Stelpur vilja kannski vera Batman en ekki prinsessur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 00:00 Auglýsingar með grímubúningum viðhalda oft staðalímyndum, að sögn Barnaheilla. Vísir/Anton Barnaheillum – Save the Children á Íslandi berast reglulega ábendingar um vörur eða auglýsingar með börnum eða ætlaðar börnum sem eru óviðeigandi eða jafnvel ólöglegar. „Vörurnar eru gjarnan fatnaður eða leikföng með orðsendingum sem brjóta í bága við þau réttindi sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum. Hún segir samtökin beina því til íslenskra fyrirtækja að varan sendi ekki skilaboð til stúlkna með áherslu á útlit eða mismunun vegna útlits. „Slíkt viðheldur staðalímyndum auk þess sem það elur á óöryggi og skorti á sjálfstrausti en beinir ekki sjónum að hæfileikum eða andlegu atgervi stúlkna.“ Barnaheill biðja einnig fyrirtæki um að framleiða ekki, merkja eða selja leikföng, geisladiska, myndbönd, tölvuleiki, bækur eða annað sem sérstaklega er ætlað annaðhvort drengjum eða stúlkum. Þau eigi að fá að velja eftir áhugasviði. Jafnframt að vörur sem ætlaðar eru börnum séu ekki kynferðislegar eða sendi kynferðisleg skilaboð. „Að búa til slíkt efni og dreifa því er brot á íslenskum lögum og brot á réttindum barna. Einu gildir hvort barnið eigi að líta út fyrir að vera eldra eða yngra en það er. Það er einnig ólöglegt að barngera fullorðinn einstakling og sýna á kynferðislegan hátt.“Margrét Júlía Rafnsdóttir.Að sögn Margrétar hafa viðbrögð fyrirtækja við ábendingunum verið misjöfn. „Mörg taka því vel en sum ekki og er það þá yfirleitt vegna skorts á þekkingu á lögum um vernd barna.“ Í bæklingum sem bornir eru í hús fyrir öskudaginn með auglýsingum um grímubúninga er mikill munur á búningum sem ætlaðir eru stelpum og strákum. Margrét segir búninga ætlaða stelpum alltof oft kynferðislega eða sýna stelpuna í hlutverki hinnar prúðu undirgefnu prinsessu, eins og hún orðar það. „Búningar strákanna sýna hugrakkan mann sem sigrar heiminn og bjargar prinsessum. Nútíma stelpur þurfa ekki á því að halda að láta bjarga sér. Þær eru sjálfbjarga og nútíma strákar hafa nóg við tímann að gera annað en að bjarga prinsessum. Stelpur vilja kannski sjálfar vera Batman.“ Það er mat Margrétar að allir foreldrar vilji að möguleikar dætra þeirra séu jafnir möguleikjum drengja. „En þegar foreldri rekur fyrirtæki finnst því kannski allt í lagi að selja vöru sem viðheldur staðalímyndum. Í vörum og auglýsingum sjá börnin fyrirmyndir og það er mikilvægt að fyrirmyndirnar endurspegli framtíðarsýnina sem við höfum fyrir börnin okkar.“ Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Barnaheillum – Save the Children á Íslandi berast reglulega ábendingar um vörur eða auglýsingar með börnum eða ætlaðar börnum sem eru óviðeigandi eða jafnvel ólöglegar. „Vörurnar eru gjarnan fatnaður eða leikföng með orðsendingum sem brjóta í bága við þau réttindi sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum. Hún segir samtökin beina því til íslenskra fyrirtækja að varan sendi ekki skilaboð til stúlkna með áherslu á útlit eða mismunun vegna útlits. „Slíkt viðheldur staðalímyndum auk þess sem það elur á óöryggi og skorti á sjálfstrausti en beinir ekki sjónum að hæfileikum eða andlegu atgervi stúlkna.“ Barnaheill biðja einnig fyrirtæki um að framleiða ekki, merkja eða selja leikföng, geisladiska, myndbönd, tölvuleiki, bækur eða annað sem sérstaklega er ætlað annaðhvort drengjum eða stúlkum. Þau eigi að fá að velja eftir áhugasviði. Jafnframt að vörur sem ætlaðar eru börnum séu ekki kynferðislegar eða sendi kynferðisleg skilaboð. „Að búa til slíkt efni og dreifa því er brot á íslenskum lögum og brot á réttindum barna. Einu gildir hvort barnið eigi að líta út fyrir að vera eldra eða yngra en það er. Það er einnig ólöglegt að barngera fullorðinn einstakling og sýna á kynferðislegan hátt.“Margrét Júlía Rafnsdóttir.Að sögn Margrétar hafa viðbrögð fyrirtækja við ábendingunum verið misjöfn. „Mörg taka því vel en sum ekki og er það þá yfirleitt vegna skorts á þekkingu á lögum um vernd barna.“ Í bæklingum sem bornir eru í hús fyrir öskudaginn með auglýsingum um grímubúninga er mikill munur á búningum sem ætlaðir eru stelpum og strákum. Margrét segir búninga ætlaða stelpum alltof oft kynferðislega eða sýna stelpuna í hlutverki hinnar prúðu undirgefnu prinsessu, eins og hún orðar það. „Búningar strákanna sýna hugrakkan mann sem sigrar heiminn og bjargar prinsessum. Nútíma stelpur þurfa ekki á því að halda að láta bjarga sér. Þær eru sjálfbjarga og nútíma strákar hafa nóg við tímann að gera annað en að bjarga prinsessum. Stelpur vilja kannski sjálfar vera Batman.“ Það er mat Margrétar að allir foreldrar vilji að möguleikar dætra þeirra séu jafnir möguleikjum drengja. „En þegar foreldri rekur fyrirtæki finnst því kannski allt í lagi að selja vöru sem viðheldur staðalímyndum. Í vörum og auglýsingum sjá börnin fyrirmyndir og það er mikilvægt að fyrirmyndirnar endurspegli framtíðarsýnina sem við höfum fyrir börnin okkar.“
Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira