Guðni undir feldi Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2014 13:14 Fari Guðni fram og nái inn er ekki loku fyrir það skotið að hann komist í oddastöðu og gæti þannig orðið borgarstjóri í Reykjavík. Ljóst er að ákvörðun Óskars Bergssonar þess efnis að draga sig í hlé sem leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík svo skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur komið flatt uppá forystu Framsóknarflokksins. Enn hefur ekki verið kynntur nýr framboðslisti þrátt fyrir að Óskar hafi sagt sig frá baráttunni þann 3. apríl. Ekki hefur náðst í Þóri Ingþórsson, formann kjördæmasambands Framsóknarflokksins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu og því ekki vitað hvenær nýr leiðtogi verður kynntur til sögunnar.Mikill þrýstingur og atgangur Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar, svo sem Vigdís Hauksdóttir en hún sagði, í samtali við Vísi, að ekkert mál væri að rífa upp fylgi þó skammur tími væri til stefnu. Óskar mat það sem svo í yfirlýsingu sinni að hann ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda. Eftir því sem dagarnir hafa liðið hefur nafn Guðna Ágústssonar fyrrverandi ráðherra og formanns flokksins verið nefnt æ oftar. Vísi tókst að ná tali af Guðna nú fyrir stundu. „Ég ligg undir feldi. Það mun ekkert liggja fyrir um þetta í dag en þrýstingurinn er mikill og atgangurinn. Einhverjir hafa trú á því að karlinn geti eitthvað ennþá,“ sagði Guðni. Vefmiðillinn Eyjan, sem hefur sýnt það að undanförnu að vera með góð tengsl inn í Framsóknarflokkinn, spáir í spilin og telur góða möguleika á því að Guðni fari fram. Og, þó hann þekki ekki vel til innri mála Reykjavíkur þá ætti það ekki að koma að sök því svo var einnig um Jón Gnarr borgarstjóra. Eyjan segir þannig óbeint að Guðni gæti orðið nýr Jón Gnarr. Þá gerir Eyjan því skóna að Guðni muni njóta fulltingis kosningamaskínu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, en Guðni á hönk upp í bakið á honum sem einn hans helsti stuðningsmaður:Guðni nýr Jón Gnarr „Guðni er geysivinsæll, nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og kann sannarlega að gera lífið skemmtilegra. Hann er að sönnu ekki endilega á heimavelli þegar kemur að borgarpólitíkinni, en gilti það sama ekki um Jón Gnarr fyrir fjórum árum? Orðið á götunni er að framboð Framsóknarflokksins með Guðna Ágústsson sem oddvita myndi hleypa miklu lífi í annars frekar daufa kosningabaráttu í borginni. Guðni kann vel að koma fyrir sig orði og hann gæti hæglega stolið senunni í umræðuþáttum eða fjölmennum vinnustaðafundum, sem geta oft verið martröð hins óþekkta frambjóðanda. Að ekki sé talað um, ef fram sem horfir, að kosningamaskína Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, verði ræst út fyrir bóndasoninn frá Brúnastöðum.“ Svo mörg voru þau orð hins pólitíska greinanda Eyjunnar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ljóst er að ákvörðun Óskars Bergssonar þess efnis að draga sig í hlé sem leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík svo skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur komið flatt uppá forystu Framsóknarflokksins. Enn hefur ekki verið kynntur nýr framboðslisti þrátt fyrir að Óskar hafi sagt sig frá baráttunni þann 3. apríl. Ekki hefur náðst í Þóri Ingþórsson, formann kjördæmasambands Framsóknarflokksins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu og því ekki vitað hvenær nýr leiðtogi verður kynntur til sögunnar.Mikill þrýstingur og atgangur Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar, svo sem Vigdís Hauksdóttir en hún sagði, í samtali við Vísi, að ekkert mál væri að rífa upp fylgi þó skammur tími væri til stefnu. Óskar mat það sem svo í yfirlýsingu sinni að hann ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda. Eftir því sem dagarnir hafa liðið hefur nafn Guðna Ágústssonar fyrrverandi ráðherra og formanns flokksins verið nefnt æ oftar. Vísi tókst að ná tali af Guðna nú fyrir stundu. „Ég ligg undir feldi. Það mun ekkert liggja fyrir um þetta í dag en þrýstingurinn er mikill og atgangurinn. Einhverjir hafa trú á því að karlinn geti eitthvað ennþá,“ sagði Guðni. Vefmiðillinn Eyjan, sem hefur sýnt það að undanförnu að vera með góð tengsl inn í Framsóknarflokkinn, spáir í spilin og telur góða möguleika á því að Guðni fari fram. Og, þó hann þekki ekki vel til innri mála Reykjavíkur þá ætti það ekki að koma að sök því svo var einnig um Jón Gnarr borgarstjóra. Eyjan segir þannig óbeint að Guðni gæti orðið nýr Jón Gnarr. Þá gerir Eyjan því skóna að Guðni muni njóta fulltingis kosningamaskínu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, en Guðni á hönk upp í bakið á honum sem einn hans helsti stuðningsmaður:Guðni nýr Jón Gnarr „Guðni er geysivinsæll, nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og kann sannarlega að gera lífið skemmtilegra. Hann er að sönnu ekki endilega á heimavelli þegar kemur að borgarpólitíkinni, en gilti það sama ekki um Jón Gnarr fyrir fjórum árum? Orðið á götunni er að framboð Framsóknarflokksins með Guðna Ágústsson sem oddvita myndi hleypa miklu lífi í annars frekar daufa kosningabaráttu í borginni. Guðni kann vel að koma fyrir sig orði og hann gæti hæglega stolið senunni í umræðuþáttum eða fjölmennum vinnustaðafundum, sem geta oft verið martröð hins óþekkta frambjóðanda. Að ekki sé talað um, ef fram sem horfir, að kosningamaskína Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, verði ræst út fyrir bóndasoninn frá Brúnastöðum.“ Svo mörg voru þau orð hins pólitíska greinanda Eyjunnar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira