Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Fjölnir 1-0 | Taskovic hetjan Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Víkinni skrifar 21. júlí 2014 15:55 Michael Abnett spilaði sinn fyrsta leik fyrir Víking í kvöld. vísir/arnþór Igor Taskovic reyndist hetja Víkings í kvöld er hann tryggði sínum mönnum sigur á Fjölni, 1-0, með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Eftir þunga sókn náði Taskovic að koma sér í skotfæri við vítateigslínuna og hafnaði boltinn í netinu eftir fast skot. Það var aðeins annað skot Víkinga á markið í leiknum. Víkingar voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en bæði lið hafa spilað betur en í kvöld. Heimamönnum gekk bölvanlega að skapa sér færi og sendingar leikmanna í báðum liðum heilt yfir slæmar. Sóknarleikurinn var eftir því, hægur og gaf ekki mikið af sér. Víkingur er því komið með 22 stig og er aftur jafnt KR í 3.-4. sæti deildarinnar. Fjölnismenn eru enn með ellefu stig og stutt frá fallsvæði deildarinnar.Pape Mamadou Faye var kominn aftur í byrjunarlið Víkings eftir meiðsli og þá fór Michael Abnett beint í liðið eftir að hafa loksins fengið leikheimild. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Víkingar byrjuðu af ágætum krafti en vörn Fjölnismanna stóð af sér áhlaupið. Aron Elís Þrándarson átti í erfiðleikum með að finna taktinn þó svo að hann hafi reynt að skapa sér og félögum sínum eitthvað bitastætt. Gestirnir úr Grafarvoginum fengu líklega besta færi fyrri hálfleiks þegar Bergsveinn Ólafsson lét Ingvar Kale verja frá sér af stuttu færi eftir hornspyrnu. Helst bar til tíðinda í fyrri hálfleik að bæði lið misstu mann af velli vegna meiðsla - Ívar Örn Jónsson hjá Víkingum og Árna Kristinn Gunnarsson hjá Fjölni. Ívar hlaut höfuðmeiðsli og var fluttur upp á sjúkrahús eftir leik en Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, hafði ekki fengið fregnir af líðan hans eftir leikinn. Því miður var lítið betra á boðstólum í síðari hálfleik, þar til að markið kom. Víkingar voru áfram sterkari en Fjölnismenn vörðust vel. Einu færi heimamanna voru skotfæri utan teigs en nánast öll hæfðu ekki markið. Bestu færi gestanna í seinni hálfleik komu eftir skyndisókn og fast leikatriði. Bæði voru illa nýtt. Ekki var sigurinn fallegur að þessu sinni hjá Víkingum en þeir kvarta ekki undan stigunum þremur. Örlögin voru nokkuð grimm fyrir Fjölnismenn sem mistókst í enn eitt skiptið að halda hreinu.Vísir/Arnþór BirkissonÓlafur: Þurftum að vera þolinmóðirÓlafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, sagði að sigurinn hafi verið kærkominn í kvöld þó svo að fæðingin hafi verið erfið. „Ég talaði um það fyrir leik að þetta yrði erfitt og að við þyrftum að vera sérstaklega þolinmóðir eftir þessu færi sem myndi gefa okkur mark. Ég sagði að það gæti komið á síðustu mínútunum og það reyndist rétt,“ sagði Ólafur. Hann segir að það hafi reynt á taugarnar hversu illa það hafi gengið að keyra upp hraðann í leiknum. „Það var að pirra mig allan leikinn. Við létum þá draga okkur niður á það hæga tempó sem leikurinn var á. Þeir vildu halda þessu í föstum leikatriðum því þar eru þeir sterkir.“ „Við vildum fá hraða í leikinn og spila þá sundur og saman. Það tókst ekki en okkur tókst þó að ná í þessi stig sem voru í boði.“Aron Elís Þrándarson náði sér ekki á strik í dag en Ólafur kvartaði ekki sérstaklega undan meðferð Fjölnismanna á honum. „Hann var sparkaður niður nokkrum sinnum en hann þarf kannski að vera aðeins klókari að losa sig við boltann.“ Ólafur staðfesti að svo Todor Hristov kæmi ekki meira við sögu í sumar. „Við erum búnir að senda hann aftur til Búlgaríu. Hann stóð ekki undir væntingum og því losuðum við hann undan samningi. Hann er farinn heim og það eru allir sáttir við það,“ sagði þjálfarinn.Vísir/ArnþórAron Elís: Spiluðum ekki vel „Þetta var ekki fallegur sigur,“ sagði Aron Elís Þrándarson eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. „Það er því ekkert sætara en að hafa klárað þetta í lokin. En við vorum ekki að spila vel.“ „Maður verður stundum pirraður þegar illa gengur. Spilið gekk erfiðlega og því komu færin ekki. En sem betur fer kom eitt í lokin sem við náðum að nýta. Ég náði mér ekki á strik eins og nokkrir aðrir í kvöld.“ Hann segist þó fyrst og fremst ánægður með stöðu liðsins í deildinni. „Manni finnst sérstaklega dýrmætt að vinna leiki þar sem spilamennskan er léleg. Það er því frábært að geta litið á töfluna og séð þessi 22 stig.“Ágúst: Einbeitingarleysið dýrkeypt „Við börðumst hetjulega allan leikinn og þetta var því afar svekkjandi,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. „Við hefðum átt að nýta færið okkar í fyrri hálfleik í betur og það var hrikalega vont að tapa í lokin eftir afar rólegan síðari hálfleik.“ „Maður hefði hugsanlega verið sáttur við markalaust jafntefli. Okkur hefur gengið illa að halda hreinu og það hefði verið gott að gera það í kvöld,“ sagði Ágúst. Hann segir að spilamennska sinna manna hafi verið góð og telur að vandamál Fjölnismanna, sem hafa ekki unnið leik síðan í 2. umferð, sé fyrst og fremst í hugarfarinu. „Það er fyrst og fremst einbeitingarleysi sem er að reynast okkur dýrkeypt. Þannig kemur þetta mark í kvöld. Við erum í fínu formi og að spila ágætlega úti á velli. En einbeitingin þarf að fylgja með.“ Hann segir að Fjölnismenn ætli að styrkja sig í mánuðinum. „Það er ekki spurning. Það getur þó verið erfitt að finna góða menn en við þurfum einhvern sem er með einbeitinguna í lagi og rífur aðra í gang með sér.“ „Næsti leikur verður erfiður heimaleikur gegn Þór sem er í svipaðri stöðu í deildinni og við. Það verður sex stiga leikur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Igor Taskovic reyndist hetja Víkings í kvöld er hann tryggði sínum mönnum sigur á Fjölni, 1-0, með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Eftir þunga sókn náði Taskovic að koma sér í skotfæri við vítateigslínuna og hafnaði boltinn í netinu eftir fast skot. Það var aðeins annað skot Víkinga á markið í leiknum. Víkingar voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en bæði lið hafa spilað betur en í kvöld. Heimamönnum gekk bölvanlega að skapa sér færi og sendingar leikmanna í báðum liðum heilt yfir slæmar. Sóknarleikurinn var eftir því, hægur og gaf ekki mikið af sér. Víkingur er því komið með 22 stig og er aftur jafnt KR í 3.-4. sæti deildarinnar. Fjölnismenn eru enn með ellefu stig og stutt frá fallsvæði deildarinnar.Pape Mamadou Faye var kominn aftur í byrjunarlið Víkings eftir meiðsli og þá fór Michael Abnett beint í liðið eftir að hafa loksins fengið leikheimild. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Víkingar byrjuðu af ágætum krafti en vörn Fjölnismanna stóð af sér áhlaupið. Aron Elís Þrándarson átti í erfiðleikum með að finna taktinn þó svo að hann hafi reynt að skapa sér og félögum sínum eitthvað bitastætt. Gestirnir úr Grafarvoginum fengu líklega besta færi fyrri hálfleiks þegar Bergsveinn Ólafsson lét Ingvar Kale verja frá sér af stuttu færi eftir hornspyrnu. Helst bar til tíðinda í fyrri hálfleik að bæði lið misstu mann af velli vegna meiðsla - Ívar Örn Jónsson hjá Víkingum og Árna Kristinn Gunnarsson hjá Fjölni. Ívar hlaut höfuðmeiðsli og var fluttur upp á sjúkrahús eftir leik en Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, hafði ekki fengið fregnir af líðan hans eftir leikinn. Því miður var lítið betra á boðstólum í síðari hálfleik, þar