Tveir leikir fóru fram í sænsku 1. deildinni í fótbolta í dag.
GIF Sundsvall vann 2-0 sigur á Östersunds FK. Adam Chennoufi og Johan Eklund skoruðu mörk Sundsvall sem situr í toppsæti deildarinnar.
Jón Guðni Fjóluson og Rúnar Már Sigurjónsson léku báðir allan leikinn fyrir Sundsvall.
Þá bar Ångelholm sigurorð af GAIS með einu marki gegn engu á heimavelli. Monday Samuel skoraði sigurmarkið á 74. mínútu.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson sat allan tímann á varamannabekk GAIS.

