Íslendingar búi við höft næstu árin Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. júlí 2014 20:00 Morgunblaðið greindi frá því í gær að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta, sem hefur fengið vinnuheitið "Project Irminger", yrði hrundið í framkvæmd á næstunni. Takist ekki að ljúka uppgjöri föllnu bankanna með nauðasamningum í árslok verði gripið til annarra úrræða og þar koma fleiri leiðir til greina en gjaldþrotaskipti. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem birt var nýverið, kemur fram að miðað við núverandi aðstæður, sé áætlað að afnám gjaldeyrishafta geti hafist árið 2017. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur þó sagt að hann vonist til þess að stór skref verði stigin við afnám hafta á þessu ári. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í grein í Fréttablaðinu nýverið að lykilforsenda þess að hægt væri að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins, yrði hratt afnám gjaldeyrishafta. En er raunhæft að afnema höftin með þeim hætti - hreinlega rífa plásturinn af? „Nei, það er það ekki. Þegar að fólk erlendis hefur verið að spyrja mig um þetta, þá hef ég sagt að þetta sé sambærilegt stíflu. Það er ákveðið mikið af vatni á bakvið stífluna sem vill flæða niður fjallshlíðina og það að rífa plásturinn af og afnema höftin einn, tveir og þrír, það er í raun það sama og að sprengja stífluna,“ segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter-háskóla í Bretlandi. Ólafur segir að slíkt myndi hafa skelfileg efnahagsleg áhrif. Krónan myndi hrynja auk þess sem verðbólga myndi hækka. „Þannig að það að rífa plásturinn af, er eitthvað sem er því miður ekki raunhæft,“ segir Ólafur. Sérðu fyrir þér að Íslendingar muni búa við gjaldeyrishöft næstu árin? „Já, ég geri það,“ segir Ólafur. Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í gær að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta, sem hefur fengið vinnuheitið "Project Irminger", yrði hrundið í framkvæmd á næstunni. Takist ekki að ljúka uppgjöri föllnu bankanna með nauðasamningum í árslok verði gripið til annarra úrræða og þar koma fleiri leiðir til greina en gjaldþrotaskipti. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem birt var nýverið, kemur fram að miðað við núverandi aðstæður, sé áætlað að afnám gjaldeyrishafta geti hafist árið 2017. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur þó sagt að hann vonist til þess að stór skref verði stigin við afnám hafta á þessu ári. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í grein í Fréttablaðinu nýverið að lykilforsenda þess að hægt væri að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins, yrði hratt afnám gjaldeyrishafta. En er raunhæft að afnema höftin með þeim hætti - hreinlega rífa plásturinn af? „Nei, það er það ekki. Þegar að fólk erlendis hefur verið að spyrja mig um þetta, þá hef ég sagt að þetta sé sambærilegt stíflu. Það er ákveðið mikið af vatni á bakvið stífluna sem vill flæða niður fjallshlíðina og það að rífa plásturinn af og afnema höftin einn, tveir og þrír, það er í raun það sama og að sprengja stífluna,“ segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter-háskóla í Bretlandi. Ólafur segir að slíkt myndi hafa skelfileg efnahagsleg áhrif. Krónan myndi hrynja auk þess sem verðbólga myndi hækka. „Þannig að það að rífa plásturinn af, er eitthvað sem er því miður ekki raunhæft,“ segir Ólafur. Sérðu fyrir þér að Íslendingar muni búa við gjaldeyrishöft næstu árin? „Já, ég geri það,“ segir Ólafur.
Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira