Erlent

Handtekinn í tengslum við morðin í frönsku Ölpunum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Lögreglan á vettvangi skammt frá bænum Annecy í september 2012.
Lögreglan á vettvangi skammt frá bænum Annecy í september 2012. Nordicphotos/AFP
Fjörutíu og átta ára gamall maður hefur verið handtekinn í Frakklandi í tengslum við morðin í frönsku Ölpunum haustið 2012.

Morðin áttu sér stað 5. september það ár á fáförnum sveitavegi skammt frá bænum Annecy. Bresk hjón af íröskum uppruna voru þar myrt ásamt móður konunnar. Einnig var hjólreiðamaður myrtur á sama stað. Tvær dætur hjónanna lifðu hins vegar árásina af.

Hinn handtekni er sagður búsettur í nágrenninu.

Franska lögreglan birti í nóvember teikningu af vélhjólamanni, sem talinn er hafa verið á ferð á þessum slóðum um það leyti sem morðin voru framin.

Bróðir breska fjölskylduföðurins myrta lá um skeið undir grun um aðild að morðunum, en breska lögreglan skýrði frá því í janúar að hann væri ekki lengur til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×