Innlent

Umsækjendur um útvarpsstjórastólinn kynntir í dag

Jakob Bjarnar skrifar
Stefán Jón Hafstein er sá eini sem hefur komið fram í dagsljósið enn sem komið er, sem umsækjandi um starfið.
Stefán Jón Hafstein er sá eini sem hefur komið fram í dagsljósið enn sem komið er, sem umsækjandi um starfið.
Umsóknarfrestur um starf útvarpsstjóra rann út í gær. Að sögn Ingva Hrafns Óskarssonar, formanns stjórnar RÚV ohf, munu umsækjendur verða kynntir til sögunnar í síðdegis í dag.

Ekki hefur vantað bollaleggingar um arftaka Páls Magnússonar sem sagði upp í kjölfar þess að hafa metið það sem svo að hann nyti ekki lengur trausts stjórnar. Eini maðurinn sem hefur sagst ætla að sækja um starfið er Stefán Jón Hafstein.

Fréttablaðið birtir í dag grein eftir Magnús Ragnarsson, fyrrverandi stjónvarpsstjóra Skjás eins, þar sem hann talar um nauðsyn fjölmiðlafyrirtækis í eigu ríkisins. Líklegt má teljast að margir muni túlka það sem svo að Magnús sé meðal umsækjenda, en Magnús starfar sem aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra -- þess sem heldur um eina hlutabréfið í RÚV ohf.

Fjölmargir hafa verið nefndir sem líklegir umsækjendur. Þannig hefur nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar Borgarleikhússtjóra ítrekað verið nefnt en hann er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn RÚV. Magnús Geir hafnað því reyndar í viðtali á Rás 2 fyrir nokkru en er engu að síður nefndur sem líklegur kandídat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×