Menning

Kreddur fagna góðu gengi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mynd/kreddur.is
Veftímaritið Kreddur er skapað af hópi þjóðfræðinema sem fannst vanta vettvang fyrir rannsóknir og hugleiðingar sínar, bæði fyrir aðra í sömu fræðum og til þess að kynna fræðin fyrir almenningi.

Margar fræðigreinar tengjast þjóðfræði, sem er þverfaglegt nám. Má þar nefna sagnfræði, kynjafræði, menningarfræði, íslensku og fleira. Þetta gerir það að verkum að efni vefsins er gríðarlega fjölbreytt.

Sem dæmi um efni greina eru kattakjöt í karrý, fótbolti í hinsegin ljósi, húmor, norræn goðafræði og skítugar nærbuxur með tilliti til fortíðarhyggju.

Vefurinn Kreddur.is fór í loftið 17. júní 2013 og til að fagna góðu gengi verður haldið útgáfuhóf á Lebowski bar á morgun, föstudaginn 14 febrúar á sjálfan Valentínusardaginn.

Á dagskránni verður meðal annars fjallað um þennan rómantíska dag, sem bölvað er sem Bandarískri menningu þrátt fyrir að vera breskur og eiga rætur í kristni.

Allar áhugamenn um þjóðfræði eru hvattir til að leggja leið sína á Lebowski bar til að kynna sér starfsemi Kredda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×