Kenneth Máni öðlast framhaldslíf á sviði Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. september 2014 11:00 Björn í hlutverki Kenneths Mána. "Það sem einkennir Kenneth Mána er að hann lifir í núinu og það er mikill kostur í uppistandi þar sem ríður á að hafa augu og eyru opin.“ Mynd Grímur Bjarnason „Það hafa farið fram umræður um framhaldslíf fyrir Kenneth Mána alltaf öðru hvoru alveg síðan Fangavaktin var sýnd á sínum tíma,“ segir Björn Thors sem í kvöld stígur á Litla svið Borgarleikhússins í gervi Kenneths Mána fimm árum eftir að sjónvarpsþættirnir voru frumsýndir. „Ég talaði við Ragnar Bragason, leikstjóra Fangavaktarinnar, og við Jóhann Ævar Grímsson, einn af höfundum þáttanna og einn höfunda einleiksins núna, við ræddum saman og vorum svona að máta það hvort það væri eitthvað í þessu og hvort það væri hægt að gera eitthvað meira. Kenneth Máni var auðvitað aukapersóna í sjónvarpsþáttunum og við vorum ekki alveg vissir um að það væri hægt að láta hann halda á míkrófóni heilt kvöld, hvort fólk hefði eitthvert úthald í að hlusta á hann. Þegar við svo ákváðum að láta slag standa tókum við okkur góðan tíma í að spjalla um persónuna, greina forsögu hans og athuga hvort það væri eitthvað bitastætt þarna. Við komumst að þeirri niðurstöðu að þarna væri eftir einhverju að slægjast og ákváðum að láta reyna á þetta.“ Björn segir persónu Kenneths Mána eiginlega hafa orðið til fyrir sér strax í prufunni fyrir Fangavaktina, þótt hann hafi strangt til tekið ekki verið einn af þeim sem skrifuðu karakterinn. „Auðvitað höfðu höfundarnir skrifað út þessar senur og unnið þær áður en ég kom að borðinu en óhjákvæmilega kom eitthvað af karakternum beint frá mér.“ Þeir Björn og Jóhann Ævar fengu Sögu Garðarsdóttur til liðs við sig þegar kom að því að semja einleikinn, hvernig stóð á því? „Jóhann Ævar hefur mikla reynslu af skrifum fyrir sjónvarp og kvikmyndir og þar liggur hans styrkur, Saga er hins vegar uppistandari sjálf, leikkona og fjöllistafræðingur, með miklu meiri reynslu af leikhúsi og uppistandi þannig að það að fá hana inn í þetta er sniðugt bæði vegna þess að hún er góður penni og ekki síður vegna þess að hún hefur aðra reynslu og allt annan húmor en Jóhann Ævar og okkur fannst þau vera gott kombó.“ Titillag verksins er flutt af Bubba Morthens og Kenneth Mána en Björn vill ekki gefa upp hvort hann sé þátttakandi í sýningunni. „Bubbi er aðstoðarmaður Kenneths Mána í AHA, eins og hann kallar það, þannig að þeir eiga ákveðna fortíð saman. Bubbi er því órjúfanlegur hluti af sýningunni hvort sem hann er á sviðinu eða ekki.“ Björn hefur aldrei fyrr verið með uppistand og hann viðurkennir að tilfinningin sé dálítið ógnvekjandi. „En að öðru leyti er tilfinningin bara mjög skemmtileg og sjarmerandi. Það er gaman þegar gengur vel en það er algjörlega lífshættulegt ef það gengur illa. Þótt ég sé einn á sviðinu er þetta ekkert svo frábrugðið því að leika aðrar rullur nema að ég get engan veginn kennt neinum öðrum um ef þetta gengur ekki vel. Maður kennir ekki ljósamanninum um ef maður man ekki textann sinn.“ Munu áhorfendur kynnast nýjum hliðum á Kenneth Mána í sýningunni, er hann að segja okkur sögu sína eða bara að rabba um það sem er að gerast hjá honum í dag? „Hann á eflaust eftir að segja sögur af sjálfum sér, bæði úr fortíð og samtíð. En það sem einkennir Kenneth Mána er að hann lifir í núinu og það er mikill kostur í uppistandi þar sem ríður á að hafa augu og eyru opin.“ Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Það hafa farið fram umræður um framhaldslíf fyrir Kenneth Mána alltaf öðru hvoru alveg síðan Fangavaktin var sýnd á sínum tíma,“ segir Björn Thors sem í kvöld stígur á Litla svið Borgarleikhússins í gervi Kenneths Mána fimm árum eftir að sjónvarpsþættirnir voru frumsýndir. „Ég talaði við Ragnar Bragason, leikstjóra Fangavaktarinnar, og við Jóhann Ævar Grímsson, einn af höfundum þáttanna og einn höfunda einleiksins núna, við ræddum saman og vorum svona að máta það hvort það væri eitthvað í þessu og hvort það væri hægt að gera eitthvað meira. Kenneth Máni var auðvitað aukapersóna í sjónvarpsþáttunum og við vorum ekki alveg vissir um að það væri hægt að láta hann halda á míkrófóni heilt kvöld, hvort fólk hefði eitthvert úthald í að hlusta á hann. Þegar við svo ákváðum að láta slag standa tókum við okkur góðan tíma í að spjalla um persónuna, greina forsögu hans og athuga hvort það væri eitthvað bitastætt þarna. Við komumst að þeirri niðurstöðu að þarna væri eftir einhverju að slægjast og ákváðum að láta reyna á þetta.“ Björn segir persónu Kenneths Mána eiginlega hafa orðið til fyrir sér strax í prufunni fyrir Fangavaktina, þótt hann hafi strangt til tekið ekki verið einn af þeim sem skrifuðu karakterinn. „Auðvitað höfðu höfundarnir skrifað út þessar senur og unnið þær áður en ég kom að borðinu en óhjákvæmilega kom eitthvað af karakternum beint frá mér.“ Þeir Björn og Jóhann Ævar fengu Sögu Garðarsdóttur til liðs við sig þegar kom að því að semja einleikinn, hvernig stóð á því? „Jóhann Ævar hefur mikla reynslu af skrifum fyrir sjónvarp og kvikmyndir og þar liggur hans styrkur, Saga er hins vegar uppistandari sjálf, leikkona og fjöllistafræðingur, með miklu meiri reynslu af leikhúsi og uppistandi þannig að það að fá hana inn í þetta er sniðugt bæði vegna þess að hún er góður penni og ekki síður vegna þess að hún hefur aðra reynslu og allt annan húmor en Jóhann Ævar og okkur fannst þau vera gott kombó.“ Titillag verksins er flutt af Bubba Morthens og Kenneth Mána en Björn vill ekki gefa upp hvort hann sé þátttakandi í sýningunni. „Bubbi er aðstoðarmaður Kenneths Mána í AHA, eins og hann kallar það, þannig að þeir eiga ákveðna fortíð saman. Bubbi er því órjúfanlegur hluti af sýningunni hvort sem hann er á sviðinu eða ekki.“ Björn hefur aldrei fyrr verið með uppistand og hann viðurkennir að tilfinningin sé dálítið ógnvekjandi. „En að öðru leyti er tilfinningin bara mjög skemmtileg og sjarmerandi. Það er gaman þegar gengur vel en það er algjörlega lífshættulegt ef það gengur illa. Þótt ég sé einn á sviðinu er þetta ekkert svo frábrugðið því að leika aðrar rullur nema að ég get engan veginn kennt neinum öðrum um ef þetta gengur ekki vel. Maður kennir ekki ljósamanninum um ef maður man ekki textann sinn.“ Munu áhorfendur kynnast nýjum hliðum á Kenneth Mána í sýningunni, er hann að segja okkur sögu sína eða bara að rabba um það sem er að gerast hjá honum í dag? „Hann á eflaust eftir að segja sögur af sjálfum sér, bæði úr fortíð og samtíð. En það sem einkennir Kenneth Mána er að hann lifir í núinu og það er mikill kostur í uppistandi þar sem ríður á að hafa augu og eyru opin.“
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira