Sport

Svendsen lét Fourcade næstum því stela af sér gullinu | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Norðmaðurinn Emil Hegle Svendsen er Ólympíumeistari í 15 km skíðaskotfimi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en það þurfti mynd til að skera úr um það hvort hann eða Frakkinn Martin Fourcade fengju gullið.

Svendsen varði þar með Ólympíutitil sinn frá því fyrir fjórum árum en hann klikkaði ekki á skoti í göngunni í dag.  

Martin Fourcade átti möguleika á að vinna sitt þriðja gull á leikunum og var næstum því búinn að stela sigrinum í lokin. Fourcade þurfti að sætta sig við silfrið á öðrum leikunum í röð.

Emil Hegle Svendsen var augljóslega á undan en hægði aðeins á sér rétt áður en hann kom í markið. Fourcade reyndi að stinga sér fram fyrir hann og það munaði ótrúlega litlu að það tækist hjá Frakkanum.

Svendsen vann þarna sitt fjórða gull á Ólympíuleikum en hann vann þrjú gull fyrir fjórum árum í Vancouver og þar á meðal þess grein.

Tékkinn Ondrej Moravec fékk síðan bronsið en hann fékk einni silfur í eltigöngunni fyrr á þessum leikum.

Norðmaðurinn Ole Einar Björndalen missti enn á ný af tækifærinu að bæta met Björns Dæhlie yfir flest verðlaun á Vetrarólympíuleikum en þeir hafa unnið tólf hvor. Björndalen vann fyrstu grein sína á leikunum en hefur síðan náð lakari og lakari árangri í hverri grein og hann endaði aðeins í 22. sæti í dag.

Það er hægt að sjá myndband með lokasprettinum með því að smella hér fyrir ofan.

Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×