Eru höft hagstjórnartæki eða neyðarráðstöfun? Árni Páll Árnason skrifar 10. júlí 2014 07:00 Umræða hefur að undanförnu spunnist um þá ákvörðun Seðlabankans að breyta reglum um gjaldeyrismál til að banna samninga sem erlend tryggingafélög hafa boðið og fela í sér bæði tryggingar og sparnað í erlendum gjaldeyri. Við þessa ákvörðun er margt að athuga. Fyrir það fyrsta hefur lögum um höftin ekki verið breytt. Það er umhugsunarefni hvort stjórnvald getur breytt í grundvallaratriðum túlkun sinni á lögum um gjaldeyrishöft, án þess að lagabókstafnum hafi verið breytt að neinu leyti. Er stjórnvaldi frjálst að túlka sambærileg tilvik með ólíkum hætti frá einum tíma til annars? Þetta er sérstaklega athugunarvert í þessu tilviki, þar sem undir liggja atvinnuhagsmunir tryggingafélaganna sem í hlut eiga og hagsmunir tugþúsunda Íslendinga. Hvernig getur ráðherrann sem ber ábyrgð á framkvæmd haftanna sætt sig við sinnaskipti af þessum toga ef lögum hefur ekki verið breytt? Í umræðunni hafa einkum tvenns konar rök verið færð fram til réttlætingar þessum sinnaskiptum. Annars vegar að óréttlátt sé að einstaklingar hafi rétt til sparnaðar erlendis á sama tíma og lífeyrissjóðum landsmanna sé meinað að spara erlendis. Hins vegar að nauðsynlegt sé að sama gildi um innlend og erlend tryggingafélög að þessu leyti og óásættanlegt sé að erlend tryggingafélög geti boðið sparnaðarlausnir í erlendri mynt, sem innlendir aðilar geti ekki boðið.Hættuleg aðlögun að höftum Bæði rökin lýsa hættulegri aðlögun hugarfars okkar að viðvarandi haftabúskap. Hvor tveggja rökin er hægt að nota til að réttlæta að herða höftin enn frekar. Ég hef margsinnis fjallað um það tjón sem höftin valda lífeyriskerfi okkar og ég hef gagnrýnt Seðlabankann fyrir að ganga út frá því að hægt sé að tjóðra lífeyrissjóðina til langs tíma og meina þeim fjárfestingar erlendis. Slík langtímahöft munu bara eyðileggja áhættudreifingu lífeyrissjóðanna, torvelda fjárfestingu þeirra í atvinnustarfsemi og gera þá enn háðari fjárfestingum í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þar með væri grafið undan höfuðstyrkleika íslenska lífeyriskerfisins og kerfinu breytt í eitthvað sem líkist mun meira gegnumstreymiskerfum þeirra landa sem við viljum síst bera okkur saman við í lífeyrismálum. En staða lífeyrissjóðanna er samt í grundvallaratriðum önnur en staða erlendra fyrirtækja sem bjóða erlendar lífeyristryggingar. Höftin meina lífeyrissjóðum fjárfestingar erlendis í ávöxtunarskyni, en hindra þá ekki í grundvallarstarfsemi sinni. Ástæða þeirrar hindrunar er sú að gjaldmiðillinn þolir ekki að óbreyttu útflæði sem nemur fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna erlendis, þótt hann geti þolað útflæði sem leiðir af sölu lífeyristrygginga til 30 þúsund einstaklinga. Höftin eru þannig takmörkuð við það sem er nauðsynlegt út frá útflæðisáhættu. Hið nýja haftaskref útilokar sölu lífeyristrygginga í gjaldgengum gjaldmiðli yfir landamæri. Það er ný, stór hindrun í frjálsum þjónustuviðskiptum, sem útilokar tiltekna atvinnustarfsemi og eykur líkur á að höftin verði talin brjóta gegn EES, enda er sú hindrun ekki nauðsynleg til að tryggja þjóðarhag. Lausnin á þeirri slæmu stöðu sem lífeyrissjóðirnir eru í er ekki að læsa fleiri inni í fangelsinu, heldur að losa um höftin með skynsamlegum hætti. Þar hefur Samfylkingin einn flokka útfært plan. Það eru ekki heldur tæk rök að núverandi staða mismuni gagnvart innlendum tryggingafyrirtækjum, því þeim sé bannað það sem erlendu fyrirtækjunum leyfist. Ef það væru tæk rök væru höftin ekki lengur neyðarráðstöfun til að verja þjóðarbúið gegn óviðráðanlegri hættu, heldur hagstjórnartæki eða tæknileg viðskiptahindrun sem ætlað væri að stilla viðskiptalífið af til að tryggja að innlendir aðilar stæðu alltaf framar erlendum í samkeppni. Þá væru höftin fallin um sjálf sig. Höftin ívilna í dag óhjákvæmilega á margan hátt innlendum framleiðendum og þjónustuveitendum, en þetta er eitt fárra tilvika þar sem þau ívilna erlendum. Lausnin getur ekki verið að banna öll frávik til að innlendum framleiðendum líði vel og að þeir fái ekki samkeppni frá söluaðilum alþjóðlegrar söluvöru. Hvaðan á að koma þrýstingur á afnám hafta ef stjórnvöld nýta þau með skipulegum hætti til að tryggja að innlendum framleiðendum og þjónustuaðilum líði alltaf vel innan þeirra?Af hverju ekki herða þá meira? Þessi staða sem nú er upp komin vekur margar spurningar og áhyggjur. Með sömu rökum og nú er beitt er hægt að réttlæta að hverfa frá öllum þeim heimildum sem nú gera höftin bærileg fyrir almenning í landinu. Er ekki einboðið að banna fólki að kaupa erlendar vörur með greiðslukorti? Það eru dæmi um að fólk kaupi dýrar erlendar vörur þannig og endurselji í stórum stíl. Er ekki borðleggjandi að banna það, af því einhverjir aðrir búa ekki við sömu undanþágur? Og hvar endar þá upphersla haftanna í boði ríkisstjórnarinnar? Við megum aldrei verða svo vön höftunum að við förum að líta á þau sem sjálfsagt stjórnkerfi efnahagsmála og telja það mestu skipta að þau tryggi jafnstöðu ólíkra atvinnugreina og aðila. Ef það verður markmiðið er auðvelt að finna ávallt nýjar ástæður til að herða höftin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Umræða hefur að undanförnu spunnist um þá ákvörðun Seðlabankans að breyta reglum um gjaldeyrismál til að banna samninga sem erlend tryggingafélög hafa boðið og fela í sér bæði tryggingar og sparnað í erlendum gjaldeyri. Við þessa ákvörðun er margt að athuga. Fyrir það fyrsta hefur lögum um höftin ekki verið breytt. Það er umhugsunarefni hvort stjórnvald getur breytt í grundvallaratriðum túlkun sinni á lögum um gjaldeyrishöft, án þess að lagabókstafnum hafi verið breytt að neinu leyti. Er stjórnvaldi frjálst að túlka sambærileg tilvik með ólíkum hætti frá einum tíma til annars? Þetta er sérstaklega athugunarvert í þessu tilviki, þar sem undir liggja atvinnuhagsmunir tryggingafélaganna sem í hlut eiga og hagsmunir tugþúsunda Íslendinga. Hvernig getur ráðherrann sem ber ábyrgð á framkvæmd haftanna sætt sig við sinnaskipti af þessum toga ef lögum hefur ekki verið breytt? Í umræðunni hafa einkum tvenns konar rök verið færð fram til réttlætingar þessum sinnaskiptum. Annars vegar að óréttlátt sé að einstaklingar hafi rétt til sparnaðar erlendis á sama tíma og lífeyrissjóðum landsmanna sé meinað að spara erlendis. Hins vegar að nauðsynlegt sé að sama gildi um innlend og erlend tryggingafélög að þessu leyti og óásættanlegt sé að erlend tryggingafélög geti boðið sparnaðarlausnir í erlendri mynt, sem innlendir aðilar geti ekki boðið.Hættuleg aðlögun að höftum Bæði rökin lýsa hættulegri aðlögun hugarfars okkar að viðvarandi haftabúskap. Hvor tveggja rökin er hægt að nota til að réttlæta að herða höftin enn frekar. Ég hef margsinnis fjallað um það tjón sem höftin valda lífeyriskerfi okkar og ég hef gagnrýnt Seðlabankann fyrir að ganga út frá því að hægt sé að tjóðra lífeyrissjóðina til langs tíma og meina þeim fjárfestingar erlendis. Slík langtímahöft munu bara eyðileggja áhættudreifingu lífeyrissjóðanna, torvelda fjárfestingu þeirra í atvinnustarfsemi og gera þá enn háðari fjárfestingum í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þar með væri grafið undan höfuðstyrkleika íslenska lífeyriskerfisins og kerfinu breytt í eitthvað sem líkist mun meira gegnumstreymiskerfum þeirra landa sem við viljum síst bera okkur saman við í lífeyrismálum. En staða lífeyrissjóðanna er samt í grundvallaratriðum önnur en staða erlendra fyrirtækja sem bjóða erlendar lífeyristryggingar. Höftin meina lífeyrissjóðum fjárfestingar erlendis í ávöxtunarskyni, en hindra þá ekki í grundvallarstarfsemi sinni. Ástæða þeirrar hindrunar er sú að gjaldmiðillinn þolir ekki að óbreyttu útflæði sem nemur fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna erlendis, þótt hann geti þolað útflæði sem leiðir af sölu lífeyristrygginga til 30 þúsund einstaklinga. Höftin eru þannig takmörkuð við það sem er nauðsynlegt út frá útflæðisáhættu. Hið nýja haftaskref útilokar sölu lífeyristrygginga í gjaldgengum gjaldmiðli yfir landamæri. Það er ný, stór hindrun í frjálsum þjónustuviðskiptum, sem útilokar tiltekna atvinnustarfsemi og eykur líkur á að höftin verði talin brjóta gegn EES, enda er sú hindrun ekki nauðsynleg til að tryggja þjóðarhag. Lausnin á þeirri slæmu stöðu sem lífeyrissjóðirnir eru í er ekki að læsa fleiri inni í fangelsinu, heldur að losa um höftin með skynsamlegum hætti. Þar hefur Samfylkingin einn flokka útfært plan. Það eru ekki heldur tæk rök að núverandi staða mismuni gagnvart innlendum tryggingafyrirtækjum, því þeim sé bannað það sem erlendu fyrirtækjunum leyfist. Ef það væru tæk rök væru höftin ekki lengur neyðarráðstöfun til að verja þjóðarbúið gegn óviðráðanlegri hættu, heldur hagstjórnartæki eða tæknileg viðskiptahindrun sem ætlað væri að stilla viðskiptalífið af til að tryggja að innlendir aðilar stæðu alltaf framar erlendum í samkeppni. Þá væru höftin fallin um sjálf sig. Höftin ívilna í dag óhjákvæmilega á margan hátt innlendum framleiðendum og þjónustuveitendum, en þetta er eitt fárra tilvika þar sem þau ívilna erlendum. Lausnin getur ekki verið að banna öll frávik til að innlendum framleiðendum líði vel og að þeir fái ekki samkeppni frá söluaðilum alþjóðlegrar söluvöru. Hvaðan á að koma þrýstingur á afnám hafta ef stjórnvöld nýta þau með skipulegum hætti til að tryggja að innlendum framleiðendum og þjónustuaðilum líði alltaf vel innan þeirra?Af hverju ekki herða þá meira? Þessi staða sem nú er upp komin vekur margar spurningar og áhyggjur. Með sömu rökum og nú er beitt er hægt að réttlæta að hverfa frá öllum þeim heimildum sem nú gera höftin bærileg fyrir almenning í landinu. Er ekki einboðið að banna fólki að kaupa erlendar vörur með greiðslukorti? Það eru dæmi um að fólk kaupi dýrar erlendar vörur þannig og endurselji í stórum stíl. Er ekki borðleggjandi að banna það, af því einhverjir aðrir búa ekki við sömu undanþágur? Og hvar endar þá upphersla haftanna í boði ríkisstjórnarinnar? Við megum aldrei verða svo vön höftunum að við förum að líta á þau sem sjálfsagt stjórnkerfi efnahagsmála og telja það mestu skipta að þau tryggi jafnstöðu ólíkra atvinnugreina og aðila. Ef það verður markmiðið er auðvelt að finna ávallt nýjar ástæður til að herða höftin.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun