Fótbolti

Berlusconi og Seedorf í hár saman

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/getty
Berlusconi forseti ítalska stórliðsins AC Milan og Clarence Seedorf þjálfari liðsins er ekki vel til vina um þessar mundir en Berlusconi móðgaði Seedorf sem krefst þess að komið sé fram við sig af virðingu.

Seedorf tók við AC Milan þegar Massimiliano Allegri var rekinn í janúar. Eftir erfiða byrjun hefur gengið betur hjá Milan og liðið er komið í baráttu um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Þrátt fyrir bætt gengi er talið líklegt að Seedorf verið látinn fara að loknum keppnistímabilinu en hann lagði skóna á hilluna til taka við liðinu í janúar.

Berlusconi sinnir nú samfélagþjónustu á heimili fyrir aldraða. „Í morgun hitti ég fólk sem gæti ráðið auðveldlega við búningsklefann hjá Milan,“ sagði Berlusconi og meinti það sem móðgun að eldra fólk gæti þjálfað liðið jafn vel og Seedorf en Berlusconi er sagður hafa lítið álit á taktískri greind Hollendingsins og knattspyrnuhugsunar.

Seedorf vildi lítið svara fyrir þessi orð Berlusconi en krefst þess þó að honum sé sýnd virðing.

„Ég skil ekki hvað hann sagði. Ég hugsa bara um liðið og leikmennina,“ sagði Seedorf við fjölmiðla í dag.

„Ég vil ekki tala um forsetann. Ég vil ekki að mér sé strítt. Ég vil ekki að það sé komið fram við mig eins og asna. Ég vil að mér sýnd virðing.“

„Ég veit að ég hef bara unnið sem þjálfari í þrjá mánuði en ég hef verið í fótbolta í 22 ár og er ekki vitlaus. Ég hef alltaf komið fram af virðingu við fjölmiðla og vil að fjölmiðlar komi eins fram við mig,“ sagði Seedorf sem var orðinn leiður á að svara spurningum um Berlusconi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×