Erlent

Fjölskylduhundur drap barn

Vísir/GETTY
Hræðilegur atburður átti sér stað í Suður Wales þegar sex daga gömul stúlka lést eftir árás fjölskylduhunds sem er af gerðinni Alaskan malamute. Telegraph greinir frá þessu. 

Barnið var meðhöndlað af sjúkraflutningamönnum eftir árásina og var það flutt með þyrlu á spítalann í Cardiff. Þar var barnið úrskurðað látið.

Fjölskyldan hafði einungis átt hundinn í nokkra mánuði en þeim var gefinn hundurinn í gleðskap. Hundurinn hafði ekki sýnt nein merki um árásarhegðun og nágrannar fjölskyldunnar lýsa honum sem ljúfum, vingjarnlegum hundi.

Mikil sorg ríkir í bænum og hefur fjöldi fólks lagt leið sína að húsinu og vottað samúð sína með að leggja blóm og kerti við húsið.

Rannsókn málsins er nú á byrjunarstigi og er hundurinn í vörslu lögreglu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×