Verður að stækka griðasvæði hvala 10. maí 2014 12:00 Rannveig grétarsdóttir Hvalaskoðun og hvalveiðar á Faxaflóa geta ekki farið saman til lengdar með því fyrirkomulagi sem nú er í gildi. Áður en illa fer verður að endurskoða mörk á milli skoðunar– og veiðisvæða. Þetta er niðurstaða fulltrúa hvalaskoðunarfyrirtækja og annarra sem tengjast hvalaskoðun eftir tíu daga fræðsluferð um austurströnd Bandaríkjanna, en ferðin var skipulögð af bandaríska utanríkisráðuneytinu og bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að íslenska hópnum hafi verið kynnt stefnumörkun þarlendra stjórnvalda er varðar hvali og hvalveiðar, en ekki síður það öfluga starf sem unnið er við rannsóknir og verndun hvala. Fundað var með embættismönnum utanríkisráðuneytisins, þingmönnum og aðstoðarmönnum þeirra, starfsmönnum stofnana sem vinna að rannsóknum á hvölum og lífríki hafsins, fulltrúum hvalaskoðunarfyrirtækja og frjálsum félagasamtökum. Spurð um stöðu íslensku hvalaskoðunarfyrirtækjanna í samhengi við reynsluna úr ferðalaginu til Bandaríkjanna segir Rannveig: „Í ljósi þess að fram undan er eitt stærsta sumar fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi er ekki laust við að hrefnuveiðar, sem hófust í vikunni, varpi skugga á spennu okkar fyrir sumrinu. Frá því að hrefnuveiðar hófust á Faxaflóa árið 2003 höfum við orðið vör við talsverða breytingu á hegðun hrefnunnar á Faxaflóa og erfiðara er með hverju árinu að halda uppi gæðum ferðanna. Þetta er því alvarlegt mál fyrir okkur og við komum til með að beita okkur enn frekar fyrir breytingu á núverandi griðasvæði til að tryggja áframhald hrefnuskoðunar í Faxaflóa.“ Rannveig segir að íslenska hópnum hafi ekki síst komið á óvart þær öflugu rannsóknir sem eru stundaðar á hvölum í Bandaríkjunum, bæði á vegum opinberra stofnana en ekki síður af sjálfstæðum samtökum og þá oft í samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtækin á svæðinu. „Okkur kom á óvart hversu langt hefur verið gengið í verndun hvala. Má nefna að sérstakar reglur hafa verið settar um siglingarhraða skipa á hafsvæðum þar sem mikið er um hval, skipaleiðum hefur verið breytt í krafti rannsókna og hvalatalninga. Veiðarfæri hafa verið þróuð til að takmarka óþarfa dauðsföll, en ásiglingar á hvali og dauði dýra vegna þess að þau flækjast í veiðarfæri eru, eins og annars staðar, vandamál þar í landi, þótt slíkt sé ekki í umræðunni hér,“ segir Rannveig. Á ferðum sínum heimsótti hópurinn borgir og bæi sem eiga sér langa sögu í hvalveiðum; fræddust um sögu samfélaganna og þróun þeirra. „Alls staðar sem við komum gegnir þessi saga hvalveiðanna stóru hlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samspili við hvalaskoðun en þangað koma milljónir manna ár hvert,“ segir Rannveig og tæpir á því að þessi þróun sé hafin hér á landi þótt mikið sé enn ógert. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Hvalaskoðun og hvalveiðar á Faxaflóa geta ekki farið saman til lengdar með því fyrirkomulagi sem nú er í gildi. Áður en illa fer verður að endurskoða mörk á milli skoðunar– og veiðisvæða. Þetta er niðurstaða fulltrúa hvalaskoðunarfyrirtækja og annarra sem tengjast hvalaskoðun eftir tíu daga fræðsluferð um austurströnd Bandaríkjanna, en ferðin var skipulögð af bandaríska utanríkisráðuneytinu og bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að íslenska hópnum hafi verið kynnt stefnumörkun þarlendra stjórnvalda er varðar hvali og hvalveiðar, en ekki síður það öfluga starf sem unnið er við rannsóknir og verndun hvala. Fundað var með embættismönnum utanríkisráðuneytisins, þingmönnum og aðstoðarmönnum þeirra, starfsmönnum stofnana sem vinna að rannsóknum á hvölum og lífríki hafsins, fulltrúum hvalaskoðunarfyrirtækja og frjálsum félagasamtökum. Spurð um stöðu íslensku hvalaskoðunarfyrirtækjanna í samhengi við reynsluna úr ferðalaginu til Bandaríkjanna segir Rannveig: „Í ljósi þess að fram undan er eitt stærsta sumar fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi er ekki laust við að hrefnuveiðar, sem hófust í vikunni, varpi skugga á spennu okkar fyrir sumrinu. Frá því að hrefnuveiðar hófust á Faxaflóa árið 2003 höfum við orðið vör við talsverða breytingu á hegðun hrefnunnar á Faxaflóa og erfiðara er með hverju árinu að halda uppi gæðum ferðanna. Þetta er því alvarlegt mál fyrir okkur og við komum til með að beita okkur enn frekar fyrir breytingu á núverandi griðasvæði til að tryggja áframhald hrefnuskoðunar í Faxaflóa.“ Rannveig segir að íslenska hópnum hafi ekki síst komið á óvart þær öflugu rannsóknir sem eru stundaðar á hvölum í Bandaríkjunum, bæði á vegum opinberra stofnana en ekki síður af sjálfstæðum samtökum og þá oft í samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtækin á svæðinu. „Okkur kom á óvart hversu langt hefur verið gengið í verndun hvala. Má nefna að sérstakar reglur hafa verið settar um siglingarhraða skipa á hafsvæðum þar sem mikið er um hval, skipaleiðum hefur verið breytt í krafti rannsókna og hvalatalninga. Veiðarfæri hafa verið þróuð til að takmarka óþarfa dauðsföll, en ásiglingar á hvali og dauði dýra vegna þess að þau flækjast í veiðarfæri eru, eins og annars staðar, vandamál þar í landi, þótt slíkt sé ekki í umræðunni hér,“ segir Rannveig. Á ferðum sínum heimsótti hópurinn borgir og bæi sem eiga sér langa sögu í hvalveiðum; fræddust um sögu samfélaganna og þróun þeirra. „Alls staðar sem við komum gegnir þessi saga hvalveiðanna stóru hlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samspili við hvalaskoðun en þangað koma milljónir manna ár hvert,“ segir Rannveig og tæpir á því að þessi þróun sé hafin hér á landi þótt mikið sé enn ógert.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira