Hraunbæjarmálið: Sorglegt atvik sem mun hafa áhrif á vinnu heilbrigðisráðuneytisins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júní 2014 00:01 Kristján Þór Júlíusson vinnur á grundvelli þingsályktunartillögu en fyrsti flutningsmaður hennar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það sem hefur gerst er að við erum að vinna að mótun geðheilbrigðisstefnu. Svona sorglegir atburðir hljóta að setja mark sitt á alla þá vinnu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, spurður um viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins við Hraunbæjarmálinu svokallaða. Eins og kunnugt er lést geðfatlaður maður, Sævarr Rafn Jónsson, af völdum lögreglu eftir að hann hafði skotið með haglabyssu út um glugga á heimili sínu og lögregla var kölluð á staðinn. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að svo veikur maður skyldi búa einn í íbúð án nokkurs eftirlits. „Þá hljótum við að skoða sérstaklega þessi jaðartilvik.“ „Það er brotalöm í hvernig þessi tvö kerfi tala saman, það er að segja, kerfi sveitarfélaganna annars vegar og kerfi ríkis hins vegar,“ segir Kristján Þór. „Það eru lokuð svæði einhvers staðar sem valda því að einstaklingar eru að detta á milli skips og bryggju. Þá hljótum við að beita okkur fyrir því að byggja brýr á milli kerfanna til að forða því að einstaklingar þurfi að lenda í þessum gildrum.“ Kristján vill ekki fara í að ræða einstök mál spurður um gagnrýni systkina Sævarrs. Hann vill heldur ekki svara því hvernig stefnu hann vill sjálfur taka í geðheilbrigðismálum á Íslandi heldur vilji hann gefa sem fer með geðheilbrigðisstefnuna sitt svigrúm til að vinna á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti. „Við erum að vinna á grundvelli þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti,“ útskýrir Kristján. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Vinna er hafin við að leggja grunn að þessu starfi, sérstök nefnd kemur til með að ræða mótun geðheilbrigðisstefnunnar og á ráðuneytið að skila tillögunum öðru hvoru megin við áramót að sögn Kristjáns. „Örugglega fer þetta tilvik inn í þennan reynslubanka sem nefndin kemur til með að vinna úr, það er alveg ljóst.“ „Ég get ekki svarað neinu til um hvernig nefndin mun skila sinni afurð. Í grunninn eru allir meira og minna sammála um hvernig þeir vilji sjá þessi kerfi vinna saman, að þetta vinni á þeim grunni að einstaklingar lendi ekki á einhverju einskismannslandi eins og hefur gerst og er að gerast.“ En er hægt að finna einhverja lausn sem á við um öll jaðartilvik líkt og það í Hraunbæjarmálinu? „Ég veit það ekki,“ segir Kristján hreinskilnislega. „Vonandi getum við fyrirbyggt einhver tilvik sem við höfum reynslu af. En það er aldrei hægt að fullyrða að einhver tilvik geti ekki komið upp sem starfsfólkið okkar sjái ekki fyrir. En vonandi verður okkur kleift að vinna með þeim hætti að þau verði helst engin.“ Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
„Það sem hefur gerst er að við erum að vinna að mótun geðheilbrigðisstefnu. Svona sorglegir atburðir hljóta að setja mark sitt á alla þá vinnu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, spurður um viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins við Hraunbæjarmálinu svokallaða. Eins og kunnugt er lést geðfatlaður maður, Sævarr Rafn Jónsson, af völdum lögreglu eftir að hann hafði skotið með haglabyssu út um glugga á heimili sínu og lögregla var kölluð á staðinn. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að svo veikur maður skyldi búa einn í íbúð án nokkurs eftirlits. „Þá hljótum við að skoða sérstaklega þessi jaðartilvik.“ „Það er brotalöm í hvernig þessi tvö kerfi tala saman, það er að segja, kerfi sveitarfélaganna annars vegar og kerfi ríkis hins vegar,“ segir Kristján Þór. „Það eru lokuð svæði einhvers staðar sem valda því að einstaklingar eru að detta á milli skips og bryggju. Þá hljótum við að beita okkur fyrir því að byggja brýr á milli kerfanna til að forða því að einstaklingar þurfi að lenda í þessum gildrum.“ Kristján vill ekki fara í að ræða einstök mál spurður um gagnrýni systkina Sævarrs. Hann vill heldur ekki svara því hvernig stefnu hann vill sjálfur taka í geðheilbrigðismálum á Íslandi heldur vilji hann gefa sem fer með geðheilbrigðisstefnuna sitt svigrúm til að vinna á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti. „Við erum að vinna á grundvelli þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti,“ útskýrir Kristján. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Vinna er hafin við að leggja grunn að þessu starfi, sérstök nefnd kemur til með að ræða mótun geðheilbrigðisstefnunnar og á ráðuneytið að skila tillögunum öðru hvoru megin við áramót að sögn Kristjáns. „Örugglega fer þetta tilvik inn í þennan reynslubanka sem nefndin kemur til með að vinna úr, það er alveg ljóst.“ „Ég get ekki svarað neinu til um hvernig nefndin mun skila sinni afurð. Í grunninn eru allir meira og minna sammála um hvernig þeir vilji sjá þessi kerfi vinna saman, að þetta vinni á þeim grunni að einstaklingar lendi ekki á einhverju einskismannslandi eins og hefur gerst og er að gerast.“ En er hægt að finna einhverja lausn sem á við um öll jaðartilvik líkt og það í Hraunbæjarmálinu? „Ég veit það ekki,“ segir Kristján hreinskilnislega. „Vonandi getum við fyrirbyggt einhver tilvik sem við höfum reynslu af. En það er aldrei hægt að fullyrða að einhver tilvik geti ekki komið upp sem starfsfólkið okkar sjái ekki fyrir. En vonandi verður okkur kleift að vinna með þeim hætti að þau verði helst engin.“
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira