Enski boltinn

Fabregas og Costa í metabækurnar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Fabregas og Costa njóta þess að leika saman
Fabregas og Costa njóta þess að leika saman vísir/getty
Cesc Fabregas skráði nafn sitt í sögubækurnar í dag þegar hann gaf stoðsendingu í sjötta leiknum sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fabregas lagði upp tvö marka Diego Costa í sigrinum á Swansea í dag og hann lagði einnig upp mörk í hinum þremur leikjum Chelsea í deildinni í haust, gegn Everton, Leicester og Burnley.

Fabregas átti stoðsendingu í tveimur síðustu leikjum sínum hjá Arsenal áður en hann fór til Spánar og lék með Barcelona.

Félagi Fabregas hjá Chelsea, framherjinn Diego Costa, sem farið hefur á kostum í upphafi leiktíðar með sjö mörkum í fjórum fyrstu leikjunum varð í dag fyrsti leikmaður Chelsea til að skora í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir félagið frá því að John Meredith afrekaði það árið 1928.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×