Í viðtalinu er meðal annars rætt við Gunnar um bardagann við Zak Cummings.
„Þetta er sterkur gæi og hrikalega reyndur. Ég ber líka virðingu fyrir honum. Hann er góður alls staðar en kannski bestur í standandi glímu. Ég hlakka til að djöflast í honum. Ég mun fara eins í þennan bardaga og alla hina. Ég bregst bara við því sem gerist. Mér er eiginlega sama hvert bardaginn fer en þeir vilja oft enda í jörðinni hjá mér,“ segir Gunnar.
Gunni talar einnig um lífið í Dublin, hvort hann sé raunverulega eins rólegur og hann lítur út fyrir að vera og ýmislegt annað.
Blaðamaður Vísis eyddi drjúgum tíma með Gunnari á fimmtudag og það leyndi sér ekki að þar fór maður sem er í góðu andlegu jafnvægi.
Vonandi verður Gunnar síðan í stuði í kvöld er hann stígur inn í búrið í 02-höllinni.
Horfa má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.