Íslenski boltinn

Kristinn Jakobsson dæmir úrslitaleikinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristinn Jakobsson kveður eftir úrslitaleikinn.
Kristinn Jakobsson kveður eftir úrslitaleikinn. vísir/daníel
Kristinn Jakobsson, fremsti dómari Íslands um árabil, mun dæma úrslitaleik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu sem fram fer í Kaplakrika á laugardaginn.

Þetta verður síðasti leikurinn sem Kristinn dæmir á Íslandi, en hann er 45 ára gamall og er kominn á aldur hjá UEFA. Hann má dæma hér heima til fimmtugs en ætlar að leggja flautuna á hilluna í lok árs.

„Þetta er síðasti mótsleikurinn sem ég dæmi á Íslandi. Ég á leiki framundan í Evrópukeppni og í EM landsliða fram að áramótum en þetta verður mitt lokaflaut á Íslandi,“ segir Kristinn við Fótbolti.net um þennan tímamótaleik.

Kristinn hefur dæmt í efstu deild í 20 ár og verið FIFA-dómari í 17 ár. Hann hefur verið fremsti dómari Íslendinga um margra ára skeið og verður svo sannarlega eftirsjá af honum úr íslenska boltanum.

Honum til halds og trausts í úrslitaleiknum verða aðstoðardómararnir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Sigurður Óli Þórleifsson, en varadómari verður Þorvaldur Árnason.


Tengdar fréttir

Bödker: Scholz var sá besti

Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár.

Sögulegur afmælisdagur Atla

FH-ingurinn Atli Guðnason hefur náð bæði markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði en framganga hans í lokakafla Íslandsmótsins á mestan þátt í því að FH-liðið er aðeins einu stigi frá titlinum.

Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug

FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×