Hugsar aldrei um statusinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. júní 2014 10:30 "Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt, núna er ég til dæmis að læra að fljúga flugvél. Það er lykillinn að því að halda sér ungum.“ Vísir/Valli Guðbergur stefnir mér í miðbæ Mosfellsbæjar, nánar tiltekið í húsakynni prentþjónustunnar Artpro, sem hann á ásamt félaga sínum Guðna Þorberbergssyni. Þar situr hann við tölvuna og klippir kvikmyndir sem hann hefur tekið víðs vegar um heiminn, meðal annars í byltingunni í Portúgal 1974, en sú mynd er nánast fullunnin, aðeins eftir að tala inn á hana sem Guðbergur gerir að sjálfsögðu sjálfur eins og allt annað sem viðkemur kvikmyndum hans. „Ég hef verið að taka kvikmyndir frá 1972 og hef gefið nokkrar þeirra út á dvd-diskum. Þetta eru yfirleitt súrrealískar kvikmyndir, 2-3 mínútur að lengd, auk þess sem ég hef gert kvikmynd sem er myndskreytt ljóð úr fyrstu ljóðabókinni minni. Svo hef ég árum saman gert kvikmyndadagbækur og nú langar mig til að koma þeim á dvd-diska. Þannig að ég hef verið að læra að klippa og setja saman í tölvunum hérna. Annars hef ég mest gaman af því að vinna í handverkinu. Ég sit við fyrir jólin og sker og brýt saman jólakort sem við framleiðum og stafla þeim í bunka. Það er svo gott að vinna með höndunum því þá getur maður hugsað frjálst á meðan.“Þreytandi að vera eitthvað Guðbergur hefur löngu öðlast goðsagnakennda stöðu í íslenskum bókmenntaheimi, þótt hann hafi verið umdeildur framan af ferlinum. Í tilefni af áttræðisafmæli hans fyrir tveimur árum var opnuð Guðbergsstofa í heimabæ hans Grindavík og ég spyr hann hvernig honum líði í þeirri stöðu að vera orðinn bæjardýrmæti Grindvíkinga sem ekki voru alltaf hrifnir af skrifum hans. „Ég veit ekkert hvort þeir eru orðnir nokkuð hrifnari af mér. Þetta var hugmynd sem upphaflega kom frá aðfluttum framsóknarmanni. Ég setti stofuna algjörlega upp sjálfur, skannaði myndir og skrifaði texta en ég held kannski að ein af ástæðunum fyrir stofunni sé að ég á mikið af myndum sem ég hef tekið alveg frá því að ég var átta ára af fólki í bænum. Þannig að þetta er góð heimild um bæjarbraginn og þróunina og fólk er ánægt með það.“ Umræðan um myndatöku og heimildasöfnun Guðbergs leiðir talið að þeim miklu heimildum sem hann safnaði á filmur í byltingunni í Portúgal 1974 þar sem hann segist hafa getað valsað um allt, meira að segja inn í fangelsin, án þess að nokkur amaðist við honum. „Ég var enginn, skilurðu. Ég var ekki til í þeirra augum og ef maður er ekki til þá kemst maður hvert sem maður vill. Um leið og maður er orðinn eitthvað fer fólk að vera á varðbergi.“ Það er hrein unun að hlusta á Guðberg lýsa tímanum í Lissabon og á Spáni þar sem hann umgekkst flóttamenn og anarkista sem báru með sér allt sitt dót í ferðakoffortum á sífelldum flótta undan yfirvöldum frá einni borg til annarrar. Talið um að vera ósýnilegur leiðir til umræðu um andstæðu þess; að vera einn virtasti höfundur þjóðarinnar og undir smásjá hennar, sem hann segir reyndar að snerti sig ósköp lítið. „Ég hugsa aldrei um það. Ég held að það sé óskaplega þreytandi að vera eitthvað. Ef það er eitthvað sem er óöruggt í lífinu þá er það listin og maður veit ekkert um það hvernig verkum manns muni reiða af, enda ekki hægt að meta það á nokkurn hátt. Það er verið að reyna að meta það í gegnum sölutölur en það segir ekkert um hvað er lífvænlegt í listinni. Annað sem árangur í listinni er mældur í eru dómarnir sem verkin fá, en það segir heldur ekkert. Helst að þeir höfundar sem verða eitthvað noti það til að stæra sig af að þeir hafi í upphafi fengið vonda dóma. Það þykir voðalega fínt.