Innlent

Flugvirkjar íhuga dómsmál vegna þvingunaraðgerða

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Flugvirkjar að störfum.
Flugvirkjar að störfum. Mynd/Anton Brink
Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, segir stöðu samningaferlisins gjörbreytta eftir að Alþingi var kallað saman til þess að greiða atkvæði á morgun um mögulegar aðgerðir gegn boðaðri vinnustöðvun flugvirkja. Líkt og komið hefur fram mun boðað verkfall hefta allar flugsamgöngur Icelandair frá Keflavíkurflugvelli og hefur nú þegar þurft að aflýsa hátt í 70 flugferðum.

„Þetta leggst mjög illa í okkur,“ sagði Maríus í samtali við Vísi í dag. „Við teljum þetta vera ígildi þvingunaraðgerða af hendi stjórnvalda og þetta er verulega slæm þróun fyrir kjarasamninga eða kjaraviðræður í heild sinni á vinnumarkaði ef það er hægt að henda út einum og einum aðila, gera þá í raun og veru ófæra um að ná samningum á frjálsum markaði.“ Maríus segir þetta mjög óeðlilegt og að það verði að bregðast við þessu á einn eða annan hátt. „Flugvirkjafélag Íslands ætlar ekki að taka þessu þegjandi, það er alveg á hreinu. Eins og ég hef sagt áður: Við spilum eftir reglunum og við munum leita réttar okkar fyrir dómstólum.“ 


Tengdar fréttir

Fundi flugvirkja lauk án árangurs

Átta klukkustunda samningafundi flugvirkja og Icelandair lauk um klukkan hálf tíu í kvöld í húsi Ríkissáttasemjara.

Flugvirkjar vonast til að samningar náist

Icelandair ákvað í dag að fella niður öll fyrirhuguð flug félagsins á mánudaginn, vegna þeirrar óvissu sem uppi er í kjaradeilu flugvirkja félagsins. Flugvirkjar binda vonir við að samningar náist en segjast verða vonsviknir ákveði stjórnvöld að setja lögbann á verkfallsaðgerðir.

Vinnustöðvun flugvirkja í dag

Kjarasamningar Icelandair og flugvirkja tókust ekki í gær og mun ótímabundið verkfall hefjast á fimmtudag að óbreyttu.

Kalla yrði þing saman í dag til að hindra flugvirkjaverkfall

Flugvirkjar og Icelandair funduðu hjá Ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Ótímabundið verkfall á að hefjast á fimmtudag. Ferðamálasamtök Íslands vilja inngrip stjórnvalda. Innanríkisáðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×