Baldvin Sturluson er genginn til liðs við Val eftir því sem kemur fram á heimasíðu Vals.
Hann kemur til Vals frá Stjörnunni en hann fékk þó lítið að spila með Garðbæingum í sumar og var lánaður í Breiðablik síðari hluta tímabilsins.
Hann hefur þess fyrir utan leikið alla sína tíð í Garðabænum en Baldvin, sem er 25 ára, getur bæði spilað í vörn og á miðju.
Baldvin mun líklega fylla í skarð Svíans Billy Berntsson sem mun ekki snúa aftur til Vals næsta sumar.
