Fótbolti

Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho er knattspyrnustjóri tyrkneska félagsins Fenerbahce en hann var sakaður um rasisma eftir viðtal sitt fyrr í vikunni.
Jose Mourinho er knattspyrnustjóri tyrkneska félagsins Fenerbahce en hann var sakaður um rasisma eftir viðtal sitt fyrr í vikunni. AFP/Simon Wohlfahrt

Jose Mourinho var dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir ummæli sín eftir toppslag tyrknesku deildarinnar á mánudagskvöldið.

Mourinho var ekki hrifinn af því þegar varamannabekkur Galatasaray vildi frá vítaspyrnu snemma leiks.

Mourinho var spurður út þetta í brot eftir leikinn og svaraði: „Tyrkneskur dómari hefði gefið þeim gult spjald fyrir augljósa dýfu og að allir á varamannabekknum [hjá Galatasaray] hoppuðu um eins og apar,“ svaraði Mourinho.

Slóvenskur dómari dæmdi leikinn og hann dæmdi ekki víti.

Galatasaray sakaði Mourinho um rasisma eftir leikinn og aganefnd tyrkneska sambandið refsar honum.

Auk þess að vera kominn í fjögurra leikja bann þá þarf hann einnig að borga 35 þúsund evrur í sekt eða meira en fimm milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×