
Flugvirkjar íhuga dómsmál vegna þvingunaraðgerða

„Þetta leggst mjög illa í okkur,“ sagði Maríus í samtali við Vísi í dag. „Við teljum þetta vera ígildi þvingunaraðgerða af hendi stjórnvalda og þetta er verulega slæm þróun fyrir kjarasamninga eða kjaraviðræður í heild sinni á vinnumarkaði ef það er hægt að henda út einum og einum aðila, gera þá í raun og veru ófæra um að ná samningum á frjálsum markaði.“ Maríus segir þetta mjög óeðlilegt og að það verði að bregðast við þessu á einn eða annan hátt. „Flugvirkjafélag Íslands ætlar ekki að taka þessu þegjandi, það er alveg á hreinu. Eins og ég hef sagt áður: Við spilum eftir reglunum og við munum leita réttar okkar fyrir dómstólum.“
Tengdar fréttir

Fundi flugvirkja lauk án árangurs
Átta klukkustunda samningafundi flugvirkja og Icelandair lauk um klukkan hálf tíu í kvöld í húsi Ríkissáttasemjara.

Ferðir tólf þúsund farþega Icelandair í uppnámi
Icelandair hefur fellt niður 65 flug félagsins mánudaginn 16. júní, vegna sólarhringsverkfalls Flugvirkjafélags Íslands.

Flugvirkjar vonast til að samningar náist
Icelandair ákvað í dag að fella niður öll fyrirhuguð flug félagsins á mánudaginn, vegna þeirrar óvissu sem uppi er í kjaradeilu flugvirkja félagsins. Flugvirkjar binda vonir við að samningar náist en segjast verða vonsviknir ákveði stjórnvöld að setja lögbann á verkfallsaðgerðir.

Vinnustöðvun flugvirkja í dag
Kjarasamningar Icelandair og flugvirkja tókust ekki í gær og mun ótímabundið verkfall hefjast á fimmtudag að óbreyttu.

Formaður samninganefndar sakar Samtök atvinnulífsins um óbilgirni
Mikil harka hefur færst í kjaradeilu flugvirkja og litlar líkur eru á að komist verði hjá vinnustöðvun þeirra sem hefst á morgun

Kalla yrði þing saman í dag til að hindra flugvirkjaverkfall
Flugvirkjar og Icelandair funduðu hjá Ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Ótímabundið verkfall á að hefjast á fimmtudag. Ferðamálasamtök Íslands vilja inngrip stjórnvalda. Innanríkisáðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara.