Segir umfjöllun fjölmiðla byggja á ósannindum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. ágúst 2014 18:47 Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. Í ákærunni kemur fram að Gunnar sé sakaður um að hafa á árunum 2007 til 2013 flett upp nöfnum 45 kvenna í málaskrárkerfi lögreglu, sem kallast LÖKE, og skoðað þar upplýsingar um konurnar án þess að uppflettingarnar tengist starfi hans sem lögreglumanns, og þannig misnotað stöðu sína í því skyni að afla sér upplýsinga um konurnar. Hins vegar er hann sakaður um að hafa í ágúst 2012 sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara, nafn og lýsingu á þrettán ára gömul dreng, auk upplýsinga um ástæðu afskiptanna. Lögmaður Gunnars, Garðar Steinn Ólafsson, segir að umfjöllun fjölmiðla um málið hafi hingað til verið byggð á ósannindum. Hann telur ljóst af ákæruliðunum að dæma að málið fjalli um samræður á milli vina þar sem ekkert sé að finna um deilingu upplýsinga um þolendur kynferðisafbrota, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Hann segir að þó að mennirnir hafi verið handteknir vegna umræðuhóps á Facebook hafi ekki fundist þar neinar upplýsingar um konurnar sem hægt sé að rekja til upplýsingakerfis lögreglunnar. Garðar Steinn segir að þrettán ára gamli drengurinn, sem um ræðir í seinni ákæruliðnum, hafi skallað lögreglumanninn þegar hann hafði afskipti af honum í starfi sínu, og að hann hafi rætt það við félaga sinn á Facebook. „Viðkomandi er nafgreindur í þessum samræðum og þá má vissulega deila um hvort það eigi við eða ekki. Umbjóðandi minn lætur þó ekki í ljós neinar upplýsingar úr LÖKE, það kemur ekki fram hvort viðkomandi hafi haft réttarstöðu grunaðs manns, vitnis eða annars í lögreglumáli og það er ekkert lögreglumál nefnt í þessu samhengi,“ segir hann. Upphaflega voru þrír menn með réttarstöðu sakbornings í málinu, lögreglumaðurinn, starfsmaður símfyrirtækisins NOVA og lögmaður. Mál á hinna síðarnefndu voru felld niður og hyggjast þeir leita réttar síns. Mál lögreglumannsins verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. ágúst næstkomandi, en farið hefur verið fram á að þinghald verði lokað. Tengdar fréttir Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. Í ákærunni kemur fram að Gunnar sé sakaður um að hafa á árunum 2007 til 2013 flett upp nöfnum 45 kvenna í málaskrárkerfi lögreglu, sem kallast LÖKE, og skoðað þar upplýsingar um konurnar án þess að uppflettingarnar tengist starfi hans sem lögreglumanns, og þannig misnotað stöðu sína í því skyni að afla sér upplýsinga um konurnar. Hins vegar er hann sakaður um að hafa í ágúst 2012 sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara, nafn og lýsingu á þrettán ára gömul dreng, auk upplýsinga um ástæðu afskiptanna. Lögmaður Gunnars, Garðar Steinn Ólafsson, segir að umfjöllun fjölmiðla um málið hafi hingað til verið byggð á ósannindum. Hann telur ljóst af ákæruliðunum að dæma að málið fjalli um samræður á milli vina þar sem ekkert sé að finna um deilingu upplýsinga um þolendur kynferðisafbrota, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Hann segir að þó að mennirnir hafi verið handteknir vegna umræðuhóps á Facebook hafi ekki fundist þar neinar upplýsingar um konurnar sem hægt sé að rekja til upplýsingakerfis lögreglunnar. Garðar Steinn segir að þrettán ára gamli drengurinn, sem um ræðir í seinni ákæruliðnum, hafi skallað lögreglumanninn þegar hann hafði afskipti af honum í starfi sínu, og að hann hafi rætt það við félaga sinn á Facebook. „Viðkomandi er nafgreindur í þessum samræðum og þá má vissulega deila um hvort það eigi við eða ekki. Umbjóðandi minn lætur þó ekki í ljós neinar upplýsingar úr LÖKE, það kemur ekki fram hvort viðkomandi hafi haft réttarstöðu grunaðs manns, vitnis eða annars í lögreglumáli og það er ekkert lögreglumál nefnt í þessu samhengi,“ segir hann. Upphaflega voru þrír menn með réttarstöðu sakbornings í málinu, lögreglumaðurinn, starfsmaður símfyrirtækisins NOVA og lögmaður. Mál á hinna síðarnefndu voru felld niður og hyggjast þeir leita réttar síns. Mál lögreglumannsins verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. ágúst næstkomandi, en farið hefur verið fram á að þinghald verði lokað.
Tengdar fréttir Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44