Fjórða M-ið á Landspítala: Mýs í húsi húð- og kynsjúkdómadeildar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 14:18 Ekki liggur fyrir hvernig mýsnar komust inn í hús húð-og kynsjúkdómadeildar en þær komust aldrei inn á deildina sjálfar þar sem sjúklingar eru. „Þetta er nú sem betur fer ekki algengt,“ segir Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans aðspurður um mýs sem voru í húsnæði húð-og kynsjúkdómadeildar. „Það var ein mús veidd núna fyrir um þremur dögum og svo var annað tilfelli í húsinu fyrir um tveimur mánuðum síðan. Í hvorugt skiptið komust mýsnar samt inn á deildina sjálfa þar sem sjúklingar eru,“ segir Aðalsteinn. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig mýsnar komust inn; hvort það hafi verið í gegnum opnar dyr, lausa klæðningu eða eitthvað annað. Aðalsteinn segir nú sé verið að yfirfara húsið til að sjá hvort og þá hvar mýsnar hafi getað komist inn. Húð-og kynsjúkdómadeild stendur í gömlu timburhúsi austan megin á lóð Landspítalans í Fossvogi. Þar var áður trésmíðaverkstæði og saumastofa og var húsið ekki byggt til að vera í notkun í áratugi, eins og það hefur nú verið. „Þetta er í rauninni bráðabirgðahúsnæði sem var byggt til að standa í nokkur ár. Það er ef til vill ekki nógu þétt eða nógu vel einangrað, og þá er auðvitað ákveðin hætta á að mýs komist inn. Svo stendur húsið auðvitað við grænt svæði hérna í Fossvoginum og það er auðvitað alþekkt að mýs leita inn í hlýjuna þegar hausta tekur.“ Aðalsteinn ítrekar þó að þetta gerist ekki oft en hafi þekkst af og til í gegnum árin, sérstaklega í þeim húsum spítalans sem standa við græn svæði.Mauraeitrið lofar góðu Aðspurður um hvernig gangi að ráða að niðurlögum faraó-mauranna, sem gerðu sig heimakomna í einu af húsum spítalans á Hringbraut, segir Aðalsteinn það ganga vel: „Það var eitrað fyrir þeim aðfaranótt sunnudags og eitrið lofar góðu. Það er farið á hverju kvöldi og svæðið vaktað til að fylgjast með hvernig eitrið virkar. Sums staðar eru maurarnir alveg horfnir og annars staðar sjást nokkrir enn. Okkur er sagt að maurarnir geti lifað í allt að 2-3 mánuði svo við verðum að vakta svæðið að minnsta kosti næstu tvo mánuði.“ Þá bætir Aðalsteinn að kannað hafi verið með maura á öðrum deildum spítalans við Hringbraut og enginn staðfest tilfelli komið upp. Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
„Þetta er nú sem betur fer ekki algengt,“ segir Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans aðspurður um mýs sem voru í húsnæði húð-og kynsjúkdómadeildar. „Það var ein mús veidd núna fyrir um þremur dögum og svo var annað tilfelli í húsinu fyrir um tveimur mánuðum síðan. Í hvorugt skiptið komust mýsnar samt inn á deildina sjálfa þar sem sjúklingar eru,“ segir Aðalsteinn. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig mýsnar komust inn; hvort það hafi verið í gegnum opnar dyr, lausa klæðningu eða eitthvað annað. Aðalsteinn segir nú sé verið að yfirfara húsið til að sjá hvort og þá hvar mýsnar hafi getað komist inn. Húð-og kynsjúkdómadeild stendur í gömlu timburhúsi austan megin á lóð Landspítalans í Fossvogi. Þar var áður trésmíðaverkstæði og saumastofa og var húsið ekki byggt til að vera í notkun í áratugi, eins og það hefur nú verið. „Þetta er í rauninni bráðabirgðahúsnæði sem var byggt til að standa í nokkur ár. Það er ef til vill ekki nógu þétt eða nógu vel einangrað, og þá er auðvitað ákveðin hætta á að mýs komist inn. Svo stendur húsið auðvitað við grænt svæði hérna í Fossvoginum og það er auðvitað alþekkt að mýs leita inn í hlýjuna þegar hausta tekur.“ Aðalsteinn ítrekar þó að þetta gerist ekki oft en hafi þekkst af og til í gegnum árin, sérstaklega í þeim húsum spítalans sem standa við græn svæði.Mauraeitrið lofar góðu Aðspurður um hvernig gangi að ráða að niðurlögum faraó-mauranna, sem gerðu sig heimakomna í einu af húsum spítalans á Hringbraut, segir Aðalsteinn það ganga vel: „Það var eitrað fyrir þeim aðfaranótt sunnudags og eitrið lofar góðu. Það er farið á hverju kvöldi og svæðið vaktað til að fylgjast með hvernig eitrið virkar. Sums staðar eru maurarnir alveg horfnir og annars staðar sjást nokkrir enn. Okkur er sagt að maurarnir geti lifað í allt að 2-3 mánuði svo við verðum að vakta svæðið að minnsta kosti næstu tvo mánuði.“ Þá bætir Aðalsteinn að kannað hafi verið með maura á öðrum deildum spítalans við Hringbraut og enginn staðfest tilfelli komið upp.
Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12
M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27