Arnfirðingar vilja breyta veðurkortinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. ágúst 2014 07:30 Þá sem horfðu á veðurfréttirnar 5. ágúst hefur örugglega ekki fýst í að fara vestur. Þar voru sýnd fimm stig á Vestfjörðum meðan þau reyndust um 14 á Bíldudal. „Það er náttúrlega ekkert vit í því að hitatölur frá annesjum við ystu höf séu látnar standa fyrir veðrið á Vestfjörðum,“ segir Valdimar Gunnarsson, félagi í Arnfirðingafélaginu. Hann sendi Veðurstofunni bréf þar sem það er gagnrýnt að veðurmælingar frá veðurathugunarstöðinni í Bolungarvík séu látnar standa fyrir veðurfar á Vestfjörðum á yfirlitskortinu. Þar segir að þann 5. ágúst síðastliðinn hafi yfirlitskortið í veðurfréttatímanum sagt að fimm stig væru á Vestfjörðum en þá voru Bílddælingar að sleikja sólina í fjórtán stiga hita. Valdimar segir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Bíldudal undanfarin ár en íslenskum ferðamönnum síður enda sé ekki mikill hvati til þess að bregða sér vestur þegar svo lágar hitatölur séu látnar segja til um veðurfarið fyrir vestan. „Það er því mikið í húfi fyrir ferðaþjónustuna á Vestfjörðum,“ segir Valdimar.Valdimar Gunnarsson„Já, það er oft töluvert kaldara þarna yst við Djúp en í Arnarfirði, sérstaklega í norðaustanátt á sumrin, þetta er alveg rétt,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Hann hefur þegar brugðist við gagnrýninni. „Ég fór að bæta við hitatölum sem gætu staðið fyrir Bíldudal þá daga sem líklegt er að einhverju muni í hita og hvatti félaga mína til að fylgja fordæminu. En við erum að fara yfir þessi mál núna og ráða ráðum okkar en það eru fleiri staðir á landinu í hliðstæðri stöðu.“ Hann nefnir sem dæmi að stundum sé þoka og frekar svalt niðri á Austfjörðum en á sama tíma heiðskírt og afar hlýtt uppi á Héraði. Hitatala frá öðrum hvorum staðnum er því ekki lýsandi fyrir svæðið í slíkum tilfellum. Hann segir breytinga að vænta með haustinu. „Hugmyndin sem er uppi núna er að fækka táknum svo hægt sé að hafa fleiri hitatölur inni. Við gætum síðan sagt frá skýjafari og vindi í öðrum kortum.“ Haraldur segir veðursældina á Bíldudal vera sér vel ljósa frá því komið var þar upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð árið 1998. Hún hefur orðið tilefni skrifa í erlend fræðirit. Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
„Það er náttúrlega ekkert vit í því að hitatölur frá annesjum við ystu höf séu látnar standa fyrir veðrið á Vestfjörðum,“ segir Valdimar Gunnarsson, félagi í Arnfirðingafélaginu. Hann sendi Veðurstofunni bréf þar sem það er gagnrýnt að veðurmælingar frá veðurathugunarstöðinni í Bolungarvík séu látnar standa fyrir veðurfar á Vestfjörðum á yfirlitskortinu. Þar segir að þann 5. ágúst síðastliðinn hafi yfirlitskortið í veðurfréttatímanum sagt að fimm stig væru á Vestfjörðum en þá voru Bílddælingar að sleikja sólina í fjórtán stiga hita. Valdimar segir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Bíldudal undanfarin ár en íslenskum ferðamönnum síður enda sé ekki mikill hvati til þess að bregða sér vestur þegar svo lágar hitatölur séu látnar segja til um veðurfarið fyrir vestan. „Það er því mikið í húfi fyrir ferðaþjónustuna á Vestfjörðum,“ segir Valdimar.Valdimar Gunnarsson„Já, það er oft töluvert kaldara þarna yst við Djúp en í Arnarfirði, sérstaklega í norðaustanátt á sumrin, þetta er alveg rétt,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Hann hefur þegar brugðist við gagnrýninni. „Ég fór að bæta við hitatölum sem gætu staðið fyrir Bíldudal þá daga sem líklegt er að einhverju muni í hita og hvatti félaga mína til að fylgja fordæminu. En við erum að fara yfir þessi mál núna og ráða ráðum okkar en það eru fleiri staðir á landinu í hliðstæðri stöðu.“ Hann nefnir sem dæmi að stundum sé þoka og frekar svalt niðri á Austfjörðum en á sama tíma heiðskírt og afar hlýtt uppi á Héraði. Hitatala frá öðrum hvorum staðnum er því ekki lýsandi fyrir svæðið í slíkum tilfellum. Hann segir breytinga að vænta með haustinu. „Hugmyndin sem er uppi núna er að fækka táknum svo hægt sé að hafa fleiri hitatölur inni. Við gætum síðan sagt frá skýjafari og vindi í öðrum kortum.“ Haraldur segir veðursældina á Bíldudal vera sér vel ljósa frá því komið var þar upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð árið 1998. Hún hefur orðið tilefni skrifa í erlend fræðirit.
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira