Afmæli sonarins merkilegast af öllu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2014 11:00 Fyrir allmörgum árum hélt ég að á þessum tímamótum væri orðið lítið eftir og allt komið á lygnan sjó en það er nú öðru nær,“ segir Kristian. Sigurbjörg Sæmundsdóttir „Þetta eru miklir umbrotatímar í lífi eins manns. Fyrir allmörgum árum hélt ég að á þessum tímamótum væri orðið lítið eftir og allt komið á lygnan sjó en það er nú öðru nær. Mér finnst ég varla hálfnaður,“ segir Kristian Guttesen ljóðskáld. Hann gaf út ljóðabók í gær og hélt með því upp á fertugsafmælið, nítján ára skáldaafmæli og mánaðarafmæli sonar síns. Síðasta ár hefur verið viðburðaríkt hjá Kristian. Hann sá auglýsta stöðu við Menntaskólann á Egilsstöðum og þar hefur hann verið við kennslu í vetur. „Ég hef kennt grunnforritun, það er léttur tölvuleikjaáfangi sem mér þykir ekki síður skemmtilegur en nemendunum. Svo kenni ég ritun og siðfræði,“ segir Kristian sem trúlofaði sig í haust og flutti austur í byrjun vetrar en unnustan, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, flutti um áramótin. „Sigga á tvær dætur og saman eigum við soninn Tristan Gjúka sem fæddist í byrjun þessa mánaðar og er einmitt mánaðargamall í dag. Afmælið hans er kannski það merkilegasta af þessu öllu,“ lýsir Kristian og bætir við að úr fyrra hjónabandi eigi hann tvö börn og einn uppeldisson. Nafnið hans Kristians vekur spurningar um upprunann. „Ég er hálf-færeyskur, mamma er íslensk og pabbi færeyskur. Þau kynntust í Danmörku þar sem ég fæddist og ólst upp en nú búa þau á Akureyri og við brugðum okkur þangað í tilefni afmælisins.“ Í landi hinna ófleygu fugla heitir nýja bókin hans Kristians og það er hans áttunda frumsamda ljóðabók. Hann byrjaði um tvítugsaldurinn að birta sögur og ljóð í tímaritum og dagblöðum á Norðurlöndunum og verk hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Fyrir utan bókina sem kom út í gær hefur Kristian nýlega gefið út bók með enskum þýðingum á ljóðum sem hafa komið út eftir hann á árunum 2007 til 2014. Það tengist því að hann er að fara á fjögurra daga ljóðahátíð í borginni Trivandrum í Kerala á Suður-Indlandi og ætlar að gefa bækurnar á ferðum sínum. „Ég hef tvisvar áður farið út á ljóðahátíðir, til Makedóníu og El Salvador. Það er gaman að kynnast skáldum og áhugafólki og líka að skilja eitthvað eftir hjá því. Ég hef fengið gefins bækur á hátíðunum og ákvað að fara ekki tómhentur næst.“ En hver eru helstu yrkisefni skáldsins? „Ætli ég sé ekki að leita að sjálfum mér þegar ég yrki? Ljóðin mín fjalla um líf mitt og reynslu og það er einfalt að útskýra nýjustu bókina, hún geymir bara ástarljóð til hennar Siggu, unnustu minnar.“ Í landi hinna ófleygu fugla geymir fjörutíu og tvö frumort ljóð og eitt þýtt. Bókin er 105 blaðsíður og útgefandi er Bókaútgáfan Deus. Kristian gaf út fyrstu bók sína árið 1995. Meðal bóka hans eru Litbrigðamygla frá árinu 2005, Glæpaljóð frá árinu 2007 og Vegurinn um Dimmuheiði frá árinu 2012.Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu útgáfunnar. Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Þetta eru miklir umbrotatímar í lífi eins manns. Fyrir allmörgum árum hélt ég að á þessum tímamótum væri orðið lítið eftir og allt komið á lygnan sjó en það er nú öðru nær. Mér finnst ég varla hálfnaður,“ segir Kristian Guttesen ljóðskáld. Hann gaf út ljóðabók í gær og hélt með því upp á fertugsafmælið, nítján ára skáldaafmæli og mánaðarafmæli sonar síns. Síðasta ár hefur verið viðburðaríkt hjá Kristian. Hann sá auglýsta stöðu við Menntaskólann á Egilsstöðum og þar hefur hann verið við kennslu í vetur. „Ég hef kennt grunnforritun, það er léttur tölvuleikjaáfangi sem mér þykir ekki síður skemmtilegur en nemendunum. Svo kenni ég ritun og siðfræði,“ segir Kristian sem trúlofaði sig í haust og flutti austur í byrjun vetrar en unnustan, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, flutti um áramótin. „Sigga á tvær dætur og saman eigum við soninn Tristan Gjúka sem fæddist í byrjun þessa mánaðar og er einmitt mánaðargamall í dag. Afmælið hans er kannski það merkilegasta af þessu öllu,“ lýsir Kristian og bætir við að úr fyrra hjónabandi eigi hann tvö börn og einn uppeldisson. Nafnið hans Kristians vekur spurningar um upprunann. „Ég er hálf-færeyskur, mamma er íslensk og pabbi færeyskur. Þau kynntust í Danmörku þar sem ég fæddist og ólst upp en nú búa þau á Akureyri og við brugðum okkur þangað í tilefni afmælisins.“ Í landi hinna ófleygu fugla heitir nýja bókin hans Kristians og það er hans áttunda frumsamda ljóðabók. Hann byrjaði um tvítugsaldurinn að birta sögur og ljóð í tímaritum og dagblöðum á Norðurlöndunum og verk hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Fyrir utan bókina sem kom út í gær hefur Kristian nýlega gefið út bók með enskum þýðingum á ljóðum sem hafa komið út eftir hann á árunum 2007 til 2014. Það tengist því að hann er að fara á fjögurra daga ljóðahátíð í borginni Trivandrum í Kerala á Suður-Indlandi og ætlar að gefa bækurnar á ferðum sínum. „Ég hef tvisvar áður farið út á ljóðahátíðir, til Makedóníu og El Salvador. Það er gaman að kynnast skáldum og áhugafólki og líka að skilja eitthvað eftir hjá því. Ég hef fengið gefins bækur á hátíðunum og ákvað að fara ekki tómhentur næst.“ En hver eru helstu yrkisefni skáldsins? „Ætli ég sé ekki að leita að sjálfum mér þegar ég yrki? Ljóðin mín fjalla um líf mitt og reynslu og það er einfalt að útskýra nýjustu bókina, hún geymir bara ástarljóð til hennar Siggu, unnustu minnar.“ Í landi hinna ófleygu fugla geymir fjörutíu og tvö frumort ljóð og eitt þýtt. Bókin er 105 blaðsíður og útgefandi er Bókaútgáfan Deus. Kristian gaf út fyrstu bók sína árið 1995. Meðal bóka hans eru Litbrigðamygla frá árinu 2005, Glæpaljóð frá árinu 2007 og Vegurinn um Dimmuheiði frá árinu 2012.Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu útgáfunnar.
Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira