Erlent

Samkynhneigðum pörum bannað að ættleiða rússnesk börn

Samúel Karl Ólason skrifar
Dmitry Mededev, forsætisráðherra Rússlands.
Dmitry Mededev, forsætisráðherra Rússlands. Vísir/AFP Nordic
Nýsamþykkt lög í Rússlandi banna samkynhneigðum pörum og einstaklingum frá löndum þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru leyfileg að ættleiða rússnesk börn. Þrátt fyrir að áður hafi ekki verið beint bann, hafa tilraunir útlendinga til að ættleiða börn yfirleitt ekki gengið eftir ef talið væri að um samkynhneigt par væri að ræða.

Frá þessu er sagt á vef CNN.

Dmitry Mededev, forsætisráðherra Rússlands, skrifaði undir lögin á mánudaginn og þau voru birt á vefsíðu stjórnvalda í dag. Lögin tóku gildi í gær.

Varðandi bann á ættleiðingu einstaklinga hafa yfirvöld í Rússlandi áhyggjur af því að fólk sem kæmi til Rússlands til að ættleiða barn gæti gengið í hjónaband með aðila af sama kyni í heimalandi sínu. Lögin ná til aðila í meira en tólf löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×