Segir ofsa í garð opinberra starfsmanna með ólíkindum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. september 2014 07:15 Opinberir starfsmenn eru um 17.500. Lögreglumenn eru ein stétt opinberra starfsmanna. Fréttablaðið/Pjetur „Þessi ofsi í garð opinberra starfsmanna er með ólíkindum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, á Alþingi í gær og vísaði þar til ummæla þingmannanna Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Fréttablaðinu í fyrradag um að endurskoða þurfi og breyta lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Lilja Rafney sagði að það hefði ekki verið erfitt fyrir ríkisstjórnina að hagræða og segja fólki upp. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það hlyti að mega ræða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.Guðlaug Kristjánsdóttir.„Það að vilja skoða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er ekki árás á opinbera starfsmenn,“ sagði Ragnheiður. Talsmenn BHM og BSRB segja að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verði ekki breytt nema að höfðu samráði við stéttarfélög opinberra starfsmanna. „Ég tel að lögin um opinbera starfsmann séu ágæt eins og þau eru. Það er því engin ástæða til að breyta þeim,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að það sé svo sem ekkert nýtt að menn vilji breyta þessum lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Það gilda hins vegar ákveðnar reglur um hvernig það er gert. Það verður að viðhafa samráð við alla aðila,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi ekkert á móti því að ræða lagalega umgjörð kjarasamninga á opinbera markaðnum. Með síðustu kjarasamningum BHM hafi fylgt bókun þar að lútandi.Elín Björg JónsdóttirElín Björg segir að það skjóti skökku við ef það eigi að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til þess eins að skerða réttindi þeirra. Samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn á forstöðumaður ríkisstofnunar að veita áminningu ef starfsmaður brýtur af sér í starfi. Starfsmaður sem er áminntur vegna brota í starfi á andmælarétt. Ef ríkisstofnun ætlar að segja starfsmanni upp störfum þarf fyrst að veita áminningu og gefa viðkomandi færi á að bæta ráð sitt áður en honum er vikið frá störfum. Ef verið er að leggja niður opinberar stöður eða fækka vegna hagræðingar í rekstri er hins vegar ekki skylt að gefa starfsmanni tækifæri til að tjá sig um uppsögnina. Á almennum vinnumarkaði þarf ekki að rökstyðja uppsagnir starfsmanna og starfsfólk á ekki andmælarétt. Alþingi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Þessi ofsi í garð opinberra starfsmanna er með ólíkindum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, á Alþingi í gær og vísaði þar til ummæla þingmannanna Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Fréttablaðinu í fyrradag um að endurskoða þurfi og breyta lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Lilja Rafney sagði að það hefði ekki verið erfitt fyrir ríkisstjórnina að hagræða og segja fólki upp. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það hlyti að mega ræða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.Guðlaug Kristjánsdóttir.„Það að vilja skoða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er ekki árás á opinbera starfsmenn,“ sagði Ragnheiður. Talsmenn BHM og BSRB segja að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verði ekki breytt nema að höfðu samráði við stéttarfélög opinberra starfsmanna. „Ég tel að lögin um opinbera starfsmann séu ágæt eins og þau eru. Það er því engin ástæða til að breyta þeim,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að það sé svo sem ekkert nýtt að menn vilji breyta þessum lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Það gilda hins vegar ákveðnar reglur um hvernig það er gert. Það verður að viðhafa samráð við alla aðila,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi ekkert á móti því að ræða lagalega umgjörð kjarasamninga á opinbera markaðnum. Með síðustu kjarasamningum BHM hafi fylgt bókun þar að lútandi.Elín Björg JónsdóttirElín Björg segir að það skjóti skökku við ef það eigi að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til þess eins að skerða réttindi þeirra. Samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn á forstöðumaður ríkisstofnunar að veita áminningu ef starfsmaður brýtur af sér í starfi. Starfsmaður sem er áminntur vegna brota í starfi á andmælarétt. Ef ríkisstofnun ætlar að segja starfsmanni upp störfum þarf fyrst að veita áminningu og gefa viðkomandi færi á að bæta ráð sitt áður en honum er vikið frá störfum. Ef verið er að leggja niður opinberar stöður eða fækka vegna hagræðingar í rekstri er hins vegar ekki skylt að gefa starfsmanni tækifæri til að tjá sig um uppsögnina. Á almennum vinnumarkaði þarf ekki að rökstyðja uppsagnir starfsmanna og starfsfólk á ekki andmælarétt.
Alþingi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira