GÆS opnar á Bernhöftstorfu í sumar: "Þetta er draumurinn okkar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2014 20:30 Kaffihúsið GÆS er rekið af hópi fimm manns sem útskrifuð eru úr Háskóla Íslands úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Kaffihúsið var upphaflega í Tjarnarbíói en færir sig um set í sumar. Það verður nú í þessum litla kofa sem hópurinn málaði sjálfur í húsakynnum Bauhaus og fært var niður í bæ. „Hann kom á mánudagskvöldið og það var gríðarleg spenna hjá okkur. Við öskruðum og görguðum og hlógum eins og kjánar af því að við vorum orðin svo spennt sko,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, einn rekstraraðili kaffihússins. „Við höfum ástríðu fyrir því sem við erum að gera og við ætlum að vanda okkur. Mjög mikið. Við erum á fullu að undirbúa og það gengur bara ágætlega.“ Öll tilskilin leyfi hafa fengist fyrir húsið og Reykjavíkurborg kemur til með að leggja rafmagn í það í vikunni. Bíða þurfti eftir öllum leyfunum og voru þær stöllur orðnar ansi óþreyjufullar. „Við vorum alveg bara, er ekki leyfið að koma núna,“ segir Lára Steinarsdóttir, en hún er einnig á bakvið GÆS ásamt Steinunni og fleirum. „Steinunn sagði bara: „Hvenær kemur þetta leyfi?“ og við sögðum bara: „Þegar við erum búnar að mála þennan kofa þá kemur þetta leyfi.““ „Og það gerðist,“ bætir Steinunn við kát í bragði. Ekkert rennandi vatn er í húsinu en því var bjargað snarlega á meðan fréttamaður heimsótti vinkonurnar eins og sjá má í fréttinni hér að ofan á mínútu 15:30. „Við reiknum með að opna um helgina kannski, ef það er allt tilbúið þá á sunnudaginn,“ segir Lára. „Við lofum allavega að við opnum,“ bætir Steinunn við ef ekki tekst að klára kofann fyrir þann tíma. „Þetta er draumurinn okkar,“ segja þær. „Við ætlum að gera góða hluti hérna í sumar,“ segir Steinunn sem er mjög spennt fyrir verkefninu. „Við ætlum að glæða borgina lífi og gleðja alla sem vilja koma hingað.“ Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Kaffihúsið GÆS er rekið af hópi fimm manns sem útskrifuð eru úr Háskóla Íslands úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Kaffihúsið var upphaflega í Tjarnarbíói en færir sig um set í sumar. Það verður nú í þessum litla kofa sem hópurinn málaði sjálfur í húsakynnum Bauhaus og fært var niður í bæ. „Hann kom á mánudagskvöldið og það var gríðarleg spenna hjá okkur. Við öskruðum og görguðum og hlógum eins og kjánar af því að við vorum orðin svo spennt sko,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, einn rekstraraðili kaffihússins. „Við höfum ástríðu fyrir því sem við erum að gera og við ætlum að vanda okkur. Mjög mikið. Við erum á fullu að undirbúa og það gengur bara ágætlega.“ Öll tilskilin leyfi hafa fengist fyrir húsið og Reykjavíkurborg kemur til með að leggja rafmagn í það í vikunni. Bíða þurfti eftir öllum leyfunum og voru þær stöllur orðnar ansi óþreyjufullar. „Við vorum alveg bara, er ekki leyfið að koma núna,“ segir Lára Steinarsdóttir, en hún er einnig á bakvið GÆS ásamt Steinunni og fleirum. „Steinunn sagði bara: „Hvenær kemur þetta leyfi?“ og við sögðum bara: „Þegar við erum búnar að mála þennan kofa þá kemur þetta leyfi.““ „Og það gerðist,“ bætir Steinunn við kát í bragði. Ekkert rennandi vatn er í húsinu en því var bjargað snarlega á meðan fréttamaður heimsótti vinkonurnar eins og sjá má í fréttinni hér að ofan á mínútu 15:30. „Við reiknum með að opna um helgina kannski, ef það er allt tilbúið þá á sunnudaginn,“ segir Lára. „Við lofum allavega að við opnum,“ bætir Steinunn við ef ekki tekst að klára kofann fyrir þann tíma. „Þetta er draumurinn okkar,“ segja þær. „Við ætlum að gera góða hluti hérna í sumar,“ segir Steinunn sem er mjög spennt fyrir verkefninu. „Við ætlum að glæða borgina lífi og gleðja alla sem vilja koma hingað.“
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira