Innlent

Ellefu flug felld niður á morgun

Bjarki Ármannsson skrifar
Í gær þurfti að fella niður þrjátíu flug.
Í gær þurfti að fella niður þrjátíu flug. Vísir/Anton Brink
Icelandair hefur fellt niður ellefu flug félagsins á morgun, sunnudag 11. maí, vegna verkfallsaðgerða flugmanna.  Icelandair hafði áður fellt niður þrjátíu flug í gær vegna þeirra.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Ferðirnar sem um er að ræða eru:

Flug til og frá Glasgow (FI430/FI431),  Kaupmannahöfn (FI204/FI205) Helsinki (FI342/FI343) Amsterdam (FI502/503), London Heathrow (FI450/FI451) og Bergen/Stavanger (FI338).

Í tilkynningunni segir að Icelandair muni eftir fremsta megni reyna að leysa úr þeim vanda sem niðurfelling flugsins skapar viðskiptavinum. Nánari upplýsingar eru á Icelandair.is.

„Um leið og við biðjum viðskiptavini velvirðingar á þessari röskun þá vil ég koma á framfæri þakklæti til þeirra fyrir þann skilning og þolinmæði sem þeir sýna við erfiðar aðstæður,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Þessi frétt hefur verið uppfærð. Upphaflega var greint frá því að sjö flug myndu falla niður. 


Tengdar fréttir

Flugmenn hjá Icelandair á leið í aðgerðir

Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð.

Flugmenn í verkfall

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×