“ Guðbergur setti þjóðfélagið á annan endann með skáldsögunni Tómas Jónsson – metsölubók árið 1966 en hann segist ekkert hafa fundið fyrir því. „Ég var í útlöndum og það fór alveg framhjá mér.“Ný skáldsaga um stríðsárin Nýjasta bók hans, Litla hugsanabókin, er safn örhugsana í nokkurs konar spakmælaformi. Hvaðan kom sú hugmynd? „Ég hef gefið út aðra hugsanabók og á efni í ótal í viðbót. Ég skrifa hjá mér heilabrot um tilveruna og mann sjálfan og svo datt mér í hug að gefa þessa litlu bók út að gamni. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan ég sendi þetta til útgefandans og vissi svo sem ekkert hvernig hann tæki í það að gefa það út.“ Ég leyfi mér að efast um að nokkur útgefandi myndi hafna handriti frá manni með status Guðbergs í bókmenntaheiminum en hann er á því að það gæti vel gerst. „Ég er ekki söluhöfundur svo hann gæti alveg hafnað því á þeim forsendum. Annars hugsa ég aldrei um það hvaða status ég hafi. Hvorki þegar ég var ungur maður né miðaldra og alls ekki núna þegar ég er orðinn gamall.“ Þótt honum verði tíðrætt um háan aldur sinn er Guðbergur langt frá því sestur í helgan stein. Auk alls sem að framan er talið var hann að ljúka við skáldsögu sem kemur út í haust. „Hún heitir Þrír sneru aftur og gerist að mestu leyti í stríðinu. Sögusviðið er afskekktur staður á Íslandi þangað sem koma tveir Bretar sem ferðamenn fyrir stríð. Síðan koma þeir aftur sem hermenn í stríðinu og þá gerast ýmsir atburðir vegna þess að þarna eru líka Þjóðverjar. Eftir að þeir fara heldur annar þeirra sambandi við gamla konu á staðnum og í gegnum þau samskipti fylgjumst við með þróuninni á meðan staðurinn verður smám saman eftirsóttur staður fyrir ferðafólk. Þannig að það má segja að staðurinn sé táknrænn fyrir þetta land. Ég nota sömu aðferð og notuð er í Íslendingasögunum að það er ekkert vitað fyrirfram og allt gerist á mjög óvæntan hátt. Og það er ekki fyrr en í lokin sem lesandinn gerir sér grein fyrir því hvað hefur verið um að vera.“Íslenskir villimenn Afköst Guðbergs eru með ólíkindum því auk skáldsagnaskrifanna hefur hann haldið úti bloggi þar sem hann reifar ýmis mál sem ofarlega eru á baugi. Fellur honum aldrei verk úr hendi? „Nei, mér fellur aldrei verk úr hendi. Aldrei nokkurn tíma. Og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt, núna er ég til dæmis að læra að fljúga flugvél. Það er lykillinn að því að halda sér ungum. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er orðið of seint að láta þann æskudraum rætast að læra læknisfræði sem var það sem mig langaði mest til að gera.“ Ýmsum hafa þótt bloggpistlarnir ansi gagnrýnir á samfélagið en Guðbergur blæs á það. „Mér finnst það ekki. Það er mér bara eðlislægt að velta hlutum fyrir mér og ég er alinn upp við það að alltaf væri verið að ræða hlutina. Heima var endalaust verið að ræða og deila um eitthvað og það voru aldrei neinir tveir sammála. Maður var aldrei ómeðvitaður um það sem var að gerast. Mér finnst samfélagið vera mjög heillandi og sérstaklega þessir útrásarvíkingar og fallið, sem ég vil heldur kalla fellir. Þessir menn gerðu eitthvað stórkostlegt, þeim tókst að fella heilt samfélag, örfáum mönnum. Þetta eru náttúrulega algjörir snillingar og þeir settu landið á hausinn með samþykki þjóðarinnar, enda voru þeir nákvæmlega eins og þjóðin að því leyti að þeir höfðu ekkert menningarvit, þeir hugsuðu bara um munað. Þeir keyptu ekkert af málverkum, engin listaverk eins og auðmenn í öðrum löndum gera. Undir niðri voru þeir bara íslenskir villimenn eins og allir aðrir. Allir peningarnir fóru í glingur, þeir keyptu ekkert sem er varanlegt. Þessi þjóð hefur óbeit á öllu sem stenst tímans tönn og kann ekki að meta það sem er mikils virði. Menning okkar er svo grunn.“Opnar plastpokann Guðbergur hefur áratugum saman verið með annan fótinn á Spáni þar sem hann á íbúð í Madrid og hann segist líta á það sem skyldu sína að kynna spænskan menningarheim fyrir Íslendingum, sem hann hefur gert með ófáum þýðingum á meistaraverkum spænskrar tungu. „Ég hef skyldutilfinningu bæði gagnvart þjóð minni og gestaþjóð minni. Ég flutti stóran hluta spænska menningarheimsins hingað heim á skipulagðan hátt með þýðingum. Hins vegar hugsar maður ekkert um það hvort þjóðin kunni að meta það framlag, þetta er bara skyldutilfinning hins menntaða manns, sem spratt að hluta til upp úr því að ég var alltaf innan um þannig fólk og smitaðist af því.“ Þú hefur alltaf verið með annan fótinn á Íslandi, datt þér aldrei í hug að flytja alfarið til Spánar? „Nei, það er mér nauðsynlegt að vera hér. Ég hef aldrei verið með Spán á heilanum. Ég hef stundum hitt fólk sem hefur þau lönd sem það hefur dvalið langdvölum í á heilanum, en mér finnst það voðalega tilgerðarlegt.“ Það er hægur leikur að gleyma sér við að hlusta á frásagnir Guðbergs af lífi sínu og því fólki sem hann hefur umgengist í gegnum tíðina, en tíminn er hlaupinn og ekkert svigrúm fyrir aðra spurningu en þessa hefðbundnustu allra spurninga: Hvað er framundan? „Ég þarf að ganga frá kvikmynd og ég þarf að ganga frá annarri skáldsögu sem er alveg ægilega stór. Hún hefur legið í plastpoka á gólfinu heima í tvö, þrjú ár og kannski opna ég nú plastpokann og lýk við hana.“ Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Guðbergur stefnir mér í miðbæ Mosfellsbæjar, nánar tiltekið í húsakynni prentþjónustunnar Artpro, sem hann á ásamt félaga sínum Guðna Þorberbergssyni. Þar situr hann við tölvuna og klippir kvikmyndir sem hann hefur tekið víðs vegar um heiminn, meðal annars í byltingunni í Portúgal 1974, en sú mynd er nánast fullunnin, aðeins eftir að tala inn á hana sem Guðbergur gerir að sjálfsögðu sjálfur eins og allt annað sem viðkemur kvikmyndum hans. „Ég hef verið að taka kvikmyndir frá 1972 og hef gefið nokkrar þeirra út á dvd-diskum. Þetta eru yfirleitt súrrealískar kvikmyndir, 2-3 mínútur að lengd, auk þess sem ég hef gert kvikmynd sem er myndskreytt ljóð úr fyrstu ljóðabókinni minni. Svo hef ég árum saman gert kvikmyndadagbækur og nú langar mig til að koma þeim á dvd-diska. Þannig að ég hef verið að læra að klippa og setja saman í tölvunum hérna. Annars hef ég mest gaman af því að vinna í handverkinu. Ég sit við fyrir jólin og sker og brýt saman jólakort sem við framleiðum og stafla þeim í bunka. Það er svo gott að vinna með höndunum því þá getur maður hugsað frjálst á meðan.“Þreytandi að vera eitthvað Guðbergur hefur löngu öðlast goðsagnakennda stöðu í íslenskum bókmenntaheimi, þótt hann hafi verið umdeildur framan af ferlinum. Í tilefni af áttræðisafmæli hans fyrir tveimur árum var opnuð Guðbergsstofa í heimabæ hans Grindavík og ég spyr hann hvernig honum líði í þeirri stöðu að vera orðinn bæjardýrmæti Grindvíkinga sem ekki voru alltaf hrifnir af skrifum hans. „Ég veit ekkert hvort þeir eru orðnir nokkuð hrifnari af mér. Þetta var hugmynd sem upphaflega kom frá aðfluttum framsóknarmanni. Ég setti stofuna algjörlega upp sjálfur, skannaði myndir og skrifaði texta en ég held kannski að ein af ástæðunum fyrir stofunni sé að ég á mikið af myndum sem ég hef tekið alveg frá því að ég var átta ára af fólki í bænum. Þannig að þetta er góð heimild um bæjarbraginn og þróunina og fólk er ánægt með það.“ Umræðan um myndatöku og heimildasöfnun Guðbergs leiðir talið að þeim miklu heimildum sem hann safnaði á filmur í byltingunni í Portúgal 1974 þar sem hann segist hafa getað valsað um allt, meira að segja inn í fangelsin, án þess að nokkur amaðist við honum. „Ég var enginn, skilurðu. Ég var ekki til í þeirra augum og ef maður er ekki til þá kemst maður hvert sem maður vill. Um leið og maður er orðinn eitthvað fer fólk að vera á varðbergi.“ Það er hrein unun að hlusta á Guðberg lýsa tímanum í Lissabon og á Spáni þar sem hann umgekkst flóttamenn og anarkista sem báru með sér allt sitt dót í ferðakoffortum á sífelldum flótta undan yfirvöldum frá einni borg til annarrar. Talið um að vera ósýnilegur leiðir til umræðu um andstæðu þess; að vera einn virtasti höfundur þjóðarinnar og undir smásjá hennar, sem hann segir reyndar að snerti sig ósköp lítið. „Ég hugsa aldrei um það. Ég held að það sé óskaplega þreytandi að vera eitthvað. Ef það er eitthvað sem er óöruggt í lífinu þá er það listin og maður veit ekkert um það hvernig verkum manns muni reiða af, enda ekki hægt að meta það á nokkurn hátt. Það er verið að reyna að meta það í gegnum sölutölur en það segir ekkert um hvað er lífvænlegt í listinni. Annað sem árangur í listinni er mældur í eru dómarnir sem verkin fá, en það segir heldur ekkert. Helst að þeir höfundar sem verða eitthvað noti það til að stæra sig af að þeir hafi í upphafi fengið vonda dóma. Það þykir voðalega fínt.“ Guðbergur setti þjóðfélagið á annan endann með skáldsögunni Tómas Jónsson – metsölubók árið 1966 en hann segist ekkert hafa fundið fyrir því. „Ég var í útlöndum og það fór alveg framhjá mér.“Ný skáldsaga um stríðsárin Nýjasta bók hans, Litla hugsanabókin, er safn örhugsana í nokkurs konar spakmælaformi. Hvaðan kom sú hugmynd? „Ég hef gefið út aðra hugsanabók og á efni í ótal í viðbót. Ég skrifa hjá mér heilabrot um tilveruna og mann sjálfan og svo datt mér í hug að gefa þessa litlu bók út að gamni. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan ég sendi þetta til útgefandans og vissi svo sem ekkert hvernig hann tæki í það að gefa það út.“ Ég leyfi mér að efast um að nokkur útgefandi myndi hafna handriti frá manni með status Guðbergs í bókmenntaheiminum en hann er á því að það gæti vel gerst. „Ég er ekki söluhöfundur svo hann gæti alveg hafnað því á þeim forsendum. Annars hugsa ég aldrei um það hvaða status ég hafi. Hvorki þegar ég var ungur maður né miðaldra og alls ekki núna þegar ég er orðinn gamall.“ Þótt honum verði tíðrætt um háan aldur sinn er Guðbergur langt frá því sestur í helgan stein. Auk alls sem að framan er talið var hann að ljúka við skáldsögu sem kemur út í haust. „Hún heitir Þrír sneru aftur og gerist að mestu leyti í stríðinu. Sögusviðið er afskekktur staður á Íslandi þangað sem koma tveir Bretar sem ferðamenn fyrir stríð. Síðan koma þeir aftur sem hermenn í stríðinu og þá gerast ýmsir atburðir vegna þess að þarna eru líka Þjóðverjar. Eftir að þeir fara heldur annar þeirra sambandi við gamla konu á staðnum og í gegnum þau samskipti fylgjumst við með þróuninni á meðan staðurinn verður smám saman eftirsóttur staður fyrir ferðafólk. Þannig að það má segja að staðurinn sé táknrænn fyrir þetta land. Ég nota sömu aðferð og notuð er í Íslendingasögunum að það er ekkert vitað fyrirfram og allt gerist á mjög óvæntan hátt. Og það er ekki fyrr en í lokin sem lesandinn gerir sér grein fyrir því hvað hefur verið um að vera.