til að markið kom. Víkingar voru áfram sterkari en Fjölnismenn vörðust vel. Einu færi heimamanna voru skotfæri utan teigs en nánast öll hæfðu ekki markið. Bestu færi gestanna í seinni hálfleik komu eftir skyndisókn og fast leikatriði. Bæði voru illa nýtt. Ekki var sigurinn fallegur að þessu sinni hjá Víkingum en þeir kvarta ekki undan stigunum þremur. Örlögin voru nokkuð grimm fyrir Fjölnismenn sem mistókst í enn eitt skiptið að halda hreinu.Vísir/Arnþór BirkissonÓlafur: Þurftum að vera þolinmóðirÓlafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, sagði að sigurinn hafi verið kærkominn í kvöld þó svo að fæðingin hafi verið erfið. „Ég talaði um það fyrir leik að þetta yrði erfitt og að við þyrftum að vera sérstaklega þolinmóðir eftir þessu færi sem myndi gefa okkur mark. Ég sagði að það gæti komið á síðustu mínútunum og það reyndist rétt,“ sagði Ólafur. Hann segir að það hafi reynt á taugarnar hversu illa það hafi gengið að keyra upp hraðann í leiknum. „Það var að pirra mig allan leikinn. Við létum þá draga okkur niður á það hæga tempó sem leikurinn var á. Þeir vildu halda þessu í föstum leikatriðum því þar eru þeir sterkir.“ „Við vildum fá hraða í leikinn og spila þá sundur og saman. Það tókst ekki en okkur tókst þó að ná í þessi stig sem voru í boði.“Aron Elís Þrándarson náði sér ekki á strik í dag en Ólafur kvartaði ekki sérstaklega undan meðferð Fjölnismanna á honum. „Hann var sparkaður niður nokkrum sinnum en hann þarf kannski að vera aðeins klókari að losa sig við boltann.“ Ólafur staðfesti að svo Todor Hristov kæmi ekki meira við sögu í sumar. „Við erum búnir að senda hann aftur til Búlgaríu. Hann stóð ekki undir væntingum og því losuðum við hann undan samningi. Hann er farinn heim og það eru allir sáttir við það,“ sagði þjálfarinn.Vísir/ArnþórAron Elís: Spiluðum ekki vel „Þetta var ekki fallegur sigur,“ sagði Aron Elís Þrándarson eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. „Það er því ekkert sætara en að hafa klárað þetta í lokin. En við vorum ekki að spila vel.“ „Maður verður stundum pirraður þegar illa gengur. Spilið gekk erfiðlega og því komu færin ekki. En sem betur fer kom eitt í lokin sem við náðum að nýta. Ég náði mér ekki á strik eins og nokkrir aðrir í kvöld.“ Hann segist þó fyrst og fremst ánægður með stöðu liðsins í deildinni. „Manni finnst sérstaklega dýrmætt að vinna leiki þar sem spilamennskan er léleg. Það er því frábært að geta litið á töfluna og séð þessi 22 stig.“Ágúst: Einbeitingarleysið dýrkeypt „Við börðumst hetjulega allan leikinn og þetta var því afar svekkjandi,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. „Við hefðum átt að nýta færið okkar í fyrri hálfleik í betur og það var hrikalega vont að tapa í lokin eftir afar rólegan síðari hálfleik.“ „Maður hefði hugsanlega verið sáttur við markalaust jafntefli. Okkur hefur gengið illa að halda hreinu og það hefði verið gott að gera það í kvöld,“ sagði Ágúst. Hann segir að spilamennska sinna manna hafi verið góð og telur að vandamál Fjölnismanna, sem hafa ekki unnið leik síðan í 2. umferð, sé fyrst og fremst í hugarfarinu. „Það er fyrst og fremst einbeitingarleysi sem er að reynast okkur dýrkeypt. Þannig kemur þetta mark í kvöld. Við erum í fínu formi og að spila ágætlega úti á velli. En einbeitingin þarf að fylgja með.“ Hann segir að Fjölnismenn ætli að styrkja sig í mánuðinum. „Það er ekki spurning. Það getur þó verið erfitt að finna góða menn en við þurfum einhvern sem er með einbeitinguna í lagi og rífur aðra í gang með sér.“ „Næsti leikur verður erfiður heimaleikur gegn Þór sem er í svipaðri stöðu í deildinni og við. Það verður sex stiga leikur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira