Spítalinn verður ekki byggður nema annað verði skorið niður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. september 2014 11:48 Bjarni sagði ekki vilja til að byggja spítala ef það hefði í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Fjárfesting í nýjum spítala nemur 60-80 milljörðum. Vísir / Ernir Ekki kemur til greina að ráðast í byggingu nýs Landspítala ef það hefur í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar var hann spurður út í byggingu nýs spítala.Samstaða um að setja málið í forgang Bjarni sagðist telja að breið pólitísk samstaða væri um að hafa málið í forgangi. Benti hann á að búið væri að taka ákvörðun um hvar spítalinn ætti að rísa og á hvaða grunni sú vinna ætti að fara fram sem framundan er. Það væri hinsvegar ekki búið að finna út hvernig forgangsraða mætti fjármunum til að tryggja að hægt væri að ráðast í bygginguna. „Með lögum um byggingu nýs spítala var í sjálfu sér tekin afstaða til þess hvernig ætti að fjármagna spítala en síðasta kjörtímabil virtist ekki nýtast í margt annað heldur en að ákveða hvort að það væri í lagi að framkvæmdin yrði að einhverju leiti einkaframkvæmd eða hvort hún þyrfti örugglega bara að vera opinber,“ sagði Bjarni og benti á að niðurstaðan hafi verið að hún ætti að vera opinber.Ekki svigrúm í áætlunum Talið er að fjárfesting í nýjum spítala nemi á bilinu 60 til 80 milljörðum króna. Ekki er svigrúm fyrir fjárfestingu af þeirri stærðargráðu í langtímaáætlun stjórnvalda um ríkisfjármál. „En við erum um þessar mundir að leggjast yfir það ásamt velferðarráðuneytinu, og þá heilbrigðisráðherra sérstaklega, í mínu ráðuneyti með hvaða hætti við gætum forgangsraðað fjármunum í þágu þessa verkefni,“ sagði Bjarni. Í svarinu sagði hann að bygging spítalans væri eitt af stóru málunum sem stjórnvöld vildu vinna að á næstu árum. „Við hinsvegar höfum ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Sjá meira
Ekki kemur til greina að ráðast í byggingu nýs Landspítala ef það hefur í för með sér hallarekstur á ríkissjóði. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar var hann spurður út í byggingu nýs spítala.Samstaða um að setja málið í forgang Bjarni sagðist telja að breið pólitísk samstaða væri um að hafa málið í forgangi. Benti hann á að búið væri að taka ákvörðun um hvar spítalinn ætti að rísa og á hvaða grunni sú vinna ætti að fara fram sem framundan er. Það væri hinsvegar ekki búið að finna út hvernig forgangsraða mætti fjármunum til að tryggja að hægt væri að ráðast í bygginguna. „Með lögum um byggingu nýs spítala var í sjálfu sér tekin afstaða til þess hvernig ætti að fjármagna spítala en síðasta kjörtímabil virtist ekki nýtast í margt annað heldur en að ákveða hvort að það væri í lagi að framkvæmdin yrði að einhverju leiti einkaframkvæmd eða hvort hún þyrfti örugglega bara að vera opinber,“ sagði Bjarni og benti á að niðurstaðan hafi verið að hún ætti að vera opinber.Ekki svigrúm í áætlunum Talið er að fjárfesting í nýjum spítala nemi á bilinu 60 til 80 milljörðum króna. Ekki er svigrúm fyrir fjárfestingu af þeirri stærðargráðu í langtímaáætlun stjórnvalda um ríkisfjármál. „En við erum um þessar mundir að leggjast yfir það ásamt velferðarráðuneytinu, og þá heilbrigðisráðherra sérstaklega, í mínu ráðuneyti með hvaða hætti við gætum forgangsraðað fjármunum í þágu þessa verkefni,“ sagði Bjarni. Í svarinu sagði hann að bygging spítalans væri eitt af stóru málunum sem stjórnvöld vildu vinna að á næstu árum. „Við hinsvegar höfum ekki í hyggju að taka lán og skuldsetja ríkissjóð þannig að á sama tíma verði hér hallarekstur á ríkissjóði til þess að forgangsraða fyrir þessu máli,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Sjá meira