um sameiningartákn sem hendir sprengjum inn í stjórnmálin, það er þá eitthvað nýtt,“ sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag.Geir H. HaardeSteingrímur J. Sigfússon sat í stjórnarandstöðunni á þessum tíma. Hann taldi að virða ætti ákvörðun forsetans. „Ég tel að þetta sé eitthvað sem menn einfaldlega virði sem niðurstöðu forsetans. Ég hef alltaf talið að ákvæði stjórnarskrárinnar væri skýrt,“ sagði Steingrímur.Davíð OddssonDavíð Oddsson forsætisráðherra gaf ekki mikið fyrir útskýringar forsetans og taldi þær heldur fátækar. „En hann gerði ekki grein fyrir því, í raun, hvað réð afstöðu hans í þessari yfirlýsingu. Eingöngu var orðað eitthvað á þá leið að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Með fullri virðingu eru þetta bara hálfgerðir frasar,“ sagði Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar hefur í tvígang síðan synjað lögum staðfestingar í tengslum við Icesave deiluna. Óhætt er að fullyrða að hann hafi með því breytt ásýnd embættis forseta Íslands. Sitt sýnist hverjum um ágæti þess. 1977 var Ólafur Ragnar prófessor við stjórnmálafræðideild háskóla íslands. Í ritgerð sem hann skrifaði það ár sagði hann að málskotsréttur forseta íslands væri dauður bókstafur vegna notkunarleysis. Núverandi Bessastaðabóndi hefur hinsvegar afsannað kenningu allrækilega. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Í dag eru tíu ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði lögum um fjölmiðla staðfestingar. Málið setti stjórnmálaumræðuna á Íslandi á annan endann og sitt sýndist hverjum um að forsetinn skyldi í fyrsta sinn beita synjunarvaldi embættisins. Í grófum dráttum fól fjölmiðlafrumvarpið í sér að takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, 24.mars, 2004 en skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að allt að 77 prósent landsmanna voru því andsnúin. Þegar kom að því að staðfesta lögin sagði forsetinn þetta á Bessastöðum, 2.júní, 2004:„Ég hef því ákveðið í samræmi við 26.grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki um lagabreytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum.“Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra efaðist um að forseti lýðveldisins gæti talist sameiningartákn lengur. „Ég hef ekki heyrt um sameiningartákn sem hendir sprengjum inn í stjórnmálin, það er þá eitthvað nýtt,“ sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag.Geir H. HaardeSteingrímur J. Sigfússon sat í stjórnarandstöðunni á þessum tíma. Hann taldi að virða ætti ákvörðun forsetans. „Ég tel að þetta sé eitthvað sem menn einfaldlega virði sem niðurstöðu forsetans. Ég hef alltaf talið að ákvæði stjórnarskrárinnar væri skýrt,“ sagði Steingrímur.Davíð OddssonDavíð Oddsson forsætisráðherra gaf ekki mikið fyrir útskýringar forsetans og taldi þær heldur fátækar. „En hann gerði ekki grein fyrir því, í raun, hvað réð afstöðu hans í þessari yfirlýsingu. Eingöngu var orðað eitthvað á þá leið að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Með fullri virðingu eru þetta bara hálfgerðir frasar,“ sagði Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar hefur í tvígang síðan synjað lögum staðfestingar í tengslum við Icesave deiluna. Óhætt er að fullyrða að hann hafi með því breytt ásýnd embættis forseta Íslands. Sitt sýnist hverjum um ágæti þess. 1977 var Ólafur Ragnar prófessor við stjórnmálafræðideild háskóla íslands. Í ritgerð sem hann skrifaði það ár sagði hann að málskotsréttur forseta íslands væri dauður bókstafur vegna notkunarleysis. Núverandi Bessastaðabóndi hefur hinsvegar afsannað kenningu allrækilega.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira