Erlent

Mikil átök í Bangkok

Stjórnarandstæðingur miðar skammbyssu í miðborg Bangkok.
Stjórnarandstæðingur miðar skammbyssu í miðborg Bangkok. vísir/afp
Lögreglan í Bangkok í Tælandi hefur ákveðið að láta til skarar skríða gegn mótmælendum sem krefjast þess að ríkisstjórnin fari frá.

Fréttamaður BBC sem er á staðnum segir að skothríð hafi ómað í nótt og fregnir hafa borist af því að einn lögreglumaður hafi verið skotinn til bana og þrír eru sagðir alvarlega særðir.

Síðustu mánuði hafa mótmælendur í borginni tekið völdin í ýmsum opinberum byggingum en nú virðist sem yfirvöld séu komin með nóg og hafi ákveðið að koma fólkinu út, burtséð frá afleiðingunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×