Ísland vann báða leikina gegn Bretlandi og þarf ansi mikið að falla strákunum okkar í óhag eigi þeir ekki að komast í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn í sögunni.
Karfan.is birti eftir leikinn skemmtilegt myndband á Youtube-síðu sinni af ræðu þjálfaranna í leikslok. Þar fara þeir CraigPedersen, ArnarGuðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson yfir málin með strákunum okkar. Sjón er sögu ríkari.