Innlent

Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja ráðherra úr höfuðborginni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Stjórn Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík skorar á Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins að tilnefna einn af þingmönnum Reykjavíkurkjördæmanna tveggja til að gegna embætti innanríkisráðherra.

Stjórnin telur að mikilvægt sé að afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, leiði ekki til þess að vægi Reykjavíkurkjördæmanna í ríkisstjórn verði minna en ella.

„Í dag kemur einungis einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins frá Reykjavík, sjálfu höfuðvígi flokksins. Þá kemur enginn af ráðherrum flokksins frá Reykjavíkurkjördæmi Suður, sem ásamt Reykjavíkurkjördæmi Norður er næststærsta kjördæmi landsins. Það er því eðlilegt að næsti ráðherra Sjálfstæðisflokksins komi frá höfuðborginni,“segir í tilkynningu frá Verði.

Pétur Blöndal alþingismaður hefur lýst yfir áhuga á embætti innanríkisráðherra en í samtali við RÚV í dag sagðist hann „verða fyrir vonbrigðum ef hann verður ekki skipaður ráðherra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×