Sara Björk skoraði í stórsigri Rosengård Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2014 18:32 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði meistara Rosengård. Vísir/Valli Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði meistara FC Rosengård (sem áður hét Ldb Malmö), skoraði eitt marka liðsins í 7-1 heimasigri gegn Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.Anja Mittag skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Rosengård á 19. mínútu og AlexandraRiley annað markið sjö mínútum síðar og staðan í hálfleik, 2-0. Sara Björk kom sér á blað með marki á 63. mínútu þegar hún kom Rosengård í 3-0 en Þóra B. Helgadóttir fékk á sig fyrsta markið á tímabilinu á 72. mínútu þegar gestirnir minnkuðu muninn, 3-1. En þá var komið að hinni mögnuðu RamonuBachman frá Sviss sem fór ansi illa með íslenska landsliðið í undankeppni EM hér á Laugardalsvellinum síðasta haust. Þessi frábæri framherji skoraði tvö mörk á tveimur mínútum (81. og 83.) og gékk endanlega frá leiknum fyrir meistarana. Markaveislunni var þó ekki lokið því Nathalie Person bætti við marki á 90. mínútu og í uppbótartíma skoraði Sarah Mellouk sjöunda markið. Lokatölur, 7-1. Rosengård er búið að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni með markatölunni 11-1 og virðist afar líklegt til að verja titilinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði meistara FC Rosengård (sem áður hét Ldb Malmö), skoraði eitt marka liðsins í 7-1 heimasigri gegn Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.Anja Mittag skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Rosengård á 19. mínútu og AlexandraRiley annað markið sjö mínútum síðar og staðan í hálfleik, 2-0. Sara Björk kom sér á blað með marki á 63. mínútu þegar hún kom Rosengård í 3-0 en Þóra B. Helgadóttir fékk á sig fyrsta markið á tímabilinu á 72. mínútu þegar gestirnir minnkuðu muninn, 3-1. En þá var komið að hinni mögnuðu RamonuBachman frá Sviss sem fór ansi illa með íslenska landsliðið í undankeppni EM hér á Laugardalsvellinum síðasta haust. Þessi frábæri framherji skoraði tvö mörk á tveimur mínútum (81. og 83.) og gékk endanlega frá leiknum fyrir meistarana. Markaveislunni var þó ekki lokið því Nathalie Person bætti við marki á 90. mínútu og í uppbótartíma skoraði Sarah Mellouk sjöunda markið. Lokatölur, 7-1. Rosengård er búið að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni með markatölunni 11-1 og virðist afar líklegt til að verja titilinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira