Vivienne hannar til dæmis jakka og blúndukjól en mikilfenglegasta dressið er brúðarkjóll sem Svínka mun klæðast þegar hún gengur að eiga Kermit frosk.
„Vivienne Westwood er stórkostleg eins og ég. Hún var spennt og ég var spennt þegar ég bað hana um að hanna brúðarkjól fyrir nýju myndina,“ segir Svínka í fréttatilkynningu.