“Íslenskir villimenn Afköst Guðbergs eru með ólíkindum því auk skáldsagnaskrifanna hefur hann haldið úti bloggi þar sem hann reifar ýmis mál sem ofarlega eru á baugi. Fellur honum aldrei verk úr hendi? „Nei, mér fellur aldrei verk úr hendi. Aldrei nokkurn tíma. Og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt, núna er ég til dæmis að læra að fljúga flugvél. Það er lykillinn að því að halda sér ungum. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er orðið of seint að láta þann æskudraum rætast að læra læknisfræði sem var það sem mig langaði mest til að gera.“ Ýmsum hafa þótt bloggpistlarnir ansi gagnrýnir á samfélagið en Guðbergur blæs á það. „Mér finnst það ekki. Það er mér bara eðlislægt að velta hlutum fyrir mér og ég er alinn upp við það að alltaf væri verið að ræða hlutina. Heima var endalaust verið að ræða og deila um eitthvað og það voru aldrei neinir tveir sammála. Maður var aldrei ómeðvitaður um það sem var að gerast. Mér finnst samfélagið vera mjög heillandi og sérstaklega þessir útrásarvíkingar og fallið, sem ég vil heldur kalla fellir. Þessir menn gerðu eitthvað stórkostlegt, þeim tókst að fella heilt samfélag, örfáum mönnum. Þetta eru náttúrulega algjörir snillingar og þeir settu landið á hausinn með samþykki þjóðarinnar, enda voru þeir nákvæmlega eins og þjóðin að því leyti að þeir höfðu ekkert menningarvit, þeir hugsuðu bara um munað. Þeir keyptu ekkert af málverkum, engin listaverk eins og auðmenn í öðrum löndum gera. Undir niðri voru þeir bara íslenskir villimenn eins og allir aðrir. Allir peningarnir fóru í glingur, þeir keyptu ekkert sem er varanlegt. Þessi þjóð hefur óbeit á öllu sem stenst tímans tönn og kann ekki að meta það sem er mikils virði. Menning okkar er svo grunn.“Opnar plastpokann Guðbergur hefur áratugum saman verið með annan fótinn á Spáni þar sem hann á íbúð í Madrid og hann segist líta á það sem skyldu sína að kynna spænskan menningarheim fyrir Íslendingum, sem hann hefur gert með ófáum þýðingum á meistaraverkum spænskrar tungu. „Ég hef skyldutilfinningu bæði gagnvart þjóð minni og gestaþjóð minni. Ég flutti stóran hluta spænska menningarheimsins hingað heim á skipulagðan hátt með þýðingum. Hins vegar hugsar maður ekkert um það hvort þjóðin kunni að meta það framlag, þetta er bara skyldutilfinning hins menntaða manns, sem spratt að hluta til upp úr því að ég var alltaf innan um þannig fólk og smitaðist af því.“ Þú hefur alltaf verið með annan fótinn á Íslandi, datt þér aldrei í hug að flytja alfarið til Spánar? „Nei, það er mér nauðsynlegt að vera hér. Ég hef aldrei verið með Spán á heilanum. Ég hef stundum hitt fólk sem hefur þau lönd sem það hefur dvalið langdvölum í á heilanum, en mér finnst það voðalega tilgerðarlegt.“ Það er hægur leikur að gleyma sér við að hlusta á frásagnir Guðbergs af lífi sínu og því fólki sem hann hefur umgengist í gegnum tíðina, en tíminn er hlaupinn og ekkert svigrúm fyrir aðra spurningu en þessa hefðbundnustu allra spurninga: Hvað er framundan? „Ég þarf að ganga frá kvikmynd og ég þarf að ganga frá annarri skáldsögu sem er alveg ægilega stór. Hún hefur legið í plastpoka á gólfinu heima í tvö, þrjú ár og kannski opna ég nú plastpokann og lýk við hana.“
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira