Skítur og skeini við Laufskálavörðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2014 22:09 VÍSIR/VILHELM/KRISTÍN „Ég var með hóp af túristum við Laufskálavörðu í dag þegar ég gekk fram á fullt af pappír. Ég ætlaði mér að tína hann upp – eins og maður gerir til að hafa snyrtilegt í kringum sig – en ég var fljót að láta það vera þegar ég sá að þetta var bara skítur og kúkur á víð og dreif um náttúruna,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. Alþekkt er að fólk gangi örna sinna í guðsgrænni náttúrunni en Kristín segir að í kjölfar hinnar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur átt sér stað á síðustu árum hafi óþrifnaður aukist svo um munar. Sumstaðar sé vandamálið allt að því orðið stjórnlaust. „Ég vann lengi sem landvörður í Öskju og þar vorum við samstarfsfélagar mínir allt sumarið að týna salernispappír. Svo hefur alltaf verið mikið af klósettpappír á hálendinu, en þar er auðvitað töluvert lengra á salernið. Maður spyr sig: Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ segir Kristín kímin. Hér má sjá hluta óþrifnaðarins við LaufskálavörðuMYND/Kristín ÓLÖFHún telur vandann vera margþættari en svo að hann megi leysa með kömrum einum saman. Til að mynda þurfi að koma erlendum ferðamönnum í skilning um að grotnun lífrænna efna í íslenskri náttúru er hægari en gengur og gerist erlendis og er því pappír og annar úrgangur lengur að hverfa en margir útlendingar ættu að venjast. Einnig mættu aðilar ferðaþjónustunnar vera duglegri við að brýna fyrir viðskiptavinum sínum hvar greiða þurfi fyrir aðgang að salerni og hvar ekki. Kristín tekur máli sínu til stuðnings dæmi af vegasjoppu í Skaftafelli sem hafi opið fram yfir miðnætti og taki á móti öllum þeim sem vilja nýta sér salernisaðstöðuna – gjaldlaust. Þrátt fyrir það hætta margir erlendir ferðamenn sér ekki inn í verslunina og pissa þess í stað á veggi og stéttina fyrir utan. „Svo mætti ríkistjórnin auðvitað beita sér fyrir varanlegum lausnum umræðunni um gjaldtöku á ferðamannastaði,“ bætir Kristín við. Ekki er langt síðan að Ólafur H. Jónsson sló svipað tón eftir að lögbann var sett á gjaldheimtu við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs: „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag.“ Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Ég var með hóp af túristum við Laufskálavörðu í dag þegar ég gekk fram á fullt af pappír. Ég ætlaði mér að tína hann upp – eins og maður gerir til að hafa snyrtilegt í kringum sig – en ég var fljót að láta það vera þegar ég sá að þetta var bara skítur og kúkur á víð og dreif um náttúruna,“ segir Kristín Ólöf Steinþórsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. Alþekkt er að fólk gangi örna sinna í guðsgrænni náttúrunni en Kristín segir að í kjölfar hinnar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur átt sér stað á síðustu árum hafi óþrifnaður aukist svo um munar. Sumstaðar sé vandamálið allt að því orðið stjórnlaust. „Ég vann lengi sem landvörður í Öskju og þar vorum við samstarfsfélagar mínir allt sumarið að týna salernispappír. Svo hefur alltaf verið mikið af klósettpappír á hálendinu, en þar er auðvitað töluvert lengra á salernið. Maður spyr sig: Þarf virkilega að setja upp klósett alls staðar?“ segir Kristín kímin. Hér má sjá hluta óþrifnaðarins við LaufskálavörðuMYND/Kristín ÓLÖFHún telur vandann vera margþættari en svo að hann megi leysa með kömrum einum saman. Til að mynda þurfi að koma erlendum ferðamönnum í skilning um að grotnun lífrænna efna í íslenskri náttúru er hægari en gengur og gerist erlendis og er því pappír og annar úrgangur lengur að hverfa en margir útlendingar ættu að venjast. Einnig mættu aðilar ferðaþjónustunnar vera duglegri við að brýna fyrir viðskiptavinum sínum hvar greiða þurfi fyrir aðgang að salerni og hvar ekki. Kristín tekur máli sínu til stuðnings dæmi af vegasjoppu í Skaftafelli sem hafi opið fram yfir miðnætti og taki á móti öllum þeim sem vilja nýta sér salernisaðstöðuna – gjaldlaust. Þrátt fyrir það hætta margir erlendir ferðamenn sér ekki inn í verslunina og pissa þess í stað á veggi og stéttina fyrir utan. „Svo mætti ríkistjórnin auðvitað beita sér fyrir varanlegum lausnum umræðunni um gjaldtöku á ferðamannastaði,“ bætir Kristín við. Ekki er langt síðan að Ólafur H. Jónsson sló svipað tón eftir að lögbann var sett á gjaldheimtu við Kröflu og við hverina austan Námaskarðs: „Allmannarétturinn er gjörsamlega horfinn þegar fyrirtæki skipuleggja og selja ferðir inn á annarra manna land og taka hagnað af ferðunum. Hinsvegar fær landeiegandinn ekkert í sinn snúð og tekur ekkert fyrir að eiga landið. Þar situr hann eftir með sárt ennið, situr eftir með ónýtt land og kúk og piss úti um alla móa. Þetta er staðreyndin í dag.“
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira