Met slegið í brennisteinsdíoxíðsmengun Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 19:08 Aldrei hefur mælst eins mikið brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu á Íslandi og mældist á Austfjörðum í gærkvöldi og nótt. Umhverfisstofnun vinnur að því að fjölga mælum á landinu og stofnaður hefur verið sérstakur hópur vísindamanna til að fylgjast með eiturgufum frá eldgosinu í Holuhrauni. Eldgos gefa frá sér mismunandi gas en frá gosinu í Holuhrauni hefur streymt nokkuð mikið af brennisteinsdíoxíði og spár gerðu ráð fyrir að mengunarský frá gosinu í gærkvöldi og nótt næði yfir svæði allt frá Langanesi að Seyðisfirði. Í gærkvöldi mældust yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra á mæli sem settur var upp vegna starfsemi álversins á Reyðarfirði.Hafa svona tölur komið fram í mælingum á Íslandi áður?'„Nei, ekkert viðlíka þessu. Hæstu tölur sem við höfum séð frá iðnaði nálægt álverksmiðjum eru kannski í kringum 200 og þá nálægt nánast verksmiðjuveggnum. Þannig að tölur sem hlaupa á þúsundum höfum við aldrei séð hérna,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, sem situr í vísindamannaráði vegna eldgossins.Töldu sig komin með kvef En þótt mælingin komi frá Reyðarfirði finnur fólk fyrir menguninni víða um Austfirði. „Maður tekur náttúrlega fyrst eftir þessum gulbrúna lit í vestrinu. En það sem ég finn mest fyrir er sviði í augum, sviði í hálsi og hósti og börnin mín hósta líka mikið, sérstaklega á næturnar,“ segir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi í Neskaupstað. Þetta hafi staðið yfir í rúma viku og margir í bænum hafi fyrst haldið að þeir væru komnir með kvef. „Við bara lokum gluggum og í gærkvöldi kyntum við upp úr öllu valdi. Þannig að það var vægast sagt heitt í húsinu í morgun. Og við lokum gluggum og höfum rakan klút við gluggafalsið. Ég finn fyrir verulegum óþægindum af þessu,“ segir Kristín sem er gift tveggja barna móðir. Þorsteinn segir Kristínu bregðast nákvæmlega rétt við samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga. „Og viðkvæmu hóparnir eru þá fyrst og fremst aðallega öll börn, flestir eldri borgarar og allt eldra fólk sem er með einhverja undirliggjandi sjúkdóma. Sérstaklega þá astma og hjartasjúkdóma. Allt þetta fólk þarf að hafa sérstakan vara á sér,“ segir Þorsteinn. Gildi gassins þurfi hins vegar að skipta tugum þúsunda míkrógramma á rúmmetra til að verða bráðdrepandi. Á fundi vísindamannaráðs í morgun var ákveðið að skipa hóp sérfræðinga sem eingöngu fylgist með gasmenguninni og að fjölga mælum. „Við erum að fara að setja upp mæli á Akureyri og Suðurlandi. Það þarf að mæla á fleiri stöðum á Austfjörðum og svo eftir því sem vindátt breytist því þetta getur borist um allt land,“ segir Þorsteinn. Umhverfisstofnun biður fólk sem vart hefur orðið við mengun frá gosinu að senda lýsingu á henni, staðsetningu og áhrifum til Umhverfisstofnunar á netfangið gos@umhverfisstofnun.is Bárðarbunga Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Aldrei hefur mælst eins mikið brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu á Íslandi og mældist á Austfjörðum í gærkvöldi og nótt. Umhverfisstofnun vinnur að því að fjölga mælum á landinu og stofnaður hefur verið sérstakur hópur vísindamanna til að fylgjast með eiturgufum frá eldgosinu í Holuhrauni. Eldgos gefa frá sér mismunandi gas en frá gosinu í Holuhrauni hefur streymt nokkuð mikið af brennisteinsdíoxíði og spár gerðu ráð fyrir að mengunarský frá gosinu í gærkvöldi og nótt næði yfir svæði allt frá Langanesi að Seyðisfirði. Í gærkvöldi mældust yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra á mæli sem settur var upp vegna starfsemi álversins á Reyðarfirði.Hafa svona tölur komið fram í mælingum á Íslandi áður?'„Nei, ekkert viðlíka þessu. Hæstu tölur sem við höfum séð frá iðnaði nálægt álverksmiðjum eru kannski í kringum 200 og þá nálægt nánast verksmiðjuveggnum. Þannig að tölur sem hlaupa á þúsundum höfum við aldrei séð hérna,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, sem situr í vísindamannaráði vegna eldgossins.Töldu sig komin með kvef En þótt mælingin komi frá Reyðarfirði finnur fólk fyrir menguninni víða um Austfirði. „Maður tekur náttúrlega fyrst eftir þessum gulbrúna lit í vestrinu. En það sem ég finn mest fyrir er sviði í augum, sviði í hálsi og hósti og börnin mín hósta líka mikið, sérstaklega á næturnar,“ segir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi í Neskaupstað. Þetta hafi staðið yfir í rúma viku og margir í bænum hafi fyrst haldið að þeir væru komnir með kvef. „Við bara lokum gluggum og í gærkvöldi kyntum við upp úr öllu valdi. Þannig að það var vægast sagt heitt í húsinu í morgun. Og við lokum gluggum og höfum rakan klút við gluggafalsið. Ég finn fyrir verulegum óþægindum af þessu,“ segir Kristín sem er gift tveggja barna móðir. Þorsteinn segir Kristínu bregðast nákvæmlega rétt við samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga. „Og viðkvæmu hóparnir eru þá fyrst og fremst aðallega öll börn, flestir eldri borgarar og allt eldra fólk sem er með einhverja undirliggjandi sjúkdóma. Sérstaklega þá astma og hjartasjúkdóma. Allt þetta fólk þarf að hafa sérstakan vara á sér,“ segir Þorsteinn. Gildi gassins þurfi hins vegar að skipta tugum þúsunda míkrógramma á rúmmetra til að verða bráðdrepandi. Á fundi vísindamannaráðs í morgun var ákveðið að skipa hóp sérfræðinga sem eingöngu fylgist með gasmenguninni og að fjölga mælum. „Við erum að fara að setja upp mæli á Akureyri og Suðurlandi. Það þarf að mæla á fleiri stöðum á Austfjörðum og svo eftir því sem vindátt breytist því þetta getur borist um allt land,“ segir Þorsteinn. Umhverfisstofnun biður fólk sem vart hefur orðið við mengun frá gosinu að senda lýsingu á henni, staðsetningu og áhrifum til Umhverfisstofnunar á netfangið gos@umhverfisstofnun.is
Bárðarbunga Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira